Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 36
35GJÖF SESSELJU OG KLAUSTRIÐ Á SKRIÐU stærstir rýma í klaustrinu fyrir utan kirkjuna – og hafa því rúmað marga. Áður en kom að tröppunum var lítið búr, staðsett undir stofu príors, gegnt matsalnum sem þarna var á mótum hinna heilögu og veraldlegu rýma. Svona tröppur, eins og þær sem lágu upp í sjúkrasalinn, eru annars venjulega kallaðar dagtröppur29 en þær marka einmitt skilin á milli heilagara og veraldlegra svæða innan klaustranna. Þarna voru því þessi mikilvægu skil í klausturhúsunum á Skriðu. Við matsalinn var svo einn af inngöngum í klaustrið en hægra megin við hann var eldhúsið. Þar fyrir utan var ösku- haugurinn. Staðsetning þessa inngangs – milli matsalar og eldhúss – er afar hefðbundin, því þangað gátu matar- og heimilislausir fengið afganga og tímabundið skjól. Austar í byggingunni voru geymslur og önnur vinnuhús staðsett. Engin skepnuhús fundust í klaustrinu, enda voru þau líkast til á bænum sjálfum – Skriðu – í um 150 metra fjarlægð. Allir íbúar, vígðir sem óvígðir, höfðu hins vegar aðgang að klausturkirkjunni og kirkjugarðinum. Inngangur almennings í kirkjuna var á vesturgafli hennar. Þangað var hægt að sækja messur, hlýða á tíðagjörðir og fara með bænir fyrir framan líkneski og krossa. Vitað er að kirkjan var búin slíkum gripum, bæði róðukrossum og líkneskjum.30 Fremst í byggingunni var líka stór skírnarfontur en kaþólskir signa sig ætíð með vígðu vatni áður en þeir ganga inn í kirkjur. Í kirkjugarðinum var brunnur, væntanlega einnig með vígðu vatni. Klausturhliðið sjálft var á austanverðum garðsveggnum, rétt við innganginn í gistirýmið undir sjúkrasalnum. Þessa hliðs gætti einn reglubræðra og bar hann starfsheitið portarius. Tók hann á móti öllum þeim sem áttu erindi, stórt sem smátt, í klaustrið.31 Sumir komu aðeins til þess að vitja látinna ættingja í kirkjugarðinum, signa sig með vígðu vatni eða biðjast fyrir, á meðan aðrir færðu klaustrinu gjafir eða báðust gistingar í lengri eða skemmri tíma. Um allar stærri beiðnir funduðu reglubræðurnir í kapítulanum. Ein af fáum varðveittum heimildum um daglegt líf í Skriðuklaustri staðfestir að strangar reglur giltu um aðgang að heilögum og veraldlegum svæðum í byggingunni þar. Það var þegar reglubróðir Jón Jónsson var ávíttur fyrir að hafa ekki hemil á skólabörnum klaustursins, Jóni og Guðrúnu, en þau höfðu farið yfir í heilagri rými þess og snert helgigripi þar. Það var með öllu bannað og allt þurfti að vígja upp á nýtt.32 Þetta dæmi sýnir að príorinn, sem þá var Narfi Jónsson, tók á agabrotum innan klaustursins enda orðspor þess og trúverðugleiki út á við í húfi. Reglubræðrunum tókst augljóslega að reka stofnun sína með miklum sóma. Kirkjugarðurinn sýnir umfram annað að ótrúlegur fjöldi fólks sótti þangað en klaustrin voru skyldug að jarða þá sem dóu í þeirra umsjá. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.