Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 39
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS38
manns hafi leitað þangað og dáið þar á þeim 60 árum sem það var starfrækt.
Það er dágóður hópur í fámennu landi.
Sesselja Þorsteinsdóttir og stofnun Skriðuklausturs
Enda þótt ljóst sé að á Skriðuklaustri hafi líknarhlutverkið verið í forgrunni
starfsins, voru áherslur í hverju klaustri vissulega mismunandi. Stofnun þeirra
varð ætíð að vera vel ígrunduð og öruggt að fjármunum gefenda væri
vel varið þegar stuðla átti að hvers kyns umbótum á samfélaginu í kring.
Biskupar ákváðu því venjulega í samráði við væntanlega gefendur, efnaða
einstaklinga eða höfðingja og konunga, hvers konar umbætur væri viturlegast
að styrkja – í hverju þörfin fælist helst og hvernig væri tryggt að gjöfin hefði
raunveruleg áhrif. Framgangur klaustranna og vöxtur var síðan í höndum
yfirmanna þeirra.
Rannsóknir á klaustrinu í Kirkjubæ benda einmitt til þess að samfélags-
um bætur á vegum þess hafi umfram annað snúist um mennta konur í kristi-
legu líferni með þátttöku í framleiðslu verðmætra kirkjuklæða til handa
kirkjunni.40 Kirkjubæjarklaustur varð samt sem áður ekki síður blómlegt
og mikils metið en Skriðuklaustur. Nunnurnar þar urðu vel þekktar fyrir
vandaðan vefnað en einnig af afskiptum sínum af ýmsum málefnum, eins
og stöðu kvenna á miðöldum.41 Það má þess vegna fastlega gera ráð fyrir
að bygging Kirkjubæjarklausturs taki mið af starfsemi nunnanna, að þar
hafi verið stór vefstofa auk hefðbundinna rýma fyrir vígt og óvígt fólk sem
starfaði og bjó á staðnum.
En af hverju var reist klaustur þar sem fengist var við lækningar á
Skriðuklaustri við lok 15. aldar? Hvers vegna vildu stofnendurnir, Sesselja
Þorsteinsdóttir, og seinni eiginmaður hennar, Hallsteinn Þorsteinsson, sem
gáfu jörð sína undir klaustrið, og Stefán Jónsson biskup í Skálholti leggja
áherslu á þetta umfram annað? Rétt er að líta á nokkrar staðreyndir um
aðstæður eystra á þessum tíma, sem og hlutverk kaþólskrar kirkju, til þess að
leita svara við þessari spurningu.
Skriðuklaustur var stofnað 16 árum eftir gosið mikla í Veiðivötnum árið
1477. Askan úr gosinu er undir klausturhúsunum og enn sýnileg alls staðar
þar sem grafið er í jörðu um austanvert landið. Tjónið hefur verið gífurlegt
fyrir bændur og gosið haft mikil áhrif á afkomu fólks mörg ár á eftir, ekki síst
í Austfirðingafjórðungi. Þetta sýna fornleifarannsóknir þar.42
Íslendingar hafa nýlega fengið nasasjón af því hvers konar aðstæður
skapast við öskugos eins og það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og síðar