Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 42
41GJÖF SESSELJU OG KLAUSTRIÐ Á SKRIÐU
konungs.50 Eignir kaþólsku kirkjunnar sem fluttust við siðaskiptin alfarið til
ríkisvaldsins skiluðu sér þannig ekki nema að litlu leyti til almennings, heldur
aðeins til fárra útvaldra sem störfuðu í umboði konungs.
Og í heimildum frá síðari hluta 16. aldar er talað um nýja plágu,
förumannaplágu, sem var að sliga hreppstjóra og almenna bændur. Til
klaustranna leituðu nefnilega hinir sjúku og fátæku sem ekki gátu alið önn
fyrir sjálfum sér. Líkamlegar refsingar við þjófnaði voru hertar í kjölfarið en
umkomulaus almenningur átti hvorki í sig né á svo ný refsilöggjöf stoðaði
lítt.51 Dauðarefsingu var einnig beitt fyrir barneignir utan hjónabanda
samkvæmt Stóradómi, rétt eins og fyrir sifjaspellsbrot, en um 100 konur og
karlar voru tekin af lífi hérlendis frá siðaskiptum þar til dauðarefsing var
afnumin á 19. öld.52 Fátækralöggjöfin hélst einnig óbreytt í aldir eða allt til
ársins 1834.53
En Sesselja Þorsteinsdóttir – hún fékk vonandi fyrirgefningu synda sinna
þótt hún hafi tæplega gert sér í hugarlund í fyrstunni hversu mikil áhrif gjafar
hennar urðu til umbóta fyrir samfélag eystra og jafnvel land allt á kaþólskum
tíma.
Tilvísanir
1 Hughes-Edwards 2012, bls. 3-4.
2 Sjá t.d. Thompson 1913, bls. 2-3; Lawrence 2001, bls. 10-12; Kerr 2009, bls. 3-6.
3 Aston, M. 2001, bls. 9-36; Kerr 2009, bls. 3-7.
4 Sjá t.d. Gunnar Karlsson 2001, bls. 33-41.
5 Steinunn Kristjánsdóttir 2012, bls. 207-310, 341.
6 Olsen 1996, bls. 24.
7 Gunnes 1987, bls. 59-60; Olsen 1996, bls. 23-25.
8 Aston 2001, bls. 18-21.
9 Gunnes 1987, bls. 51-84; Olsen 1996, bls. 9-12.
10 Janus Jónsson 1887; Steinunn Kristjánsdóttir 2012, bls. 323-327.
11 Karlsson 1996, bls. 119-121; Hughes-Edwards 2012, bls. 71, 101.
12 Sjá t.d. Hughes-Edwards 2012.
13 Janus Jónsson 1887, bls. 174-182.
14 Hughes-Edwards 2012, bls. 15 o.áfr.
15 Vilborg Auður Ísleifsdóttir 1997, bls. 167, 225-231.
16 Lawrence 2001, bls. 107 o.áfr.; Kerr 2009, bls. 3.
17 Sjá t.d. Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 298; Keenan 2005, bls. 9-12.
18 Daniell 1997, bls. 202; Nedkvitne 1997, bls. 94 o.áfr.; Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 279;
Gilchrist og Sloane 2005, bls. 6-8.
19 Gunnar F. Guðmundsson 2000, bls. 136-139, 286-300.
20 Loftur Guttormsson 2000, bls. 94.
21 Taka ber fram að fyrri maður Sesselju, Einar Ormsson, átti Skriðu upphaflega en jörðina fékk hún
eftir hans dag. Hallsteinn varð síðan eigandi að jörðinni ásamt Sesselju í gegnum hjónaband þeirra.
22 Margrét Gestsdóttir 2008, bls. 31-39.