Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 61
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS60
forn leifa verður þó aldrei ákveðið nema með fornleifarannsókn og þetta er
ein ungis fyrsta skrefið í athugun sem þessari. Nauðsynlegt væri að sannreyna
þessar hugmyndir með uppgreftri til þess að sjá hvort hugmyndirnar standist.
Ákveðið var að nota upplýsingar um þá staði sem áreiðanleg túlkun
fornleifa á vettvangi lá fyrir um til þess reyna að sannreyna og yfirfæra
þær túlkanir á aðra staði þar sem túlkun fornleifa var óljósari eða ekki
fyrirliggjandi. Ákveðið var að hafa tóftir á Þorljótsstöðum í Vesturdal (mynd
9) sem fordæmi þar sem flestar tóftirnar eru frekar nýlegar og upplýsingar
til í rituðum heimildum um hlutverk þeirra. Í ljós kom að hús þar sem
dýrahald hafði verið stundað, fyrir utan nokkur gerði eða réttir, sýndu bæði
jákvæð og neikvæð ummerki. Ummerki um vegghleðslur voru neikvæð en
jákvæðu ummerkin voru innan veggja. Þetta voru ýmis gripahús og -aðhöld,
eins og fjárhús, stekkir, fjós og sum gerði eða réttir. Jákvæðu ummerkin voru
minni innan gerðanna en gripahúsanna. Sömuleiðis komu sömu ummerki í
ljós í bæjarhúsunum, veggir voru með skýr neikvæð ummerki en í gólfum
húsanna komu fram jákvæð ummerki. Að þessum upplýsingum fengnum
var hafist handa við að útbúa lykil til túlkunar á hlutverkum fornleifa (tafla
5). Þó að ekki hafi allar gerðir fornleifa komið fyrir á Þorljótsstöðum, eins
og langhús, matjurtagarðar, mógrafir, ruslahaugur og fleira, lágu fyrir nægar
hugmyndir um lífræn efni í jarðvegi til þess að hægt væri að gera sér ákveðna
mynd af þessum minjaflokkum sem allir bera jákvæð ummerki.
Hlutverk Ummerki Mynstur Athugasemdir
Vegghleðsla Neikvæð Beinar línur
Steingólf Neikvæð Ferhyrnt Innan veggja
Steinstétt Neikvæð Ferhyrnt Utan veggja
Ruslahaugur Jákvæð Óreglulegt
Gripahús Jákv. og neikv. Beinar línur og ferhyrnt Veggir neikvæð, innan veggja jákv.
Íveruhús Jákv. og neikv. Beinar línur og ferhyrnt Veggir neikvæð, innan veggja jákv.
Skáli/langhús Jákvæð Sívalningslaga Ef engar steinhleðslur eru
Skáli/langhús Jákv. og neikv. Sívalningslaga Ef steinhleðslur eru
Grafreitir/kuml Jákvæð Litlir blettir eða stór svæði Fer eftir fjölda grafa
Skurður Jákvæð Beinar línur
Brunnur Jákvæð Hringlaga
Mógrafir Jákvæð Nokkuð beinar línur
Hola/pyttur Jákvæð Hringlaga
Matjurtargarður Jákv. og neikv. Beinar línur og ferhyrnt Veggir neikvæð, innan veggja jákv.
Tafla 5. Hlutverk fornleifa út frá ummerkjum og útlitseinkennum.