Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 83
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS82
finnist við gamlar leiðir, oft miðja vegu milli bæja, gjarnan á leiti og/eða
nærri landamerkjum. Athyglisvert er hve vel staðhættir í kringum hólinn
lága í Saltvíkurlandi sverja sig í ætt við hin dæmigerðu kumlstæði: hann er
um 220 m SSV við fornar tóftir hjá Gildrugili, um 170 m ANA við aðra
tóftaþyrpingu við Mýrarlág, og austan með hólnum eru gamlar reiðgötur
(mynd 1).
Fornleifastofnun Íslands stóð fyrir uppgreftri á hólnum dagana 31. júlí til
6. ágúst 2003 og 27. júlí til 13. ágúst 2004. Í ljós komu tvö kuml og er það í
fyrsta sinn í langan tíma sem kuml finnast beinlínis við rannsókn, en ekki af
tilviljun við jarðrask. Augljóst er að kumlin höfðu verið rofin á miðöldum,
og stórlega skemmd, en með rannsókn var engu að síður hægt að bjarga
margvíslegum upplýsingum, s.s. um staðsetningu, lögun, gerð og áttahorf,
vísbendingum um aldur og kyn fólksins, hluta haugfjár o.fl.
Við rannsóknina unnu, auk höfundar, Garðar Guðmundsson, Stefán
Ólafsson, Leifur Þór Þorvaldsson, Aaron Kendall, Janneke Zuyderwyk
og Sophie Nicol. Magnús Á. Sigurgeirsson rannsakaði gjóskulög, Colleen
Batey greindi forngripi, Hildur Gestsdóttir leifar mannabeina og Thomas
McGovern leifar dýrabeina.
1. kuml. Austarlega á hólnum, um 40 m vestan við gamla götuslóða sem liggja
Mynd 1. Saltvík. Afstöðumyndin sýnir legu fornbýla og kumla í móunum
sunn an við Salt víkur bæ. X stendur fyrir rústaþyrpingar en kuml eru sýnd mitt
á milli þeirra. Landmælingar Íslands.©