Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 86
85KUMLIN Í SALTVÍK
ljóst að þau hafa verið úr lagi færð,
enda í lausu, hreyfðu lagi og þar
sem mesta raskið hafði átt sér stað.
Í uppmoksturslaginu við suðurgafl
grafarinnar fannst aflöng járnþynna
(f1), og 5 önnur, smá og ókennileg
járnbrot (f2-f3) við suðvesturhornið.
Colleen Batey gripafræðingur telur
líklegt að aflanga járnbrotið sé af
kistli, en hin brotin gætu verið leifar
af viðgerð á járnpotti.6
Í sporöskjulaga gröfinni norðan
við haftið var hrúga af beinum. Þar
í var hrosshaus og leifar af beinum
úr hrossi, með nokkur mannabein
samanvið. Ofan á hrúgunni lá
torfsnepill og í honum vottaði fyrir grænni og dökkri gjósku, hugsan lega
landnámsgjóskunni. Eng ir gripir fundust þar.
Ekki var hægt að greina öll bein og brot úr beinum til tegundar, en þau
sem voru greinanleg reyndust vera úr manni og hesti. Hildur Gestsdóttir
rannsakaði mannabeinin og voru þar brot úr ennisbeini, vinstri upparmlegg,
hægri mjöðm, hægri lærlegg og vinstri sköflungi. Beinin eru úr fullorðnum
ein stak lingi (þ.e. eldri en 18 ára), líklegast konu.7 Auk hrosshaussins voru þar
bæði herðarblöðin, nokkrir háls liðir, brjóstliðir og vinstri lær leggur. Thomas
McGovern dýrabeinafræðingur athugaði beinin og telur þau úr einum hesti,
fullvaxta en ekki gömlum.8
2. kuml. Um 8 m NV við hrossgröfina var önnur, aflöng dæld. Þar var opnað
svæði sem var 210 cm langt (N-S) og 100 cm breitt. Undir rótarlaginu var 18
cm þykkt, óhreyft, dökkbrúnt moldarlag sem lá yfir áðurnefndu gjóskulagi
V~1477. Gjóskan var 2-3 cm þykk og óslitin yfir öllum uppgraftarreitnum,
einna þykkust fyrir miðju. Voru ummerki öll hin sömu og í 1. kumli: þegar
gjóskan hafði verið fjarlægð komu skurðbrúnir í ljós, steinar og marglit fylling.
Á milli skurðfyllingar og gjóskunnar vottaði fyrir dökkbrúnni fokmold á
stöku stað. Skurðbrúnir voru 22 cm neðan við yfirborð og náði fyllingin upp
að skurðbrúnum svo til hringinn í kring, en í miðju, þar sem dældin hafði
verið, var fyllingin aðeins um 5 cm þykk. Ljóst var á ummerkjum þessum að sá
sem skurðinn gróf hefur ekki hirt um að moka ofan í hann aftur. Fyllingin var
Mynd 3. Vestra kuml. Til vinstri er steinadreif sem
hefur verið yfir gröfinni en umrótað og lent í fyllingu
hennar. Til hægri sést grafarbotninn og beinahrafl í
suðurenda.