Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Blaðsíða 91
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS90
Útdráttur
Sumarið 2002 var leitað kumla í landi Saltvíkur í Reykjahreppi, Suður-Þing eyjar-
sýslu. Kveikjan að þeirri leit var fundur tveggja fornra tóftaþyrpinga sunnan við
bæinn. Nýlegar staðfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að kuml eru oft við gamlar leiðir
og miðja vegu milli bæja. Í ljósi þeirrar reynslu var leitað milli bæjartóftanna og
fundust þá tvær aflangar gryfjur. Við uppgröft sumurin 2003 og 2004 var staðfest
að um heiðinn grafreit væri að ræða. Bæði kumlin sneru N-S, líklega með höfuð
í norðurenda. Hjá eystra kumlinu var sporöskjulaga gröf með hrossbeinum í. Ljóst
var að grafirnar höfðu verið opnaðar fyrir löngu, enda lá gjóskulagið V~1477 óslitið
yfir raskinu. Hefur upprunalegum gröfum verið spillt og hreyft við líkamsleifum og
haugfé. Einungis hrafl af mannabeinum fundust í gröfunum og fáein járnbrot í þeirri
eystri. Í báðum kumlum voru fullorðnir einstaklingar, líklega karl (vestari gröf) og
kona (eystri gröf).
Þessi kumlfundur er skertur að heimildagildi vegna rasksins. Hann er þó merkur
fyrir þær sakir að Saltvíkurkuml voru þau fyrstu sem fundist hafa við skipulega leit.
Summary
In 2002, during a general survey, two unknown and ancient farm clusters were
identified in Saltvík in Reykjahverfi, S-Þingeyjarsýsla. This discovery led to a further
investigation in the area, aiming for locating pagan burials from the Viking period.
Recent work has shown that pagan burials in Iceland are frequently found near old
riding tracks and mid-way between farm settlements or on farm boundaries. When
examining the area between the two abandoned farms, the possible remains of a
small gravefield were identified. The site was excavated in 2003-2004, revealing two
disturbed burials from the Viking period oriented N-S. The V~1477 tephra layer
covering the graves showed that the disturbance had occurred prior to the deposition
of that volcanic ash. Each grave contained badly preserved remains of an adult. In
the western grave, probably a man, and a woman in the eastern grave, accompanied
by a horse in a separate grave. Only a few iron fragments were found in the male
grave, but it is likely that most of the original grave-goods had been removed during
the evidenct plundering of the site. The graves are severely damaged, but this find
is nevertheless important, as it is the first discovery of pagan graves as a result of a
systematic study of burial topography in Iceland.