Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Side 96
95ETNÓGRAFÍSK ENDURNÝJUN ÍSLENSKRA SAFNA
land í samvinnu við heimamenn.20 Söfnunin einkenndist af etnógrafískum
áherslum, þar sem markmiðið var að söfnun minja lýsti samfélaginu og
menningunni á hverjum stað. Megináherslan í söfnun minja var þó aðallega
á heimildir sem sýndu menningu bænda og sjómanna. Söfnunin var hliðstæð
við etnógrafíska söfnun annarsstaðar í heiminum, þar sem hversdagslegt
samhengi, fjölbreytileiki heimilda og þverskurður af stéttarlegri stöðu fólks
var í fyrirrúmi. Söfnunin var því ekki gerð á grundvelli fræðilegra sjónarmiða
og með fyrirfram gefna túlkun og flokkun á minjum í huga.21 Söfnunin
grundvallaðist fyrst og fremst á samfélagslegum breytingum sem átt höfðu sér
stað eða stóðu yfir. Í vakningunni var því oft gripið til þess orðalags að verið
væri að varðveita hluti fyrir „hvers konar tortímingu“22 eða „horfinna – eða
hverfandi – atvinnu- og lifnaðarhátta“23 sem væri þjóðinni „nauðsynlegt að
þekkja [og] vita á hvern hátt þjóðin lifði [...] í þúsund ár.“24
Á árabilinu 1950 til 1990 voru starfrækt í landinu fjölmörg byggðasöfn,
sem hvert með sínum hætti lagði áherslu á að sýna menningu staðarins.
Nokkur þeirra voru til húsa í byggingum sem voru eiginlegir safngripir,
eins og Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði, og voru þeir gripir sem safnast
höfðu í gegnum tíðina settir inn í bæinn og á viðeigandi staði. Sem dæmi
var gripum eins og rúmum, öskum og bókum komið fyrir í baðstofunni,
ílát til matargerðar voru sett í búr eða eldhús, og í smiðjunni var komið
fyrir áhöldum sem notuð voru til smíðavinnu. Byggðasafninu á Ísafirði var
upphaflega komið fyrir á loftinu yfir sundlaug staðarins, en með endurnýjun
á gömlum húsum við höfnina var safnið flutt þangað og lögð meiri áhersla
en áður á mikilvægi strandmenningar og sjósóknar á svæðinu í sýningum
safnsins. Byggðasafn Norður-Þingeyinga var stofnað 1988 fyrir tilstuðlan
heimafólks, en munum úr byggðarlaginu hafði verið safnað um langt árabil
með það fyrir augum að varðveita sögulegar minjar. Það var svo árið 1991
sem safnið var opnað formlega og munirnir sýndir. Með réttu má halda því
fram að safnið hafi skorið sig úr þeirri flóru safna sem fyrir var í landinu, en
handverk eftir konur, eins og útsaumur og prjón af ýmsum toga hefur verið
áberandi á sýningum safnins.25
Fleiri dæmi er að sjálfsögðu hægt að taka af þessum meiði, en í því
samhengi sem hér um ræðir fór að gæta töluverðrar gagnrýni á starfsemi
safna af þessu tagi upp úr 1990. Fór að bera á skoðunum þess efnis að
söfnin í landinu væru að einhverju leyti stöðnuð í starfsemi sinni og því
haldið fram að söfn þyrftu að vera „lifandi stofnanir“ sem væru ekki alltaf
í sömu skorðum.26 Gagnrýnin snérist meðal annars um að þau sinntu ekki
nægilega vel þeim menningarlega fjölbreytileika sem til staðar var í söfnun