Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 101
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS100
ásamt bættri umgengni við selastofna við Ísland.“35 Setrið er þátttakandi í
fræðilegum rannsóknum, en sýningar þess hafa aðallega beinst að því að gera
grein fyrir hlunnindum, selveiði og nýtingu selaafurða í sögulegu samhengi.
Þjóðsögum um seli hefur einnig verið safnað og þeim gerð skil á sýningum
í samvinnu við fræði- og listamenn. Sögusetur íslenska hestsins er annað
verkefni sem er ekki ósvipað Selasetrinu, en það hefur að markmiði að gera
grein fyrir eiginleikum, notkun og samfélagslegum áhrifum íslenska hestsins
frá landnámi til samtímans. Setrið safnar heimildum og munum sem tengjast
íslenska hestinum og hefur sett upp sýningar honum tengdar. Eitt af því
sem setrið hefur staðið fyrir eru leikgerðir sem tengjast viðfangsefni þess,
en árið 2009 var settur upp leikþáttur um kaupstaðaferð skagfirskra bænda
þar sem þeir ferðast úr sveitum sýslunnar með ull til að skipta fyrir vörur í
kaupstaðnum.36 Hafíssetrið er annað dæmi um náttúrutengt verkefni, en með
því öðlast eitt elsta timburhús landsins, reist 1733 á Skagaströnd, nýtt notagildi
með sýningu á upplýsingum um hafís og veðurathuganir á norðurslóðum.37
Minjasafn Kristjáns Runólfssonar er svo einkasafn sem Kristján rak í húsnæði
Byggðasafns Skagafjarðar á Sauðárkróki, með á þriðja þúsund muna sem
hann safnaði sjálfur. Þetta er áhugavert verkefni, þar sem opinber stofnun fór
í samstarf við einkaaðila um rekstur á safni hans. Upp úr samstarfinu slitnaði
hins vegar árið 2005 þar sem það þótti ekki við hæfi að reka einkasafn undir
verndarvæng opinberrar stofnunar.38 Fleiri sambærileg dæmi mætti nefna
víða um land, en okkur langar til að gera þremur öðrum verkefnum skil, þar
sem við teljum að þau sýni breytingarnar með afgerandi hætti. Verkefnin sem
um ræðir eru öll frá svæðum sem hafa staðið frammi fyrir fólksfækkun og
dvínandi atvinnutækifærum á undanförnum árum.
Sauðfjársetrið var stofnað í ársbyrjun 2002 af áhugamannafélagi sem
samanstóð af fólki af Ströndum. Á stofnfundi setursins voru markmið þess
sett, en þau voru meðal annars að „skapa atvinnu á svæðinu og treysta byggð,
styrkja menningarlíf og mannlíf, auk þess að vinna markvisst á jákvæðri
kynningu á sauðfjárbúskap.“39 Í viðtali við einn forsprakka setursins segir
hann að fjárbændur hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum og að
megintilgangur setursins sé „að efla virðingu fyrir bændum og um leið sjálfs-
virðingu þeirra sjálfra.“40 Viðhorf til sauðfjárbænda var á þessum tíma neikvætt
í ljósi umræðna um ríkisstyrki til bænda, förgun á sauðfjárafurðum og síðast
en ekki síst vegna beitarálags sem stuðlaði að jarðvegseyðingu. Setrið er liður
í atvinnutengdri ferðaþjónustu, sem leggur áhersla á að „sýna og útskýra
atvinnuhætti á tilteknum svæðum eða í tilteknum greinum [...] úr sögu
og samtíð.“41 Setrið naut strax í upphafi fjárstyrkja frá ýmsum opinberum