Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 103
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS102
Í yfirgefnu frystihúsi á Stokkseyri er að finna tvö setur sem sérhæfa sig í
viðfangsefnum sem eiga sér djúpstæðar rætur í íslenskri menningu.43 Setrin
eiga upphaf sitt í skipulögðum rútuferðum sem farnar voru um Suðurland,
þar sem sagðar voru draugasögur og nutu mikilla vinsælda hjá Íslendingum.
Erlendum ferðamönnum hafði einnig verið boðið upp á samskonar rútuferðir,
en þeir höfðu meiri áhuga á að heyra sögur af álfum og tröllum.44 Draugasetrið
var stofnað árið 2003 og sérhæfir sig í að gera grein fyrir draugasögum af
Suðurlandi. Á sýningunni er að finna 24 stöðvar, þar sem gestir sýningarinnar
hlusta á sögur í mp4-tækjum og tekur hringferð um setrið um 40 mínútur. Á
meðan gestirnir hlusta, horfa þeir á sviðsetningar sem tengjast sögunum. Við
hlið Draugasetursins er svo að finna setur um álfa, tröll og noðurljós, en það
var stofnað 2006 og var ætlað að vera miðlun á þjóðtrú sem segja má að sé á
mörkum veruleika og ímyndunar.45
Á sýningunni getur að líta leikrænar uppsetningar á bústöðum álfa og
trölla, ásamt úrvali af sögum sem tengjast þeim. Einnig er í rýminu gerð
tilraun til að endurskapa náttúrustemningu norðurljósanna. Setrin byggja
frásagnir sínar annars að mestu á ríkulegum arfi þjóðsagna sem hefur verið
safnað frá 19. öld af þjóðsagnasöfnurum en þó eru viðfangsefnin einnig úr
samtímanum.46 Sögum um álfa er til að mynda ennþá slegið upp í fréttatímum
og á forsíðum dagblaða, þar sem lýst er inngripum þeirra við fyrirhugaðar
vegaframkvæmdir47 og draugasögur eru ennþá á kreiki.48 Þó svo að söfn hafi
að einhverju leyti gert sér far um að sinna þessum málum með rannsóknum,
söfnun sagna og með sýningum á gripum sem sagðir eru úr álfheimum,
hefur ríkt vantrú gagnvart því að taka þessa þætti menningarinnar alvarlega
og gera þeim hátt undir höfði í starfsemi safna. Ein meginástæðan fyrir því
er það hlutverk sem söfnum hefur verið markað, en sú skoðun hefur verið
ríkjandi að þau eigi að fást við heimildir sem hafi sanngildi og standi fyrst og
Auglýsing frá aðstandendum setursins sem fjallar um drauga, álfa, tröll og norðurljósin.