Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 155

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 155
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS154 að sjá frá löngu liðnum tímum. Nú skyldi aðeins ekið um gamalgróið land og umferð var ljúflega leyfð af Skúla Lýðssyni á Keldum. Ferðin var farin þann 13. nóvember í björtu og mildu vetrarveðri. Skammt framan Keldna var beygt út af þjóðbraut til suðurs og ekið um gamla, rudda bílabraut, með ofaníburði hér og þar. Hún hlýtur að hafa tengst umferð um Tunguvað á Rangá á tímabili.Gatan sóttist greitt og landið rétt brosti við gestum í vetrarblíðunni. Ekið var hjá bæjarstæði Tungu, þar sem gömul garðlög og tóftir minna á löngu liðið líf og starf. Héðan var hann skammur spölurinn niður á Fjósaflöt, takmark ferðar. Hér hallar landi af hrauni á jafnsléttu. Djúpir og breiðir skorningar skilja Fjósaflöt frá heiðinni, hún er skýrt afmörkuð á allar hliðar. Helga Skúladóttir kennari segir í örnefnaskrá Keldna sem birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1939 að á flötinni sjáist „til mikilla áveituskurða frá fyrri tíð, - framhald þeirra úr heiðinni.“2 Landslag vísar þó ekki til þess að hér hafi nokkru sinni orðið komið við áveitu. Miðsvæðis á flötinni eru greinileg garðlög, í átt til þess að mynda ferhyrning og kunna að tengjast kornrækt fornaldar. Skammt héðan brottu er örnefnið Akurgerði handan við Stokkalæk. Bogi ók fram um Fjósaflöt og staðnæmdist nær suðvesturhorni. Þaðan var fá fótmál að ganga að fornrúst Þórs. Þarna, í uppblásturssárinu á blábrún Rangár bakka, er dálítil breiða af aðfluttum bláhellum og hraunmolum, engar manna minjar aðrar. Breiðan er um 40m2 og samsvarar einum húsgrunni, forn- rústin hefur að öðru smátt og smátt hrapað niður fyrir bakkann. Ljósa kolan er í dag eina vitnið um það að þarna var mannabústaður. Bæjarstæðið hefur verið fagurt, hátt hafið yfir straumvatnið tæra, Rangá, og líklega hefur vatns vegurinn legið niður í hana. Til suðurs lokast sjónhringur af Vatns dals fjalli og Vallar króki í Hvol hreppi. Stutt hefur verið á sumum árstímum að leita fiski fangs í Rangá og Stokka læk. Bogi vísaði mér til forn minja norðar á bakkabrúninni. Þar skjóta hleðslur upp kolli úr gróinni grund og hleðslu steinar eru í bakkahruninu niður að ánni. Héðan er hýrt að horfa upp að Tungufossi, Tunguból er í örskots- fjarlægð og í nánd þess munu enn sjást minjar um stekk Tungubónda. Í heimför upp eftir heiðinni var dokað við hjá tóftum Tungubæjar sem var að velli lagður 1876. Þær eru býsna skýrar, samstæð bæjarhús og lítill heygarður að húsabaki. Stafnþil hefur aðeins verið fyrir bæjardyrum, baðstofa vestan þeirra með gluggadekki. Austan bæjardyra búr með stefnu frá austri til vesturs, bak við það eldhús með sömu stefnu og veggur á milli. Smátóft er vestan húsasamstæðu og allstór kálgarður hefur verið framan bæjar. Bæjarstæðið er á bakka Rangár og í henni hefur vatnsbólið væntanlega verið. Niður árinnar lætur hér vel í eyrum. Skúli Guðmundsson hefur byggt fjárhús við bæjarstæðið, garðahús, hlaðið úr hraungrýti. Veggir standa til muna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.