Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Síða 166
165MERKUR MAÐUR: GÍSLI SIGURÐSSON
þraut erindið, spurði ég: „Hver getur sagt mér nákvæmar frá þessu eða hinu“?
Þannig gekk það koll af kolli þar til ég hafði rætt við um það bil 150 manns
bæði hér í Hafnarfirði, í Reykjavík og víðar. Alla þessa vitneskju skrifaði ég
niður hjá mér í dagbækur og færði síðan inn í aðrar bækur. Með þessu móti
hafði ég upp á lýsingum nær 100 - eitthundrað bæja og 60 - sextíu húsa, vel
að merkja íbúðarhúsa, auk þess útihúsa ýmiskonar og pakkhúsa verslana. Þessa
rannsókn mína batt ég við svæðið frá Hvaleyri kringum Fjörðinn vestur að
Bala. Landið allt upp frá Firðinum með öllum þess dældum, hólum og lautum,
fjöllum, hálsum og dölum, hvömmum, klettum, dröngum og gjögrum, stígum
og slóðum og munu örnefni þessa svæðis að tölunni til nálgast 400 - fjögur
hundruð. Eins og þið munið af upphafi þessa erindis míns, þá var einnig ráð
fyrir gert, að kynnast fólkinu sem hér bjó í kotunum og húsunum. Ekki var
aðeins nöfnin, sem duga mundu heldur varð að leita nokkuð uppruna því
nær hvers og eins, leita foreldra, föður og móður, afa og ömmu, langafa og
langömmu og miklu lengra fram eftir því sem nauðsyn krafðist og heimildir
til reyndust. Til þess að fullnægja þessum þætti hefur verið farið yfir nokkur
rit sem nú skulu upp talin. Vil ég góðir Rótarífélagar, strax biðja velvirðingar
á þeirri upptalningu. En þar sem ég tel, að þetta verði samt að koma til
nokkurrar glöggvunar, þá helli ég nú yfir ukkur þessum ófögnuði: Er þá fyrst
að telja, að farið hefur verið yfir Manntöl frá árunum 1703 - 1762 - 1801
- 1816 - 1835 - 1840 - 1845 - 1850 - 1855 - 1860 - 1870 - 1880 - 1890 -
1900 - 1910 - 1920 - 1930.
Gísli í einum af mörgum ferðum sínum í Svínholti 1963. Ljósmyndari óþekktur.