Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 182
KRISTÍN HULD SIGURÐARDÓTTIR
NÝ LÖG UM MINJAVERND –
HUGLEIÐINGAR UM BREYTT
UMHVERFI MINJAVERNDAR
Verulegar breytingar urðu á umhverfi minjaverndar á Íslandi með lögum um
menningarminjar sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2012 og gengu í gildi
1. janúar 2013.1 Frá árinu 2001 hafði stjórnsýsla fornleifa- og húsverndar
verið hjá tveimur stofnunum, Fornleifavernd ríkisins og Húsafriðunarnefnd
ríkisins. Við samþykkt laganna voru þær stofnanir sameinaðar í nýja
ríkisstofnun, Minjastofnun Íslands. Forsætisráðherra fer með yfirstjórn
málaflokksins en felur Minjastofnun Íslands framkvæmd hans. Sér til aðstoðar
hefur stofnunin tvær ráðgjafanefndir, fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd
og einnig minjaráð sem er samráðsvettvangur hvers minjasvæðis fyrir sig sem
ætlað er að fjalla um menningarminjar, varðveislu þeirra og nýtingu í þágu
samfélagsins. Nýja stofnunin er með höfuðstöðvar í Reykjavík, en undir hana
heyra einnig minjaverðir sem starfa á fimm svæðum á landinu, Suðurlandi,
Vesturlandi, Norðurlandi vestra og eystra og á Austfjörðum.
Lengi hafði verið ljóst að skipting minjavörslunnar milli tveggja og jafnvel
þriggja stofnana, sé Þjóðminjasafn Íslands tekið með, var ekki farsæl fyrir
minjavernd á Íslandi. Til þess að útskýra flækjustigið sem við var að fást skal
hér tekið sem dæmi friðlýst kirkja með innanstokksmunum og kirkjugarði
umhverfis. Fyrir 2013 tók Húsa frið un ar nefnd ríkisins allar stjórnsýslu-
ákvarðanir varðandi kirkjuhúsið og fastar innréttingar. Fornleifavernd ríkisins
tók ákvarðanir vegna kirkjugarðsins í kring, legsteina og minningarmarka í
garðinum. Fornleifavernd ríkisins tók hluta ákvarðana vegna kirkjugripa og
Fornleifaverndin og Þjóðminjasafn Íslands tóku sameiginlega ákvarðanir um
friðlýsingar kirkjugripanna. Stjórnsýsla sem þessi, þar sem margar stofnanir
koma að sama málefninu, er ómarkviss og hætt við mistökum. Við samþykkt
nýju laganna 1. janúar sl. féll öll stjórnsýsla varðandi friðlýstar kirkjur, þar með