Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 193

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 193
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS192 móti ekki raunverulegar markaðsvörur sem hægt er að setja verðmiða á. Þær heyra til svokallaðra almannagæða ( e. common resources ) rétt eins og náttúran. Á tíunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og nýskipan í ríkisrekstri (e. New Public Management) varð áberandi þáttur í efnahagsstjórn hinna ýmsu þjóða, hóf fólk sem starfaði við minjavernd að reyna að finna málaflokknum sess innan hagkerfisins og leggja áherslu á notagildi og fjárhagslegt mikilvægi minja. Bandaríkjamenn og ýmsar Evrópuþjóðir prófuðu ýmis reiknilíkön í þeim tilgangi að setja verðmiða á minjar og réttlæta með því tilveru þeirra. Í tengslum við styrkjakerfi sitt mótaði Aþjóðabankinn aðferðafræði þar sem reynt var að meta hagrænt gildi minja.37 Bandarískur sjóður, the National Trust for Historic Preservation gaf út ritið The Economics of Historic Preservation árið 1994, en þar var að finna samantekt um ýmsar kannanir sem gerðar höfðu verið og studdu við fullyrðingar þeirra sem töldu að minjar og einkum gömul hús hefðu hagrænt gildi fyrir samfélagið. Var þar tekinn fjöldi dæma um aukinn hagnað í hagkerfi borga í Bandaríkjum Norður-Ameríku og aukið virði bygginga, sem rekja mátti til minja og einkum fornra húsa í nærumhverfinu. 38 Til þess að leggja mat á verðgildi minja er því reynt að beita sérhæfðum aðferðum sem fengnar er úr umhverfishagfræði. Fyrir nokkrum árum beitti höfundur þessarar greinar einni aðferðanna úr umhverfishagfræði, svokallaðri ferðakostnaðaraðferð (e. travel cost method ) til að greina hagrænt gildi minja á nokkrum stöðum hérlendis. Meðal þeirra var Stöng í Þjórsárdal. Ekkert hefur verið gert enn sem komið er til að laða ferðamenn að þeim merku minjum. Stöng er hvergi auglýst, engin aðstaða er á staðnum né upplýsingar fyrir ferðamenn. Þrátt fyrir það voru niðurstöður greiningar sem byggðust á hálfs árs aðsókn ferðamanna að Stöng væri um 38 milljóna króna virði árið 2010. Með öðrum orðum vörðu ferðamenn þessari upphæð til að komast í Þjórsárdalinn til að skoða Stöng. 39 Í grein sem birtist í blaðinu The Cumberland News árið 2011 kom fram að veggur Hadrians keisara (e. Hadrians Wall), sem byggður var á annarri öld e. Kr. á Bretlandseyjum, aflar sveitarfélögunum sem liggja að honum um 880 milljóna punda á ári í tekjur vegna ferðamanna eða um 166 milljarða íslenskra króna.40 Hagkerfið hérlendis er vissulega ekki eins stórt né minjar eins þekktar á alþjóðavettvangi og veggur Hadrians, þannig að ekki er að vænta jafnmikilla tekna af minjum hérlendis. En aukin áhersla á markvissa uppbyggingu á íslenskum minjastöðum almennt ætti að færa þjóðarbúinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.