Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2012, Page 209
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS208
settur er á upp drátt á Skriðu dálítið ankannalegur, en um hann fundust einungis
óljós merki (bls. 131, 135). Kross gangurinn er hið eiginlega birtingarform
klausturs og umlykur venjulega klaust ur garð, til að mynda er kross gangurinn
greinilega markaður fyrir miðju á gamla upp drættinum frá St. Gallen og
myndar kirkju veggurinn eina hlið hans.2 Að því er kross ganginn varðar sker
ætluð húsa skipan á Skriðu klaustri sig frá flestum klaustur bygg ingum sem fyrir
verða í bókum og á ferðum utan lands. Skýring þessa kann að einhverju leyti
að vera að kirkjugarðurinn að Skriðu var vígður 1496, vafalaust vegna þess að
þörf var á greftrunarplássi í plágu sem strá felldi lands fólkið um það leyti, en
klaust ur kirkja virðist ekki vígð að Skriðu fyrr en 1512 og skyldi henni þjónað
af Val þjófs staðapresti. Gert er ráð fyrir að reglu hald hefjist að Skriðu um 1493
og hafa byggingar líklega verið reistar upp úr því ásamt lítilli kapellu.
Skýringar SK á húsaskipan og hlutverkum herbergja klausturbræðra á
Skriðuklaustri eru trúverðugar og varpa nýju ljósi á klaustrasögu Íslands. Þær
sýna svo að ekki verður um villst að íslensk klausturbygging var með öðru
sniði en íslenskur sveitabær, þótt efnið væri að miklu leyti hið sama. SK
bendir réttilega á, eins og aðrir á undan henni, að auk klausturhúsanna voru
sérstök bæjarhús að Skriðu þar sem óþekktur fjöldi leikbræðra og verkafólks
klausturbræðra átti heima, ennfremur útihús fyrir skepnur og geymslur og
jafnvel bænhús. Grunnur klausturhúsa og kirkju sýnir því ekki nema hluta
af þeim húsakosti sem var að Skriðu meðan þar var klausturlifnaður, en SK
gerir ráð fyrir um 15 heimilismönnum, vígðum og óvígðum, auk ótiltekins
fjölda vinnufærra ómaga og sjúklinga á framfæri klaustursins (bls. 256).
Rannsóknin að Skriðuklaustri opinberaði að 295 einstaklingar höfðu
hlotið hinstu hvílu í kirkjugarðinum umhverfis klausturkirkjuna. Við nánari
athugun sérfræðinga á líkamsleifum þeirra kom í ljós að á annað hundrað
einstaklinganna höfðu átt við ýmiskonar langvarandi mein að stríða sem eru
flokkuð og rakin í bókinni. Sú vitneskja sem fékkst upp úr gröfunum umbylti
„hugmyndum sem fyrir voru um Skriðuklaustur og jafnvel önnur klaustur
á Íslandi“ segir SK (bls. 147). Í stað skoðana fyrri manna um að klaustrin
hafi verið kyrrlát inni þar sem klausturbræður iðkuðu bænir, bóklestur og
skólahald fyrir presta, túlkar SK uppgraftargögnin frá Skriðuklaustri svo að þar
hafi verið „sjúkrastofnun þar sem skotið var skjólshúsi yfir langlegusjúklinga“
og aðra sem þurftu aðstoðar við (bls. 147). Þessi túlkun SK á starfsemi
klaustursins grundvallast á því að í hennar huga lék snemma „enginn vafi
á því að langflestar grafanna væru frá tímum reglubræðranna – hugsanlega
allar“ (bls. 141). Niðurstaða hennar er afdráttarlaus: „sú að allar grafirnar 295
í Skriðuklausturskirkjugarði voru teknar á klausturtíma“ (bls. 166).