Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 2
2 Helgarblað 10. nóvember 2017fréttir Spurning vikunnar Ertu byrjuð/byrjaður á jólainnkaupunum? Já, ég byrjaði núna á miðnætursprengjunni í Kringlunni. Ég er búin að kaupa þrjár gjafir. Margrét Guðrúnardóttir Já, en er ekki búin að kaupa mikið. Jóna Sigurðardóttir Nei. Jón Ágúst Jónsson Nei. Bjarki Stefánsson V iðtökurnar hafa verið afar góðar en ég veit ekki hvort framhald verði á. Fram- leiðsluferlið í litlu eldhúsi er einfaldlega það mikil þolraun. Ef einhver aðili með atvinnueld- hús stingur upp á samstarfi þá er ég meira en til. Íslendingar eiga skilið að fá innlenda logandi sterka sósu,“ segir Björn Teitsson chili-unnandi í samtali við DV. Björn stofnaði til Facebook- hópsins vinsæla, „Ég ann chili“ ásamt olíuhagfræðingnum Þórði Gunnarssyni. Þar hefur áhugafólk um ávöxtinn vettvang til að ræða úrval sterkra rétta á matsölustöð- um borgarinnar, fengið góð ráð um ræktun á chili-pipar og bent á sterkar sósur sem eru fáanlegar hverju sinni. Um þessar mundir er úrvalið takmarkað og hóf Björn því framleiðslu á sinni eigin sósu, „ Habanero-draumur“. Nafnið er til- vísun í meginuppistöðu sósunnar, Habanero-chili, sem er ein heitasta tegund ávaxtarins. Þá notaði Björn einnig eigin uppskeru af thai-chili sem chili-plantan hans, Jónína að nafni, gaf af sér. Strangt gæðaeftirlit „Habanero er eitt eftirlætis afbrigð- ið mitt af chili. Hann er afar sterkur en mjög ávaxtaríkur og bjartur. Hann hentar því vel í sósur að mínu mati,“ segir Björn. Sósan ríf- ur því vel í og hefur Björn leyft öðr- um ástríðufullum áhugamönnum um chili að njóta með sér, þó innan ramma strangs gæðaeftirlits. „Ég hef farið í nokkrar framleiðslulotur sem seldust upp innan nokkurra mínútna. Um síðustu helgi ætlaði ég að framleiða í um 30 pantanir. Fyrstu lotan var frábær en hinar tvær voru því miður ekki í gæða- flokknum sem ég vil halda mig við – þess vegna komu bara 10 flöskur í það skiptið,“ segir Björn. Tuttugu sósuunnendur sem vilja að bragðlaukarnir brenni þurfa því að bíða enn um sinn og treysta á takmarkað úrval stór- markaða. „Úrvalið er ekki mikið hérlendis en það sveiflast mikið. IKEA seldi sterkar sósur um tíma og Hagkaup pantar eitthvað inn af og til. Þeir sem eru djúpt sokknir í chili-sósuástríðuna eru að panta sósur erlendis frá og það er dýrt spaug,“ segir Björn. Hann er afar ánægður með ís- lenska chili-samfélagið sem hefur myndast á síðunni. „Það eru undantekningarlaust mjög nett- ar týpur sem kunna að meta chili. Það er ávanabindandi að borða mikið af ávextinum og fólk kemst í eins konar endorfínvímu við neysluna. Sem er mjög holl víma, held ég.“ n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Nettar týpur kunna að meta chili Björn Teitsson hefur framleitt logandi sterkar chili-sósur sem njóta vinsælda hjá „chili-nördum“ Þetta helSt ÞEssar fréttir bar hæst í vikunni Barnavernd hrifsaði nýfætt barn úr höndum móður sinnar DV greindi frá því að nýfætt barn hjónanna Arleta og Adam Kilichowska hefði verið tekið frá þeim á fæðingardeild Landspítalans að kröfu Barnaverndarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Fólkið er búsett á Hellu en áður hafði tveggja og hálfs árs gömul dóttir hjónanna verið tekin af þeim. Lögmaður fólksins, Leifur Runólfsson, telur aðgerðir yfir- valdsins vera of harkalegar og að beita mætti öðrum aðferðum til að tryggja velferð barnanna. Fjölmiðlar í Póllandi hafa fjallað um málið og hefur það vakið nokkra athygli þar ytra. Sólrún: „Búin að gráta mjög mikið“ Einn vinsæl- asti snappari landsins, Sólrún Diego, fékk yfir sig holskeflu af gagnrýni í vikunni. Var hún sökuð um að að neita að auglýsa styrktar- reikning fyrir aðstandendur fjölskyldu frá Hrísey sem lést í hræðilegu slysi föstudaginn 2. nóvember. Var Sólrún, sem um 20 þús- und manns fylgjast með daglega á samfé- lagsmiðlinum, einnig sökuð um að hafa viljað greiðslu fyrir aug- lýsinguna. Sólrúnu var brugðið yfir ásökununum og sagði þær úr lausu lofti gripnar. „Fyrir mér er þetta ekki einu sinni orðrómur heldur aðför að minni persónu,“ sagði Sólrún í viðtali við Pressuna. egill: að halda vinstri árunni hreinni Egill Helgason fór yfir refskákina sem er í gangi í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Að hans mati er stór hluti baklands Vinstri grænna á móti þeirri hugmynd að fara í stjórn með Sjálfstæðis- flokki. Því væri mik- ilvægt fyrir Katrínu Jakobsdóttur, formann flokksins, að fá Samfylkinguna með í stjórn og gera flokkinn þannig „meðsekan“. Það vilji Samfylkingin ekki. Þá telur hann að yfirlýs- ingar Bjarna Benediktssonar um tvo stjórnarmyndunarkosti, ann- an án Vinstri grænna, vera skilaboð til VG um að ef flokkurinn hiki of lengi þá missi hann af tækifærinu. Björn Teitsson Er ástríðufullur áhugamaður um chili og allt sem ávextinum tengist. Mynd Brynja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.