Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 17
Helgarblað 10. nóvember 2017 fréttir 17
Aðflutt
landslag
Pétur Thomsen: „Þessi mynd úr
seríunni Aðflutt landslag er ein af
mínum uppáhaldsmyndum.
Aðflutt landslag er sería sem
ég vann á árunum 2003 til 2013.
Ég vildi fylgja landinu eftir í þeim
miklu breytingum sem áttu sér
stað vegna byggingar stíflunnar við
Kárahnjúka. Myndin er tekin þar sem
stíflan er núna og sýnir jarðýtur ýta
jarðveginum ofan af berginu og ofan
í Hafrahvammagljúfur til að undirbúa
stíflustæðið.“
„Ég vildi fylgja
landinu eftir í
þeim miklu breyting-
um sem áttu sér stað
vegna byggingar stífl-
unnar við Kárahnjúka.
Myndin er tekinn þar
sem stíflan er núna
og sýnir jarðýtur ýta
jarðveginum ofan
af berginu og ofan í
Hafrahvammagljúfur
til að undirbúa stíflu-
stæðið.
Philippa og Emily
Davíð Þorsteinsson: „Myndin af ensku stúlkunum Phillippu og Emily var tekin í júlí árið 2015 á verönd Dönsku kráarinnar í Ingólfsstræti,
Reykjavík. Ekki fóru mörg orð okkar á milli við tökuna en mér eru báðar minnisstæðar fyrir yndisþokka og kurteisi. Myndin sjálf minnir mig á
sumar og sól og kvenlega fegurð - allt það sem við vildum síst án vera.“
Vigdís Finnbogadóttir
Gunnar V. Andrésson: „Myndin er tekin árið 1980 þegar ég ásamt ungum blaða-
manni, Páli Magnússyni, sem nú situr á þingi, höfðum það verkefni að fylgja Vigdísi
um Snæfellsnes á kosningaferðalagi í undirbúningi að forsetakosningum. Við vorum
drifin inn í kaffi í húsi í Ólafsvík og að því loknu gengum við Palli út á undan Vigdísi og
ég sagði: „Við látum hana hoppa París. Það rímar svo vel við alla frönskuna.“ Ég spurði
Vigdísi síðan hún væri til í að hoppa París fyrir mig. „Það skal ég gera, Gunni minn,“
sagði hún.
Vigdís hvíslaði því eitt sinn í eyra mitt að henni þætti afskaplega vænt um þessa
mynd. Mér þykir það sömuleiðis.“