Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Side 28
Vikublað 10. nóvember 2017 4
Inn
lit
Íbúar
Guðrún J. Halldórsdóttir, 43 ára,
Jóhann Blöndal Þorgeirsson, 43
ára, Viktor Orri Jakobsson, 15 ára,
Mikael Kári Jóhannsson, 8 ára, og
hundurinn Þorri.
stærð
110 fermetrar
staður
Bústaðahverfið í Reykjavík
byggingarár
2007
Guðrún J. Halldórsdóttir útskrifaðist sem innanhúss-hönnuður frá Academia
Italiana í Flórens árið 2002. Hún
starfaði sem innanhússhönnuð-
ur í mörg ár, og vann bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki, en pistlar
hennar á vefritinu pjatt.is vöktu
einnig mikla lukku á árunum 2011
til 2015.
Fyrir um þremur árum tók sköp-
unarþörf Guðrúnar aðra stefnu.
Hún skráði sig á keramíknámskeið
og síðan hefur leirgerðin átt huga
hennar allan. Hún lauk ker-
amíknámi frá Myndlistaskólanum í
Reykjavík síðasta vor og stundar nú
meistaranám í listkennslufræðum
við Listaháskóla Íslands.
„Ég var alltaf að hanna fyrir
aðra og þráði að skapa list út frá
mínum eigin hugarheimi,“ segir
Guðrún.
„Innanhússhönnun snýst svo
mikið um hvað öðrum hentar en
með leirnum byrjaði ég að skapa
mitt eigið. Ég hef mikinn áhuga
á sýnileika íslenskrar leirlistar. Í
meistaranáminu er ég að rannsaka
efnið, íslenska leirinn, og allt sem
tengist þessu listformi hér á landi.“
Leirlistin er mjög karlmannlegt fag
„Karlmenn eru mjög áberandi í
þessu fagi alls staðar annars staðar
en á Íslandi sem er svolítið sér-
stakt af því upphafsmaðurinn var
Guðmundur frá Miðdal. Síðar kom
Ragnar Kjartansson sem stofnaði
Glit. Ég veit ekki hvernig stendur
á því að svo fáir karlar eru í þessu
í dag, kannski er það vegna þess
að listformið er svo ungt? Þetta
er samt mjög karlmannlegt fag í
sjálfu sér. Það er erfitt að renna leir
á rennibekk og maður er að rogast
með mjög þungan efnivið. Þetta er
auðvitað ekki eins og í myndinni
Ghost þótt við séum nú flestar með
Patrick á herðunum þegar við erum
að renna. Auðvitað væri frábært að
fá aðra karlmenn en Patrick í
þetta fag, – eins og önnur fög
þar sem konur eru allsráð-
andi,“ segir hún.
Hún segir að á hinum
Norður löndunum sé þessari grein
gert mun hærra undir höfði en hér
á Íslandi og tekur Finna sem dæmi.
„Í Finnlandi er almenningur
mjög meðvitaður um hvaða
hönnuðir eru á bak við bollana og
diskana sem fólk notar á hverj-
um degi. Þar þekkir fólk vel til
nytjalistar enda hafa Finnar alltaf
verið mjög framarlega á þessu sviði
og gert sínu listafólki hátt undir
höfði. Dæmi um þessa velgengni
eru til dæmis Iittala-vörurnar og
Múmínbollarnir sem sjást nú á
öðru hverju heimili hér á landi,“
segir Guðrún að lokum.
KeramiK er
Karlmannleg
guðrún J. Halldórsdóttir fór úr innanhússhönnun
í leirgerðarlist til að fá útrás fyrir sköpunarþörfina
guðmundur frá miðdal Í
góðum félagsskap Rjúpurnar
hans Guðmundar frá Miðdal njóta sín vel
undir gríðarstóru horni af afrísku nauti.
átrúnaðargoðið Plötuspilarinn er síðan 1940 og hann kemur frá Berlín. Hann
virkar ennþá, ótrúlegt en satt.
„Ég veit ekki
hvernig
stendur á því að
svo fáir karlar eru
í þessu í dag.
guðrún J. Halldórsdóttir
„Karlmenn eru mjög áberandi í þessu fagi
alls staðar annars staðar en á Íslandi sem
er svolítið sérstakt af því upphafsmaðurinn
var Guðmundur frá Miðdal. Myndir Brynja