Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 30
Vikublað 10. nóvember 2017 6 Um aðlögun að tímabreytingum á ferðalögum Með aukningu á ferða-lögum landa á milli og lengri ferðum, sem taka styttri tíma hefur vandamál með aðlögun að breyttum tíma sem fylgir því að ferðast yfir mörg tímabelti orðið vel þekkt. Það er stundum nefnt þotuþreyta (e. jet lag). Ástæðan er sú að mjög skyndi- lega verður mikil breyting á svefn- og vökutíma, þannig að líkaminn (og sálin) á bágt með að fylgjast með breytingunni. Afleiðing þessa verður mikil þreyta, sljóleiki og dofatilfinning. Aðlögun er mikilvæg Þetta er sérlega bagalegt fyrir íþróttafólk sem er á leið í keppni og þarf að vera í sem bestu formi. Þess vegna er mikilvægt að tíma- aðlögunin gangi sem best fyrir sig. Almennt er reiknað með að það taki einn sólarhring að aðlagast hverri klukkustund sem klukkan breytist. Þetta er þó einstaklings- bundið og fer líka eftir því hvernig maður ber sig að við aðlögunina. Flestum gengur betur að ferðast í vesturveg en austurátt. Það byggist á því að þá færist svefntíminn aftur eins og þegar maður vakir fram eftir á kvöldin. Hann þarf hins vegar að færast fram þegar farið er í austur, og það gengur venjulega verr. Flestir þurfa að vaka lágmarkstíma og verða þreyttir áður en þeir geta sofnað. Þetta þýðir að maður þarf að vakna fyrr en maður er vanur og halda sér vakandi yfir daginn þegar farið er í austur. Þegar farið er í vestur þarf maður hins vegar að vaka lengur en venjulega til að komast inn í Byrjaðu snemma Ef tímamunur er mikill er gott að byrja, sé það mögulegt, að undirbúa sig fyrir breytinguna áður en lagt er af stað eða meðan ferðast er. Þá er ágætt að stilla klukkuna á tíma áfangastaðarins og byrja að lifa sem mest eftir henni. Þjáist þú af þotuþreytu? rétta dægursveiflu. Vakan kemur á undan svefninum. Annað atriði sem hefur áhrif á tímaaðlögun er líkamsklukkan í okkur. Í hverju okkar er innbyggður eiginleiki sem skiptir tímanum í vökutímabil (dag) og hvíldartíma (nótt). Rann- sóknir sýna að lengd innbyggða sólarhringsins er mislöng hjá fólki. Flestir virðast þó hafa sólar- hringinn 25–27 klst. þ.e.a.s. lengri en hinn raunverulegi sólarhringur er. Það skýrir líka hvers vegna betur gengur að aðlagast tímabreytingum á ferðum vestur á bóginn. Þá er sólarhringurinn að lengjast. Reglusemi og góður undirbúningur Ef tímamunur er mikill er gott að byrja, sé það mögulegt, að undirbúa sig fyrir breytinguna áður en lagt er af stað eða meðan ferðast er. Þá er ágætt að stilla klukkuna á tíma áfangastaðarins og byrja að lifa sem mest eftir henni. Takist það gengur betur að jafna sig þegar áfangastað er náð. Einnig er þýðingarmikið að vera reglusöm með svefn og vöku meðan á aðlöguninni stendur og alls ekki leyfa sér að sofna á daginn eða að sofa fram eftir á morgnana. Þá lengist aðlögunartíminn og verður erfiðari. Fleiri greinar um heilsutengd mál má lesa á vefnum doktor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.