Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 34
2 Betri borgarar Helgarblað 10. nóvember 2017KYNNINGARBLAÐ Já, hann er mættur,“ segir Haraldur Anton hjá Lebowski Bar, aðspurður hvort jólaham- borgarinn sé kominn á mat- seðilinn. Jólaborgarinn hefur verið í boði undanfarin fimm ár og verður sífellt vinsælli. Að sögn Haraldar fara margir viðskiptavinir staðarins að spyrja eftir borgaranum þegar haustið gengur í garð. En hvað er í þessum vinsæla ham- borgara: „Kjötið er purusteik og síðan er það rauðkál, sultaður rauðlaukur, camembert-ostur, jólasinnepssósan okkar og þetta er síðan borið fram með sætum frönskum kartöflum,“ segir Haraldur. Eldhúsið á Lebowski Bar er opið frá 11 á morgnana til tíu á kvöldin og er því hægt að gæða sér á purusteikar- borgaranum í hádeginu eða kvöldmat. Svo skemmir ekki fyrir ef þessu er skolað niður með malt og appelsín, ja, eða bara einum ísköldum. Staður- inn sjálfur er opinn frá 11 til 01 á næturnar á virkum dögum og um helgar er opið framund- ir morgun eða til um 4.30. Lebowski Bar er vinsæll staður og hann sækir alls konar fólk. Að sögn Haraldar Antons er töluvert að gera í hádeginu: „Hingað koma til dæmis iðnaðarmenn og skólanemar og fá sér í svanginn í hádeginu og síðan er töluvert af erlendum ferða- mönnum,“ segir hann. Prýðileg kráarstemning er á staðnum á kvöldin og hefst raunar fyrr: „Fólk fer að streyma hingað inn um leið og „happy hour“ byrjar en það er alla daga frá klukkan 16 til 19. Þá er hægt að fá bjór eða rauðvínsglas á 750 krónur eða fá sérvalinn og dýrari bjór á 850 krónur. Við erum með alla aldursflóruna, fólk frá tvítugu og alveg upp í um 75 ára því við bjóðum upp á klassíska rokktónlist frá sjötta til níunda áratugarins sem höfðar jafnt til ungra sem þeirra eldri,“ segir Haraldur Anton. Þó fer Eagles aldrei á fóninn! Nánari upplýsingar á Facebook-síðunni Le- bowskibar og vefsíðunni lebowskibar.is. Purusteikarborgarinn er mættur LEBowSKI BAR, LAuGVEGI 20, 101 REYKJAVíK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.