Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Síða 36
4 Betri borgarar Helgarblað 10. nóvember 2017KYNNINGARBLAÐ Ef lýsa ætti hamborgur-unum á Block Burger í aðeins einu orði þá væri það orðið ferskleiki. Kjötið í borgurunum er sérvalið 100% íslenskt úrvals ungnautakjöt sem hefur fengið hámarks- merjun við bestu aðstæður. Kjötið sem Block Burger fær afhent frá sínum framleið- anda er síðan skorið niður, hakkað og búnar til úr því 120 gramma kúlur sem fara í hamborgarana á staðnum. Ferskara og gæðameira verður hamborgarakjöt ekki. Hamborgarabrauðin koma daglega og eru sérbökuð fyrir Block Burger. Annað sem gefur Block Burger-hamborgurunum sérstöðu er Block-sósan sem gerð er á staðnum og notuð í flesta hamborgara í stað hinnar útbreiddu kokteilsósu. Block Burger hóf starf- semi í ágúst árið 2015 og er á sama stað og veitinga- staðurinn Grænn kostur var áður, eða í bakhúsi að Skólavörðustíg 8. Opið er alla daga vikunnar frá kl. 11 til 21. Viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur en ekki kemur á óvart að erlendir ferðamenn sæki staðinn mikið enda er hann við eina mestu túrista- götu landsins. Vinnandi fólk í miðbænum og skólanemar snæða líka oft á Block Burger í hádeginu. Borgari vikunnar Eins og fyrr segir skapar hið frábæra sérvalda kjöt, sér- bakaða brauð og sérlagaða sósa borgurunum á Block Burger sérstöðu. En oft er líka í boði borgari vikunnar. Þar má nefna hamborgara eins og Bearnaise Block, BBQ Block, Monky Block sem er með hnetusmjöri og banön- um, Double Cheese Block og fleiri. Margt spennandi er framundan í þessum sérrétt- um en fólk getur fylgst með borgara vikunnar á Face- book-síðu og Instagram-síðu Block Burger. Ferskleiki sem stendur undir nafni BlOCK BurGEr, SKólAVörðuStíG 8 (BAKHúS) Double Block tvöfaldur hamborgari (240 g) með osti, káli, tómat og Block-sósu Bacon Block með beikoni, osti, káli, tómat og Block-sósu Veggie Block með osti, káli, tómat og Block-sósu Basic Block með osti, káli, tómat og Block-sósu Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.