Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Page 43
KYNNING Skrifstofuvörur.is er nýr vefur sem býður fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum ýmsar skrifstofu- og skólavörur á góðu verði. Vefverslunin býður upp á þekktar vörur eins og Leitz, Bic, Pentel, 3M og fleiri en einnig er hægt að kaupa minna þekktar vörur sem eru jafn- framt nokkuð ódýrari. Markmiðið: lækka verð „Markmiðið með opnun vefverslun- arinnar er að lækka verð á skrifstofu- og skólavörum hér á landi. Með því að nýta okkur samkeyrslu upplýsinga getum við leyft okkur að hámarka veltuhraða og minnka rekstrarkostn- að,“ segir Jón Sigurðsson fram- kvæmdastjóri. Öll virðiskeðjan er svo að segja sjálfvirk, allt frá því að við- skiptavinurinn pantar þar til hann fær vörurnar í hendurnar. „Skrifstofu- og skólavörur eru hlutir sem okkur vantar iðulega aldrei strax í gær, þetta eru vörur sem við getum skipulagt inn- kaup á,“ segir Jón. „Þegar við seljend- ur fáum svigrúm náum við að skipu- leggja innkaupin betur og getum þar af leiðandi boðið betra verð.“ Engir afsláttarleikir, engir VIP- kúnnar bara gott verð Þegar þetta er skrifað þá kostar kassi (50 stk.) af bláa Bic-pennanum 8.450 kr. í A4 á meðan sami kassi kostar 5.513 kr. hjá Skrifstofuvörum eða er um 35% ódýrari. Kassi (12 stk.) af græna Pentel-kúlutússpenn- anum kostar hjá Pennanum 4.668 en 2.655 hjá Skrif- stofuvörum eða er um 43% ódýrari. Vöruheiti og lýsingar eru á ensku „Við völdum þá leið að nýta vöruheiti og vörulýsingar sem eru á ensku beint frá framleiðendum og birta þær þannig á vefverslun- inni. Alþjóð- legar keðjur á Íslandi eins og Bauhaus og Costco eru með vöruheiti og lýsingar á þýsku og ensku, til að geta keppt við þessa aðila og erlendar vefversl- anir getum við ekki eytt stórum fjárhæðum í þýðingar á vöruheitum og vörulýsing- um. Við elskum íslensku en þetta er einfaldlega hluti af hnattvæðingunni,“ segir Jón. Yfir 2.000 vörur „Í dag er hægt að velja um rúm- lega 2.000 vörur á www. skriftofu- vorur.is, við komum til með að bæta reglulega við okkur nýjum vörum og vöruflokkum þannig að það er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að tengja sig inn á Face- book-síðuna okkar en þar munum birta ýmsan fróðleik og tilkynningar,“ segir Jón enn fremur. Flutningskostnaður innanlands uppi á borðinu Jón telur að flutningskostnaður hjá Skrifstofuvörum.is sé sanngjarn og að fyrirtækið vilji ekki fara þá leið að fela flutningskostnað í vöruverði: „Allur flutningskostnaður innan- lands er uppi á borðinu hjá okkur, við hækkum ekki vöruverðið til að bjóða ókeypis sendingar. Þyngd allra vara sem við seljum er þekkt og reiknar vefverslunin sendingar- kostnað í samræmi við verðlista Íslandspósts hverju sinni. Viðskipta- vinir geta valið hvort þeir vilji vörurnar alla leið heim eða á næsta pósthús en við lítum á allt landið sem sama póstsvæði, þannig að það er sama verð á sendingum hvar sem viðskiptavinurinn býr á landinu.“ Öllum pöntunum fylgir svo veglegur nammiglaðning- ur óháð upphæð. „Svartur föstu- dagur er á næsta leiti og þá eigum við eftir að gera eitthvað rosalega skemmtilegt,“ segir Jón að lokum. Betra verð á skrif- stofu- og skólavörum PrentVÖrur ehF. oPnAr nýJA VeFVerSLun: SKriFStoFuVorur.iS Möppur í miklu úrvali á góðu verði Geymslubox í úrvali – gott verð Jón Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.