Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Side 44
Vikublað 10. nóvember 2017 12 Orðabanki Birtu: Hundslappadrífa Nú þegar snjóað hefur í Esjuna er tilvalið að fjalla um þetta skrítna og skemmti-lega orð yfir uppáhaldstegund okkar af snjókomu, – nefnilega þessar fallegu mjúku flyksur sem minna á hinn fullkomna jólasnjó. Ævintýraleg Disney-jól. Orðið hundslappadrífa er myndað úr sam- setta orðinu hunds-lappir og orðinu drífa sem merkir einfaldlega snjókoma. Hundslappadrífa er mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, einnig nefnd skæðadrífa eða logndrífa. Fyrir vestan er snjókoma í logni einnig nefnd kafaldsmygl- ingur, hjaldur, lognkafald eða ryk. „Þau tóku undir sig stökk, hún á undan, og hnipruðu sig í skjól undir slútandi kletti og horfðu um stund agndofa á haglið, hvernig það buldi á fjöru- grjótinu; smámsaman mýktist það, breyttist fyrst í hundslappadrífu, síðan slyddu, seinast hreint regn.“ Halldór Laxness, Salka Valka - Þú vínviður hreini, 16. kafli, síða 141. „Það er eitt að vera ungur og fátækur, en að vera gamall og fátækur er ömurlegasta samsetning í mannlífinu. Steinunn Sigurðardóttir – Tímaþjófurinn 54 ára 73 ára 45 ára brynja Þorgeirsdóttir Starf: Fjölmiðlakona Fædd: 14. nóvember 1974 Þórhallur gunnarsson Starf: Fjölmiðlamaður Fæddur: 11. nóvember 1963 erna ómarsdóttir Starf: Dansari Fædd: 15. nóvember 1972 björn bjarnason Starf: Fyrrverandi ráðherra Fæddur: 14. nóvember 1944 43 ára Vel mælt Stórar, fallegar flyksur sem falla rólega af himnum Úr íslensku orðabókinni Hundslappadrífa KVK • mikil og stórflygsótt snjókoma í logni, skæðadrífa Samheiti hrognkelsadrífa, logndrífa, skæðadrífa, molla, molludrífa, molluhríð, síladrífa, snjókoma, snjómugga Afmælisbörn vikunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.