Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 56
Helgarblað 10. nóvember 201732 Bækur
Þ
að er ánægjulegt að enn
fyrirfinnist rithöfundar á
Íslandi sem ekki leita hóf
anna í sakamálafrásögn
um, með fullri virðingu fyrir þeim
bókmenntum og höfundum. Á
meðal þeirra rithöfunda er Krist
ín Steinsdóttir sem nýlega sendi
frá sér bókina Ekki vera sár. Krist
ín sem til langs tíma hefur verið
á meðal fremstu barnabókar
höfunda landsins, og hlotið hin
ar ýmsu viðurkenningar, hefur
einnig sent frá sér bækur ætlað
ar fullorðnum, nú síðast áður
nefnda Ekki vera sár. Í bókinni
kynnumst við Imbu, Ingibjörgu,
sem loks hefur látið af því verða,
þvert gegn vilja eiginmanns síns,
Jónasar, að láta af kennslu og fara
á eftirlaun. Þar sem Imba stendur
á tímamótum í lífi sínu, og börnin
uppkomin, þá reikar hugur henn
ar aftur í tímann, til bernskunnar
og alls þess sem henni fylgdi;
gleði, sorgar, ónýttra tækifæra og
þess sem kynni að hafa orðið en
aldrei varð.
En fram undan kann að leyn
ast tímabil nýrra ævintýra – tími
nýrra og gamalla drauma sem
rætast. Það eru ljón í veginum;
eiginmaður Imbu hefur allt aðrar
hugmyndir í kollinum. Hann á
rætur að rekja í Hvalfjörðinn og
ákveður að taka
sumarbústað
sem þau hjónin
eiga þar í gegn.
Fyrr en varir eru
hjónin komin í
fjarbúð; hann í
Hvalfirði, hægt
og rólega að
breytast í nátt
úrubarn, og hún
í höfuðborginni
þar sem hjarta
hennar slær.
Innan skamms koma í ljós
brotalamir sem hugsanlega hafa
verið til staðar allar götur síðan
Imba og Jónas rugluðu saman
reytum.
Samhliða því sem hjónin fjar
lægjast hvort annað speglast for
tíðin í nútímanum og Imba gerir
sér grein fyrir að hún hefur lifað
öll sín fullorðinsár á forsendum
Jónasar og skynjar að tími er til
kominn að standa með sjálfri sér.
Spurningin snýst um hvort hún
sé fær um það eftir allan þenn
an tíma. Inn í söguna blandast
systkin Imbu, vinkonur og vinir
frá æskuárum, en einnig gamlir
draugar frá fyrstu hjúskaparárum
hennar og Jónasar.
Ekki er laust við að manni finn
ist sem um sé að ræða raunveru
legar persónur og þá ekki síst í því
sem snýr að bernsku Imbu. En
einnig standa manni nánast ljós
lifandi fyrir sjónum Imba sjálf,
tvístígandi á efri árum, Jónas, ró
legur og heimakær, Gurra, systir
Imbu, hálfgert tryppi, og dætur
Imbu og Jónasar andstæðir pólar.
Kristín Steinsdóttir færir þetta
uppgjör í orð á hófstilltan máta.
Hvergi ber á tilgerð eða uppskrúf
uðum stíl og lesandinn
er leiddur blátt áfram
í gegnum hugarheim
Imbu. Til finningum
eru gerð skil á trúverð
ugan máta, hvort held
ur er reiði, biturð, ást,
söknuði eða væntum
þykju.
Ekki vera sár er trú
verðug og mannleg frá
sögn af manneskju á
krossgötum sem stend
ur frammi fyrir því að
endurskoða lífshlaup
sitt á lokametrunum
sem þó marka nýtt upphaf. n
Kristín Steinsdóttir Færir þetta
uppgjör í orð á hófstilltan máta.
Kolbeinn Þorsteinsson
kolbeinn@dv.is
Bækur
Ekki vera sár
Höfundur: Kristín Steinsdóttir
Útgefandi: Vaka-Helgafell
212 bls.
Trúverðug
og mannleg
frásögn
Ö
rninn og fálkinn er söguleg
skáldsaga eftir Val Gunnars
son sem hefur fengið mikla
athygli í haust og ekki að
ástæðulausu því hún fjallar um
stærsta „hvað ef“ Íslandssögunn
ar. Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á
undan Bretum að hernema Ísland?
Samstarf eða andspyrna
Bókinni er skipt niður í tvo megin
kafla og svo stutt lokauppgjör. Fyrri
hlutinn fjallar um upphaf her
námsins og sá seinni um íslensku
andspyrnuhreyfinguna en hafa
verður í huga að stöðugt er flakk
að fram og aftur í tíma. Bókin hefst
með landgöngu Þjóðverja í Reykja
víkurhöfn og fyrsta dauðsfallinu.
Hér er strax sleginn tónninn fyrir
það sem margir geta ímyndað sér
að hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu
numið hér land. Í augum flestra var
hernám Breta jákvæður viðburður
þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórnar
innar og öfundsýki einhleypra ís
lenskra karlmanna út í dátana.
Bretarnir komu með peninga inn
í landið, uppbyggingu mannvirkja
og samgangna og síðast en ekki síst
vernd fyrir hinum blóðþyrstu nas
istum.
Bókin er séð frá augum ungs
karlmanns sem vinnur við síma
svörun í Landsímahúsinu. Hann er
hvorki hetja né raggeit en rambar
mitt inn í heimsstyrjöldina fyrir al
gera tilviljun. Hann er ástfanginn
af ungri konu frá Austfjörðum sem
er svo pólitísk að hann dregst með
henni inn í hildarleikinn miðjan.
Í fyrri hlutanum er bókin
sterkust því þar er aðallega fylgst
með því hvernig íslenskt samfélag
bregst við hernáminu. Margir vilja
sjálfsagt trúa því að Íslendingar
hefðu barist til hinsta manns eða
að minnsta kosti beitt Þjóðverja
borgaralegri óhlýðni. En senni
lega er greining Vals rétt og Ís
lendingar hefðu flest
ir flotið með og gert
það besta úr stöð
unni. Áhugaverðast
er hvernig Valur
leyfir sér að spá fyrir
um hvernig stjórn
málamenn þess
tíma hefðu brugðist
við komu Þjóðverja,
hverjir hefðu orðið
meðvirkir og hverj
ir hefðu veitt við
spyrnu.
Breytist í bíómynd
Í seinni hlutanum sjáum við þekkt
stef úr sögu heimsstyrjaldarinnar á
meginlandi Evrópu
eins og grimmi
legar fangabúðir,
örvæntingarfulla
andspyrnu og aftök
ur án dóms og laga.
Þetta er martröðin
sem hefði getað
orðið.
Hér er hlutverk
aðalsögupersónunn
ar orðið veigameira
og hann verður ger
andi en ekki áhorf
andi. En fyrir vikið
verður sagan ekki
jafn áhugaverð og í fyrri hlutanum.
Það sem áður var að miklu leyti
samfélagsrýni og ádeila breytist
snögglega í hreinræktaðan hasar
og í lokin er bókin farin að minna
á kvikmyndir um James Bond eða
stríðsmyndir á borð við Where
Eagles Dare og The Dirty Dozen.
Styrkleiki seinni hlutans er þó
sá að höfundurinn leyfir sér enn
þá að nota þekkt nöfn úr Íslands
sögunni og ráðstafa lífi þeirra og
limum að vild. Einhverra hluta
vegna snertir þetta lesandann þó
að hann viti að þessir einstaklingar
hafi lifað allt annars konar lífi.
Lesendum haldið við efnið
Innan háskólanna er lamið á fing
ur ungra sagnfræðinga sem leyfa
sér að geta sér til um hvað hefði
getað gerst. Önnur saga, eða Alt
History, er ekki vel séð en innan
skáldskaparins er allt leyfilegt og
þar geta sagnfræðingar sleppt fram
af sér beislinu. Örninn og fálkinn
er ágætis saga sem fer þó fram úr
sér. Ekki er hægt að verjast þeirri
hugsun að hún hefði orðið betri ef
aðalsöguhetjan hefði sleppt því að
ganga í andspyrnuhreyfinguna og
staðið frekar áfram á hliðarlínunni.
Bókin er vel skrifuð og af mik
illi þekkingu um þennan tíma. Af
og til finnst manni þó seilst langt til
að koma öllum hinum sagnfræði
legum molum að og stundum fell
ur höfundur í þá freistni að vera
sniðugur og minnast á hluti sem
tengjast sögunni ekki neitt. En að
fylgjast með meintum viðbrögð
um bæði þekktra Íslendinga og al
mennings við hernámi nasista er
nóg til að halda lesandanum við
efnið og fá hann til að velta vöng
um.n
Leikið sér með örlög fólks
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Bækur
Örninn og fálkinn
Höfundur: Valur Gunnarsson
Útgefandi: Mál og menning
438 bls.