Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Qupperneq 60
Helgarblað 10. nóvember 201736 Bækur F yrr á árinu kom út ljóðabók­ in Sprungur eftir ljóðskáldið Jón Örn Loðmfjörð. Undan­ farið hefur Jón getið sér orð á samfélagsmiðlum og á djamm­ inu sem ljóðagjörningalistamað­ ur og er orðin það stór persóna að það væri harla ómögulegt að fjalla um ljóðabókina hans án þess að minnast á persónu Jóns, eða Lomma eins og hann kallast á ver­ aldarvefnum. En á rafrænum stöð­ um eins og Facebook og Twitter leikur ljóðatröllið Lommi lausum hala með spámannlega sýn að vopni þar sem hann afhjúpar klisjukenndan veruleika nútímans og staðnaða orðræðu hans með ljóðrænum athugasemdum og endurteknum spurningum eins og: „Hver er staða ljóðsins?“ hvort sem umræðuefnið er pólitík, bók­ menntir eða fréttaflutningur. Að brjóta niður og afhjúpa Á sama hátt og persónan Lommi afhjúpar klisjur samtímans má segja að ljóðin í Sprungum séu eins konar tilraun til þess að af­ hjúpa, afklæða og brjóta til mergj­ ar samfélagið og allt sem í því felst. Þar notar hann einnig endurtekna orðaröð til þess að tengja saman ólík málefni og grafa undan hefð­ bundinni umræðu um þau. Þar má nefna ljóð þar sem allar setn­ ingar byrja á „það er ekki leiðin­ legt að“ og í kjölfarið eru nefndar ýmsar iðjur til þess að klára stað­ hæfinguna. Stundum verða setn­ ingarnar fyndnar, öðrum stund­ um afhjúpandi, einstaka sinnum uggandi en alltaf svolítið sniðugar. Ljóðin í Sprungum eru nokkurs konar árás að hætti Grimmdar­ leikhússins sem var og hét um miðja 20. öld í París. Sú stefna miðaðist að því að brjóta niður kerfi samtímans líkt og tungumál­ ið, í veikri von um að hægt væri að byggja þau upp á betri hátt síðar. Að þessu leyti má líkja ljóðunum í Sprungum við ofbeldi eða grimmd sem má deila um hvort sé sam­ tíma okkar nauðsynleg til þess að brjóta niður kerfin sem við hugs­ um eftir. Í mörgum ljóðanna birtast and­ stæður fegurðar og ljótleika, róm­ antíkur og hryllings, ljóðrænu og kláms o.fl. En þessar andstæður takast ekki beint á, heldur vinna þær saman. Það er eins og Jón neiti að viðurkenna hefðbundin andstæðupör og vilji frekar brjóta niður hugmyndirnar um and­ stæður. Þannig sýnir hann fram á að fegurðin geti búið í ljótleikan­ um á sama hátt og ljótleikinn geti búið í fegurðinni. Sprungur er gefin út í 300 ein­ tökum og er hver kápa einstök. Þar mætast tvö ferköntuð form og á milli þeirra er sprunga. Hver sprunga er einstök alveg eins og hver lestur er einstakur. Hin eins­ taka sprunga hverrar kápu gæti táknað skilin á milli andstæðupara sem Jón reynir að brjóta upp í bók­ inni. Kápan er enn fremur svört og hvít, sem er líklega þekktasta og viðurkenndasta andstæðupar fyrr og síðar, sem rennir óneitanlega stoðum undir þessar vangaveltur um þýðingu kápunnar. Það eru engar reglur til Sprungur er í sjálfu sér árás. Eins konar verk sem samið er til höf­ uðs ljóðrænunni, til þess að brjóta niður veggi á milli þess sem hefð­ in telur vera ljóðrænt og þess sem fellur utan við þá skilgreiningu. Bókin er afsprengi ákveðinnar kynslóðar ljóðskálda sem hafa tekið það að sér að pönkast í ljóð­ inu og reyna sitt besta við að finna ljóðrænu í því sem alla jafna er ekki talið ljóðrænt. Ef saga af fyrstu klám­ reynslunni er klippt niður í nægilega auðmeltanlega búta og raðað upp á svolítið skemmti­ legan hátt þá er hægt að samþykkja að um sé að ræða ljóð. Þannig lítur ljóð jú út, og það eru engar reglur til sem segja hvað ljóð megi fjalla um og hvað ekki. Sterkustu ljóðin eru að mati gagn­ rýnanda þau þar sem Jón sýn­ ir fram á mesta einlægni eins og í ljóðunum „rannsóknastofa“ og „verkfæri“ eða þegar hann nýtir uppbyggingu ljóða og setur í nýtt samhengi líkt og í „hverfisgatan hefur ekki gert okkur neitt“. Það sem gagnrýnandi finnur helst Sprungum til foráttu er sú sama og honum hefur alltaf fund­ ist vanta í Grimmdarleikhúsið. Það er gott og blessað að brjóta niður kerfin, rífa niður valdið, boða anarkisma, setja af stað óeirðir, berja pottlok og allt það. En þegar upp er staðið þá vantar alltaf einhvers konar úrlausn. Því þegar allt er í molum þá þarf sterka hugsjón til að byggja eitt­ hvað upp á nýtt. Það er klisja sem er sönn. n „Það er ekki leiðinlegt“ að lesa ljóðabók M istur er þriðja bókin sem ég les eftir spennu­ sagnahöfundinn Ragnar Jónas son. Þessar þrjár hef ég lesið í tímaröð og þær eru hver annarri betri. Dómar gagn­ rýnenda benda jafnframt til þess að fyrstu sögur hans, sem ég hef ekki lesið, séu slakastar og að hon­ um virðist fara fram með hverri bók. Mistur er besta bókin sem ég hef lesið eftir hann. Flestir skáldsagnahöfundar hafa mismunandi styrkleika og veikleika þó að til séu snillingar eins og Laxness og Shakespeare sem geta allt. Styrkleikar og veik­ leikar Ragnars eru auðsýnilegir: annars vegar lætur honum mjög vel að flétta sögu, hins vegar er hann ekki burð­ ugur stílisti. Hann er ekki næmur á smáatriði, hann er ekki mynd­ rænn, því síður fyndinn eða hnytt­ inn, samtölin eru oft flatneskjuleg og honum hættir við stagli með því að persónur endur­ taka hugsanir sínar of oft. Með hverri bók virðist Ragnar nýta styrkleika sína betur og lágmarka skaðann af helstu veikleikum sínum. Sögur hans verða sífellt betur uppbyggð­ ar, betur hugsaðar og dýpri. Jafn­ framt því gætir hann þess að færast aldrei of mikið í fang í lýs­ ingum og orðfæri, hann heldur sig við mjög einfaldan og þurran frá­ sagnarstíl, og það gengur upp, les­ andinn gleymir sér í sögunni og saknar ekki frekari stílbragða. Fyrri hluti Misturs er gífurlega spennandi og minnir mann um leið á hve það er orðið sjaldgæft í seinni tíð að spennusögur, jafn­ vel rómaðar spennu­ sögur, séu virkilega spennandi. Þá er ég ekki að tala um spennu í formi eftir­ væntingar eftir því hvað gerist næst, sem er vissulega eftir­ sóknarverð lestrar­ upplifun, heldur að lesandinn nái að verða smeykur, jafn­ vel skelfingu lostinn af og til. Þetta tekst hvað eftir ann­ að í fyrri hluta bókarinnar, þar sem margir spennuþrungnir kaflar ger­ ast á afskekktum sveitabæ í hríðar­ byl. Þrjár til fjórar (fjöldinn er um­ deilanlegur!) persónur eiga þar í samskiptum sem reyna á taugar lesandans. Fyrri hluti bókarinnar er klárlega ekki fyrir myrkfælna. Fjölskylduharmleikur rann­ sóknarlögreglukonunnar Huldu er síðan mögnuð hliðarsaga sem fellur vel að drungalegu efni meginsögunnar. Um miðbik bókarinnar, þegar hinir hræðilegu glæpir sögunnar hafa verið framdir, slaknar á taugaspennunni og við tekur forvitnilegur leiðangur Huldu rannsóknarlögreglukonu að lausn gátunnar. Gátan er afskaplega vel ofin og lesandinn situr sáttur eftir með málalokin. Fyrir utan spennuna og hagan­ lega fléttuna nær sagan þeirri dýpt að mörkin milli góðs og ills verða óljós í henni og hægt er að skilja þær hvatir sem lágu að baki glæp­ unum. Í Mistri eru engin illmenni og samt eru framin hræðileg illvirki í sögunni. Mannlegur harmleikur ræður þar för en ekki illska. Sagan vekur þá spurningu hvort allar manneskjur séu færar um að fremja morð við öfgafullar aðstæður. Mistur er í heildina afskaplega vel heppnuð spennusaga og hefur flest það til að bera sem unnend­ ur spennusagna sækjast eftir – og þá umfram allt spennuna sem er orðin svo fágæt í spennusögum seinni tíma. Ragnar hefur einnig þann kost að hafa flækjurnar í sögum sínum rétt hæfilega mikl­ ar, aldrei svo miklar að lesandinn tapi þræði. Það er hluti af ánægj­ unni við að lesa Mistur, bók sem á vafalaust eftir að færa mörgum lesendum gleðistundir í skamm­ deginu – þó að öðrum þræði sé ánægjan óneitanleg myrk og hrollvekjandi. n Spennusaga sem stendur undir nafni Jóhanna María Einarsdóttir johanna@dv.is Bækur Sprungur Höfundur: Jón Örn Loðmfjörð Útgefandi: Sjálfsútgáfa 67 bls. Jón Örn Loðmfjörð Ragnar Jónasson Með hverri bók virðist Ragnar nýta styrkleika sína betur. Mynd biLLwAtERs Ágúst borgþór sverrisson agustb@dv.is Bækur Mistur Höfundur: Jónas Reynir Gunnarsson Útgefandi: Veröld 256 bls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.