Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 10. nóvember 2017 61. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Auðvelt að versla á byko.is Jól í BYKO NÝTT BLAÐ Stútfullt af jóla- og g jafavöru ásamt frábærum tilboðum HARÐPARKET Sea Breeze 1.195kr./m2 0113456 Almennt verð 1.698 kr./m2 Tilboð! Frábært verð á gæðavöru 25% AFSLÁTTUR af glösum Skoðaðu tilboðin á byko.is Jólaljós í öllum stærðum og gerðum KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. Ve rð gi ld a t il o g m eð 15 . n óv em be r 2 01 7 e ða á m eð an b irg ði r e nd as t. DJÚPSTEIKIR með AirFryer, 2l. hitatæki. 7.995kr. 65103471 Sjáðu verðið! Gerðu frábær kaup! „Low-fat“ steiking Tilboð! RAFHLÖÐUBORVÉL PSR 18 LI-2. Snúningshraði 0-400/1340 sn/mín, hersla 46 Nm, 10 herslustillingar, 10mm patróna, skrúfar allt að 10mm skrúfur, borar allt að 10mm í stál og 35mm í tré. Kemur með 2x2,5Ah rafhlöðum og hleðslutæki. 25.995kr. 74864131 Almennt verð: 29.995 kr. Tvær rafhlöður fylg ja! LED BORÐI 1m, má vera úti IP65, hægt að stilla á tónlistar- stillingu, stýrt með fjarstýringu. 2.995kr. 52269444 Almennt verð: 4.995 kr. Tilboð! 1m 40% AFSLÁTTUR BONO! Raftittlingur Bubba n Í vikunni fjallaði útvarps- þátturinn Lestin á Rás 1 um sögu hins umdeilda vélræna hljóms „auto-tune“ sem tón- listarframleiðendur hafa not- að til þess að lagfæra falskar nótur söngvara. Hljómurinn verður sífellt meira áberandi í tónlistar sköpun samtímans og það er einn reynslumesti tón- listarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, ekki ánægður með. „Auto-tune í söng er svipað og að geldingur fái sér raftitt- ling,“ sagði Bubbi á Twitter-síðu sinni við litla hrifningu yngri tónlistar manna sem vörðu auto-tune-ið með kjafti og klóm. Rapparinn Þórður Ingi Jónsson, sem gengur undir nafninu Lord- Pusswhip, minnti Bubba á uppruna hans og sagði: „Pönk er að gera það sem maður vill, ekki það sem afi segir. Friður.“ Konan er brjáluð n Illugi Jökulsson rithöfundur lenti í uppákomu í rútu fyrir skemmstu. Illugi var eini far- þeginn og sat nálægt bílstjóran- um sem er Pólverji. Áður en rút- an lagði af stað átti bílstjórinn í tilfinningaþrungnu símtali við konu. „Hann hrópaði, skamm- aði, emjaði og var loks farinn að gráta,“ segir Illugi í færslu á Facebook. Eftir símtalið grunaði bílstjórann að Illugi hefði tekið upp það sem fram fór og fékk að skoða símann hans. Þegar hann sá að svo var ekki róaðist hann, bað Illuga afsök- unar og sagði svo: „Woman is crazy“. „Í 38 ár hefur fólk haldið að ég sé Bono“ Þ að var ekki ætlunin mín að blekkja neinn. Ég reyni bara að dreifa gleði og gera lífið skemmtilegt. Ef fólk dregur þá ályktun að ég sé Bono þá spila ég bara með,“ segir hinn serbneski Pavel Sfera í samtali við DV. Sfera er sláandi líkur írsku goðsögninni og hefur lifibrauð sitt af því að koma fram sem stjarnan við hin ýmsu tilefni. „Þetta hefur verið minn veruleiki frá því að ég var 14 ára gamall. Í 38 ár hefur fólk haldið að ég sé Bono og það þrátt fyrir að ég sé ekki að líkja eftir honum í klæðaburði,“ segir Sfera. Hann segist fljótlega hafa komist upp á lag með að spila með og gleðja fólk. „Ég segi aldrei að fyrra bragði að ég sé Bono. Fólk hrapar að ályktunum og þá leik ég með. Mörgum finnst gaman að taka af mér myndir og finnst þetta mikil upplifun. Ég passa mig samt á því að valda aldrei neinum skaða með því að gefa eiginhandaráritanir á einhverja safngripi og slíkt né nýta mér líkindin til þess að komast í kynni við kvenfólk,“ segir Sfera. Talar ekki með írskum hreim Óhætt er að segja að Sfera hafi valdið usla á Íslandi því í heila viku hafa fjölmiðlar fjall- að um veru Bono á Ís- landi. Átti tónlistar- maðurinn heimsfrægi að hafa keypt sér brauð í sælkerabúð- inni Frú Laugu við Laugalæk, skoðað fiskabúr í Fiskó í Kauptúni, skellt sér í Bónus og fengið sér í glas á Prikinu. Í öll- um þessum tilvikum var Sfera á ferðinni ásamt íslenskum vini sínum og bitu fjölmiðlar á agnið. „Þegar ég var á Prikinu var ég ekki einu sinni með gleraugun á mér en samt var einhver handviss um að ég væri Bono,“ segir Sfera. Hann segist stundum vera þreyttur á athyglinni en þó að hann reyni að útskýra mál sitt reynist það oft ekki auðvelt. „Ég tala ekki með írskum hreim en það virðist engu máli skipta. Þá hef ég dregið upp vegabréfið mitt til að sýna fólki en samt heldur það að ég sé að ljúga.“ Sfera heldur af landi brott í dag, föstudag, eftir vel heppnaða ferð. „Þetta er stór- kostlegt land sem þið eigið, en núna þarf ég fá hita í kropp- inn.“ n bjornth@dv.is Pavel Sfera Óhætt er að segja að serbneska eftirherman sé lík írsku stjörnunni. Hann hefur sést vappa um borgina ásamt íslenskum vitorðsmanni, Þórarni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.