Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400
• 3 brennarar
• Brennarar úr ryðfríu stáli
• Postulínsemalerað eldhólf
• Grillgrindur úr pottjárni
• PTS hitajöfnunarkerfi
• Kveiking í öllum tökkum
• Niðurfellanleg hliðarborð
• Tvöfalt einangrað lok
• Postulínsemaleruð efri grind
• Hitamælir
• Grillflötur 65 x 44 cm
• Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu
undir öllu grillinu
• Yfirbreiðsla og steikar-
plata úr pottjárni fylgja
Niðurfellanleg
hliðarborð
Opið virka daga 11-18
Laugardag 11-16
•Afl 10,5 KW
Grillbúðin
Nr. 12935 - Grátt
56.675
Verð áður 76.900
25%
afsláttur
Gildir 11. - 27. ágúst
ÚTSA
LA
Grill - Húsgögn
Eldstæði - Útiljós
Hitarar - Aukahlutir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Kvikmyndaskóli Íslands verður
áfram til húsa á Grensásvegi 1, að
minnsta kosti næsta árið, eftir að
áform um að rífa húsið í sumar vegna
byggingar 300 herbergja hótels
gengu ekki eftir. Áætlað var að opna
hótelið, sem átti að vera það stærsta á
Íslandi í fermetrum talið, fyrir
sumarið 2019. Heildarfjárfesting
vegna verkefnisins nam 10 millj-
örðum króna. Kvikmyndaskóli Ís-
lands var byrjaður að leita sér að
nýju húsnæði og hafði meðal annars
litið til Fannborgar, þar sem bæjar-
skrifstofur Kópavogs hafa verið til
húsa.
Að sögn Böðvars Bjarka Péturs-
sonar hjá Kvikmyndaskóla Íslands
gildir nýi leigusamningurinn út þenn-
an vetur. „Við erum hæstánægð með
það. Það er mjög góð aðstaða hérna
og við vonumst til að vera hérna
áfram. Þetta er flott hverfi,“ segir
hann. Búið er að bæta við kennslu-
stofum í skólann vegna deildar fyrir
erlenda nemendur sem hefur verið í
uppbyggingu. Tólf erlendir nem-
endur skráðu sig í skólann fyrir þetta
skólaár. Kvikmyndaskólinn var sett-
ur síðastliðinn fimmtudag og segist
Böðvar Bjarki vera spenntur fyrir
skólaárinu og eru miklar væntingar
bundnar við settan rektor skólans,
leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson.
freyr@mbl.is
Kvikmynda-
skólinn áfram
á Grensásvegi
Guðrún Erlingsdóttir
Axel Helgi Ívarsson
Elín Margrét Böðvarsdóttir
Fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðun-
ar við ársreikningi Viðreisnar fyrir
árið 2016 eru að hann sé í lagi, segir
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi í
samtali við Morgunblaðið. „En auð-
vitað kann nánari skoðun að leiða
hugsanlega eitthvað annað í ljós,“
bætir hann við.
Hann segir að ársreikningar
stjórnmálasamtaka séu lesnir yfir
þegar þeir berist Ríkisendurskoðun
og þá sé athugað hvort reikningarnir
uppfylli þær kröfur sem gerðar eru
til þeirra. Ef svo er þá eru þeir settir
á vefsíðu Ríkisendurskoðunar. „Við
erum ekki búin að fara yfir alla
þætti, annað en þá bara yfirborðs-
skönnun á reikningnum. Þá kemur
það einfaldlega í ljós eftir ítarlegri
skoðun ef eitthvað er í reikningnum,
sem talin er ástæða til að skoða nán-
ar,“ segir Sveinn.
Aðspurður hvort hann telji að end-
urskoða þurfi lög um fjármál stjórn-
málasamtaka segir Sveinn að uppi
séu hugmyndir um að athuga fjár-
hæðamörk framlaga. „En það kann
að vera að öðru verði breytt í leið-
inni, t.d. orðalaginu um tengda að-
ila,“ segir Sveinn og bætir við að
orðalagið þyrfti að vera meira í takt
við þær skilgreiningar um tengsl
sem notaðar eru á öðrum mörkuð-
um.
Há framlög vekja athygli
Í ársreikningi Viðreisnar vekur
hátt framlag Helga Magnússonar,
eins af stofnendum Viðreisnar, til
flokksins athygli. Í eigin nafni leggur
Helgi fram 800.000 kr., félög í hans
eigu 800.000 kr. og fyrirtæki tengd
honum 800.000 kr. Samtals eru
styrkirnir 2.400.000 kr. Benedikt Jó-
hannesson fjármálaráðherra vildi
ekki tjá sig um málið þegar mbl.is
leitaði eftir því í gær og vísaði á
framkvæmdastjóra flokksins.
Birna Þórarinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Viðreisnar, sagði í
samtali við mbl.is í gær að flokkurinn
teldi sig hafa þegið framlög lögum
samkvæmt og nýtt sér leiðbeiningar
Ríkisendurskoðunar til hliðsjónar.
Hún sagði Ríkisendurskoðun engar
athugasemdir hafa gert við ársreikn-
inginn. Birna sagði allt uppi á borð-
um og ekkert að fela og benti á að
ákvæði um tengda aðila væru flókin
og íþyngjandi í framkvæmd.
Heimilt er að greiða tvöfaldan
leyfilegan hámarksstyrk þegar um
stofnframlag er að ræða. Páll Kr.
Pálsson, Thomas Möller, Þórður
Magnússon og Páll Jónsson nýttu
sér þá heimild og lögðu flokknum til
800.000 kr. hver.
Viðreisn er fyrst flokka til þess að
skila ársreikningum stjórnmála-
flokka fyrir árið 2016. Rekstrar-
kostnaður flokksins var rúm 41 millj-
ón kr. Framlög fyrirtækja rúmar 16
milljónir og framlög einstaklinga
rúmar 13 milljónir. Skuldir og eigið
fé Viðreisnar eftir fyrsta starfsárið
var 632.000 kr.
Rúmur mánuður er í skilafrest
Frestur til þess að skila ársreikn-
ingum stjórnmálaflokka rennur út 1.
október. Guðbrandur Leósson, sér-
fræðingur á endurskoðunarsviði
Ríkisendurskoðunar, segir að árs-
reikningar berist að öllu jöfnu ekki
fyrr en í september. „Þessi skil eru í
fyrra lagi,“ segir Guðbrandur um
ársreikningaskil Viðreisnar.
Hann segir flesta flokkana skila
ársreikningum eða senda drög að
þeim á tilsettum tíma. Hafi stjórn-
málaflokkur ekki skilað gögnum
fyrir 1. janúar 2018 fær hann ekki
greitt framlag ríkisins til stjórn-
málaflokka.
Nánari skoðun á reikningi er eftir
Fyrstu viðbrögð Ríkisendurskoðunar eru að ársreikningur Viðreisnar sé í lagi Fimm aðilar lögðu til
800 þúsund krónur hver Framkvæmdastjóri Viðreisnar segir allt uppi á borðum og að ekkert sé falið
Birna
Þórarinsdóttir
Sveinn
Arason
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá
Sjálfstæðisflokknum og í kjölfarið
stillt upp á framboðslista flokksins
fyrir komandi borgarstjórnarkosn-
ingar. Var komist að þessari niður-
stöðu á fundi Varðar, fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í
Valhöll í gær.
Breytingartillaga samþykkt
Breytingartillaga sem Guðlaugur
Þór Þórðarson utanríkisráðherra
lagði fram á fjölmennum fundi í Vall-
höll var samþykkt með miklum
meirihluta atkvæða. Gísli Kr.
Björnsson, formaður Varðar, sagði í
samtali við mbl.is eftir fundinn í gær
að breytingarnar sneru m.a. að því
að skipuð yrði nefnd sem hefði um-
sjón með prófkjörinu.
„Síðan verði stuðst við val á kjör-
nefnd með sama hætti og var gert
fyrir alþingiskosningarnar 2016,“
segir hann. Niðurstaða nefndar-
innar verður borin undir fulltrúa-
ráðsfund í lok september.
Þá mun dagsetning fyrir leiðtoga-
prófkjörið einnig vera skilin eftir op-
in, en búið var að fastsetja dagsetn-
ingu í fyrri tillögu.
Fundurinn stóð yfir í um klukku-
stund en ekki varð úr þeim hitafundi
sem búist var við. Sættust fundar-
gestir á þá breytingartillögu sem
lögð var fram á fundinum.
Tillaga Varðar um að ekki verði
haldið prófkjör í Reykjavík, heldur
einungis leiðtogaprófkjör og upp-
stilling þegar kemur að öðrum
fulltrúum á framboðslista flokksins
hafði verið harðlega gagnrýnd af
m.a. Arndísi Kristjánsdóttur, for-
manni Hvatar, félags sjálfstæðis-
kvenna í Reykjavík, fyrir fundinn.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins naut tillaga Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar stuðnings Arndísar.
Kosið verður um leiðtoga
Dagsetning á
leiðtogaprófkjöri
skilin eftir opin
Morgunblaðið/Ófeigur
Prófkjör Frá fundinum í Valhöll í
gær. Guðlaugur Þór í ræðustól.
Veðrið hefur leikið við landsmenn á öllu landinu,
nú þegar síga fer á seinni hluta ágústmánaðar.
Mjög stillt hefur verið í höfuðborginni og sólin
skinið bjart og fagurt nær allan daginn. Speg-
ilmynd Fríkirkjunnar í Reykjavík og Listasafns
Íslands sást skýrlega á yfirborði Reykjavíkur-
tjarnar þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti
leið hjá í gær.
Næstu daga verður veðrið svipað og sólríkt
víða um landið. Á föstudag er útlit fyrir að það
dragi fyrir sólu og kólni nokkuð í veðri. Um
helgina er svo úrkoma í kortunum.
Bjart og stillt veður í höfuðborginni síðustu daga
Morgunblaðið/Hanna
Spegilslétt Tjörnin tvöfaldar borgarmyndina