Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Breski vísinda-
skáldsagnahöf-
undurinn Brian
Aldiss er látinn,
92 ára að aldri.
Aldiss lést á
heimili sínu í Ox-
ford. Í tilkynn-
ingu frá bóka-
útgáfunni Curtis
Brown, útgef-
anda Aldiss, segir m.a. að hann hafi
ritað sígildar bækur í flokki vís-
indaskáldskapar en ein þekktasta
saga hans er smásagan Supertoys
Last All Summer Long sem handrit
kvikmyndarinnar An Artificial In-
telligence, eftir leikstjórann Steven
Spielberg, byggist á en Stanley
Kubrick ætlaði upphaflega að kvik-
mynda hana. Af öðrum verkum
Aldiss má nefna þríleikinn Grey-
beard, Hothouse og Helliconia. Í
frétt á vef BBC segir að Aldiss hafi
rutt brautina fyrir nýja bylgju vís-
indaskáldsagna á sjöunda áratug
síðustu aldar.
Rithöfundurinn
Brian Aldiss látinn
Brian Aldiss
Emojimyndin
Teiknimynd sem sækir í brunn sk.
„emoji“-tákna sem finna má í
snjallsímum og víðar og hafa verið
nefnd tjákn á íslensku. Í myndinni
segir af Gene sem býr með fjölda
broskarla og annars konar tjákna í
borg þeirra sem falin er milli smá-
forrita í snjallsíma. Tjáknin þrá að
vera valin af eiganda símans og
Gene er þar engin undantekning.
Hann er svokallað „meh“-tjákn, á
að tákna tómlæti. Hann hefur hins
vegar litla stjórn á svipbrigðunum
og hin tjáknin óttast að síminn
verði straujaður, komist eigandinn
að þessu vandamáli Genes. Gene
fær til liðs við sig tvö tjákn og
ferðast þau um símann í leit að
kóða til að festa svip á Gene. Leik-
stjóri er Anthony Leondis og leik-
arar í íslenskri talsetningu eru
Ævar Þór Benediktsson, Orri Hug-
inn Ágústsson, Salka Sól Eyfeld,
Esther Talia Casey, Edda Björg-
vinsdóttir og Steinn Ármann
Magnússon. Leikstjóri talsetningar
er Rósa Guðný Þórsdóttir. Meta-
critic: 12/100
Kidnap
Dramatísk spennumynd sem segir
af Körlu Dyson, fráskilinni móður
sex ára drengs að nafni Frankie.
Dag einn fara þau í skemmtigarð
og Karla lítur af Frankie á meðan
hún talar í símann. Að símtali
loknu finnur hún ekki drenginn og
sér svo ókunnugan mann keyra á
brott með Frankie. Karla hefur
eftirför en verður fyrir því óláni
að eyðileggja símann sinn þannig
að hún getur ekki gert lögreglu
viðvart. Hefst þá ógnvekjandi elt-
ingaleikur og barátta upp á líf og
dauða. Leikstjóri myndarinnar er
Louis Priet og með aðalhlutverk
fara Halle Berry, Sage Correa og
Chris McGinn. Metacritic: 44/100
Tjákn og örvænting
Mannrán Halle Berry í kvikmynd-
inni Kidnap eða Mannrán.
Bíófrumsýningar
Áður en ég fór á Stóra dag-inn vissi ég svosem ekkihverju ég átti von á. Þaðeina sem ég vissi var að
þetta væri frönsk grínmynd og ég
viðurkenni að ég man ekki eftir að
hafa séð grínmynd frá því landi áð-
ur. Einhvers staðar hafði ég þó lesið
að þær ættu það til að vera ansi fjör-
ugar. Það var heldur betur raunin,
hvert klúðrið á fætur öðru og hvert
öðru fyndnara. Allt sem getur farið
úrskeiðis í þessum óvænta og
óheppilega brúðkaupsundirbúningi
fer úrskeiðis og raunar lýsir enska
þýðingin á titlinum myndinni mun
betur en sú íslenska, en á ensku ber
hún heitið Wedding Unplanned og á
frummálinu Jour J.
Allt saman byrjar þetta á því að
Ofurmaðurinn hittir Undrakonuna í
grímubúningateiti og heldur fram
hjá kærustu sinni með henni.
Lestaröryggisvörður í froskbúningi
fylgist með og notar það svo gegn
verðandi brúðgumanum seinna í
söguþræðinum. Undrakonan krefst
þess að Ofurmaðurinn fái nafnspjald
hjá sér en hann gefur því lítinn
gaum og stingur því í vasann. Morg-
uninn eftir finnur hégómagjarna
kærastan hans nafnspjaldið í vas-
anum og það vill ekki betur til en svo
að hjásvæfan starfar við brúðkaups-
undirbúning og því tekur kærastan
þessu sem bónorði. Brúðguminn
ákveður heldur að gifta sig en að láta
komast upp um framhjáhaldið og í
kjölfarið tekur við stanslaus hrina
ómögulegra atburða sem fylgja
brúðkaupsundirbúningnum. Hvað er
það sem getur ekki farið úrskeiðis
þegar óvart tilvonandi brúðhjón fá
hjákonu brúðgumans til að skipu-
leggja brúðkaupið? Ofan á allt höfðu
brúðurin og hjákonan verið skóla-
systur sem börn, brúðurin hafði ver-
ið sæt og vinsæl en hjákonan var
bolla sem var strítt, átti engan
pabba og mömmu sem drakk.
Mamman sem drekkur er líka hluti
af söguþræðinum. Af velvild fær hún
að starfa hjá brúðkaupsundir-
búningsfyrirtækinu en tekst að
klúðra hverju brúðkaupinu á fætur
öðru og bætir það enn ofan á
skemmtilegan fáránleika söguþráð-
arins.
Ekki er þó alveg hægt að segja að
þetta sé einungis heilalaus grín-
mynd, því persónusköpunin er
sæmilega vönduð og sumar persón-
urnar taka meira að segja breyt-
ingum og þroskast þegar líður á
söguþráðinn. Inn í allt grínið fléttast
ástarsaga brúðgumans og hjákon-
unnar, vináttan sem brúðurin og
hjákonan þróa með sér sem og
sorgarsaga barnæsku hjákonunnar.
Þegar lítur út fyrir að allt ætli loks
um koll að keyra fáum við passlega
ófyrirséðan endi.
Það er aðeins eitt sem mér dettur
í hug að setja út á kvikmyndina og
það er hvernig baksaga brúðgumans
er nánast alveg týnd. Það kemur
fram að fjölskylda hans sé ekki
væntanleg í brúðkaupið en við fáum
aldrei að vita ástæðuna. Hann segir
einfaldlega að fjölskylda eiginkon-
unnar sé hans fjölskylda og þó fáum
við aðeins að kynnast föður hennar í
myndinni. Hann á aðeins einn vin
sem er þessi skemmtilega bangsa-
týpa og gerir myndina enn skemmti-
legri með saklausri karlrembu og
raunar var eitt uppáhaldsatriðið
mitt þegar dóttir hans brýtur glæ-
nýja flatskjáinn en hann getur ekki
skammað hana því hún segir strax
„Je t’aime papa“ sem flestir for-
eldrar geta líklega tengt við. Bak-
saga brúðgumans er því áberandi
ekki fyrir hendi miðað við sæmilega
unnar baksögur hinna aðalpersón-
anna. Þó er ekki meira lagt í baksög-
urnar en svo að hver aðalpersóna
virðist aðeins hafa eina manneskju í
baklandi sínu.
Samt sem áður er myndin hin
besta skemmtun, bráðfyndin frönsk
gamanmynd sem ég leyfi mér að
mæla með fyrir alla sem hafa gaman
að því að hlæja sig máttlausa en
ganga síðan út úr bíósalnum án þess
að gefa sögunni frekari gaum.
Þrjú Verðandi brúðhjónin taka sjálfu í langri og strangri göngu í leit að hinum fullkomna stað fyrir athöfnina. Í
bakgrunni sést hjákonan og skipuleggjandi brúðkaupsins, sem stuttu seinna tekst að brjóta síma brúðarinnar.
Óheppilegur franskur
brúðkaupsundirbúningur
Smárabíó, Háskólabíó og
Borgarbíó
Stóri dagurinn bbbmn
Leikstjórn: Reem Kherici. Handrit:
Stéphane Kazandjian og Reem Kherici.
Aðalhlutverk: Nicolas Duvauchelle,
Julia Piaton og Reem Kherici. Frakk-
land, 2017, 94 mínútur.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
EITT
ER VÍST:
ALNO
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
eldhús er
90 ára í ár
SÝND KL. 8, 10.30
SÝND KL. 6 SÝND KL. 8, 10.25
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 10.30SÝND KL. 7.50
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ÍSL. 2D KL. 6