Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 11

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Verktakar á vegum heilbrigðis- sviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg. Bifreiðin er í mjög slæmu ástandi, gluggar brotnir og drasl og dót í henni. Meðal annars má sjá sæng í bifreiðinni. Ekki hafa fengist upp- lýsingar um það hvort einhver haldi til í bílnum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf eiganda bifreiðarinnar frest til 21. ágúst að fjarlægja bifreiðina. Guðjón Eggertsson, heilbrigðis- fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að kvörtun hafi borist vegna bif- reiðarinnar 14. ágúst. Hann segir að þar sem bifreiðin gæti verið hættuleg börnum eða mengandi sé það hlutverk borgarinnar að fjar- lægja hana, sjái eigandi hennar ekki um það. „Við fjarlægjum bif- reiðar sem eru hættulegar eða mengandi ef við fáum ábendingar um þær og ekki næst í eigendur,“ segir Guðjón. Erfitt að losna við óskilabíla Á lóð Háteigskirkju standa tvær bifreiðar sem ekki finnast eigendur að. Eiríkur Jónsson, settur sókn- arprestur, segir að bílarnir hafi staðið þar býsna lengi. „Við erum búin að reyna mikið til þess að losna við bifreiðarnar. Það kannast enginn við að eiga þær og það er erfitt að losna við bifreið- ar sem skildar eru eftir í reiði- leysi,“ segir Eiríkur. Hann bendir á að hugsanlega þurfi sóknin að greiða fyrir það að láta fjarlægja bifreiðarnar og farga þeim. Vaka hf. sér um að fjarlægja bif- reiðar sem dagað hefur uppi á lóð- um og bílastæðum eða á víðavangi. Grétar Svavarsson, deildarstjóri rekstardeildar Vöku, segir að þrjár leiðir séu farnar til þess að ná inn fyrir kostnaði sem fylgir því að fjarlægja og farga eftir atvikum bifreiðum sem skildar hafa verið eftir í reiðileysi. Ef ekki gangi að finna eigendur bifreiða sem þurfi að fjarlægja geti kostnaðurinn lent á lóðar- eða bílastæðiseigendum. „Fyrst er reynt að rukka eigand- ann ef hann finnst. Ef eigandi finnst ekki er bifreiðin seld á upp- boði. Það er að segja ef hún er í söluhæfu ástandi. Ef bifreiðin er ekki í söluhæfu ástandi er henni fargað og þá fær lóðar- eða bíla- stæðiseigandinn eða sá sem óskaði eftir að bifreiðin yrði fjarlægð reikninginn. Lágmarkskostnaður er ekki undir 20.000 krónum.“ Fylgir góðærinu Grétar segir það fylgifisk góð- ærisins að bifreiðar séu oftar skild- ar eftir í reiðileysi. „Svona er nú bara Ísland í dag. Fólk skilur bif- reiðarnar eftir og ætlast til þess að aðrir sjái um að koma þeim í burtu og greiði kostnaðinn við það.“ Töluvert er um það að bílhræ séu skilin eftir hér og þar að sögn Grétars. „Það er hryllingur að sjá bílhræin sem skilin eru eftir við Heiðmörk. Íslendingar verða að taka sér tak og hætta að skilja eftir bílhræ hér og þar,“ segir Grétar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóðaskapur Bílhræ eins og skilið var eftir á lóð Tækniskólans geta verið hættuleg umhverfinu og mengandi. Bílhræ skilin eftir á bílastæðum og lóðum  Fylgir góðærinu  Kostnaður getur lent á saklausu fólki Morgunblaðið/Árni Sæberg Athvarf Sæng í bifreiðinni gæti bent til athvarfs fyrir útigangsfólk. Flytjum af Laugaveginum RISA RÝMINGARSALA 60% - 70% - 80% GerryWeber - Gardeur - Betty Barclay og fl. Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422 Nú er tækifæri að eignast frábæra merkjavöru á einstöku verði Kjólar - Yfirhafnir - Buxur - Pils o.m.fl Kaupaukar 20% afsláttur af kæliskápum, uppþvottavélum, helluborðum og ofnum samsungsetrid.isSÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900OPiÐ ViRKa DaGa Kl. 10-18, laUGaRDaGa 12-16 SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu Gerið góð kaup á sjónvörpum, kæliskápum, frystiskápum, ofnum, helluborðum, þvottavélum, uppþvottavélum, þurrkurum, örbylgjuofnum og öðrum SAMSUNG gæðavörum. Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastlið- inn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933. For- eldrar hans voru Ólafur A. Krist- jánsson, verka- maður og síðar bæjargjaldkeri í Hafnarfirði, f. 25. júlí 1904, d. 16. jan- úar 1986, og Sig- urborg Oddsóttir, húsmóðir, f. 5. júlí 1908, d. 18. maí 1995. Eiginkona Odds var Sigríður Ás- dís Þórarinsdóttir meinatæknir, f. 18. júlí 1938, d. 11. apríl 2012. Oddur hóf nám við lýðháskóla í Svíþjóð, Jakobsbergs Folkhögskola í Stokkhólmi, árið 1953 og lauk skóla- göngu árið 1954. Sama ár hóf hann nám í ljósmyndun á ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar. Sigurður tók myndir fyrir Þjóðvilj- ann og komst Oddur þannig í tæri við blaðaljósmyndun. Árið 1957 hóf hann störf sem ljósmyndari fyrir Alþýðu- blaðið og áður en langt um leið hóf hann skrif einnig. Síðar varð blaða- mennska hans aðalstarf. Um árabil ljósmyndaði hann einnig fyrir Leik- félag Reykjavíkur í Iðnó. Um skeið hvarf Oddur frá blaða- mennsku og rak ljósmyndastofu en sneri svo aftur upp úr miðjum sjö- unda áratugnum, þá sem blaðamaður Tímans. Á Tímanum starfaði hann í um þrjá áratugi. Árið 1986 varð hann aðstoðarrit- stjóri blaðsins og síðar ritstjórn- arfulltrúi þegar dagblaðið Dagur og Tíminn voru sameinuð undir nafninu Dagur Tíminn á árunum 1996 til 1997. Ferli sínum lauk Oddur á DV og starfaði þar til ársins 2000. Í takt við starf Odds voru helstu áhugamál hans samfélags- og heimsmál auk frétta almennt. Einnig lék hann golf í frí- stundum og stundaði laxveiðar. Oddur og Sigríður Ásdís áttu sam- an fjögur uppkomin börn, Öldu Völu Ásdísardóttur, f. 29. maí 1957, Sig- urborgu Oddsdóttur, f. 9. maí 1958, Þórarin Oddsson, f. 8. júní 1963, og Ólaf Oddsson, f. 8. júní 1963. Oddur og Sigríður Ásdís áttu átta barnabörn, þau Odd Jónas Jónasson, f. 8. ágúst 1977, Sigríði Ásdísi Jón- asdóttur, f. 13. október 1980, Ásgerði Ólínu Jónasdóttur, f. 3. júní 1983, Birtu Ísafold Jónasdóttur, f. 29. mars 1997, Þórunni Pálínu Jónsdóttur, f. 26. júní 1978, Andra Svein Jónsson, f. 2. ágúst 1981, Önnu Sigríði Þórð- ardóttur, f. 11. febrúar 1988, og Hönnu Valgerði Þórðardóttur, f. 29. apríl 1991. Barnabarnabörn Odds og Sigríðar eru tíu. Andlát Oddur Ólafsson Fasteignir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.