Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Á undanförnum ár-
um hefur oft skort
menntaða leikskóla-
kennara til starfa í leik-
skólum og menntaða
grunnskólakennara til
starfa í grunnskólum
borgarinnar við upphaf
nýs skólaárs. Þetta á
einnig við nú í ár. Allt of
lítil nýliðun hefur verið í
kennarastörfum, færri
einstaklingar sækja í leikskóla- og
grunnskólakennaranám og þeir sem
útskrifast virðast sækja í önnur störf
eða ráðast til kennslustarfa hjá öðr-
um sveitarfélögum en Reykjavík-
urborg og nú einnig til sjálfstætt
rekinna einkaskóla. Hvers vegna?
Hefur Reykjavíkurborg ekki lagt sig
nægilega vel eftir að hlúa vel að leik-
skóla- og grunnskólakennurum sín-
um, aðbúnaði þeirra og starfs-
aðstöðu?
Fjársvelti – sparnaður
inn að beini
Margra ára sparnaður og fjár-
svelti, sem á síðustu árum hefur sorf-
ið rekstur margra leikskóla og
grunnskóla inn að beini, samhliða
erfiðri launa- og kjaramálabaráttu
stéttarfélaganna, hafa orðið til þess
að margvíslegir erfiðleikar hafa
þróast hjá starfsfólk-
inu. Víða hefur vinnuá-
lag orðið óheyrilega
mikið, vinnuaðstaða
slæm og húsakosti sem
og annarri aðstöðu lítt
eða nær ekkert haldið
við. Veikindadögum
starfsfólks hefur fjölg-
að og langtímaveik-
indaforföll orðið al-
gengari en áður var.
Versnandi ástand
Ástandið sem ríkir á
þessum starfsstöðum í dag hefur
ekki orðið svona þungt og erfitt á
einu ári – nei, hinn pólitíski meiri-
hluti í Reykjavíkurborg, sem ræður
ferðinni í fjármálum og fram-
kvæmdum hvað þessi mál varðar,
hlýtur að hafa séð hvað stefndi í.
Hvers vegna var ekki allt gert til að
stöðva þessa neikvæðu þróun?
Á sama tíma og borið var við erf-
iðum fjárhag borgarinnar var hægt
að finna fé til ýmissa annarra verk-
efna en þegar til lengri tíma er litið
varðandi menntun barnanna sem
eiga að erfa borgina, þá hefði verið
skynsamlegra að bæta starfs-
aðstöðu og aðbúnað í leik- og grunn-
skólum sem og á frístundaheim-
ilunum. Hugsanlega hefði slíkt
inngrip í tíma haft jákvæð áhrif á
líðan starfsfólks og dregið úr starfs-
mannaveltunni.
Það er enn
langt til lands
Nú á svo að bjarga málum með
auknum fjárveitingum í leikskóla- og
grunnskólamál en eftir stendur að
allnokkur ár mun taka að koma
starfsmannamálum og vinnuað-
stæðum í leikskólum og grunn-
skólum Reykjavíkurborgar í fyrir-
myndarform. Krafa foreldra hlýtur
að vera fullmannaðir skólar með fag-
lærðu starfsfólki sem býr við frábær-
ar og eftirsóknarverðar vinnuað-
stæður og að fjöldi veikindadaga
starfsmanna fari langt undir með-
altal.
Hvar er jafnræði barnanna
til kennslu og náms?
Segjum sem dæmi að barnið þitt
sé í leikskóla í Reykjavík þar sem allt
starfsfólkið leggur metnað sinn í fag-
legt starf og vill veita barninu þínu
það mesta öryggi, þá bestu umönn-
un, örvun og kennslu sem völ er á.
Starfmannaveltan er hins vegar
nokkuð mikil vegna óheyrilega mik-
ils álags og slæmrar vinnuaðstöðu.
Nokkrir starfsmenn, bæði faglærðir
og ófaglærðir, hafa verið veikir að
undanförnu, þar af tveir komnir í
langtímaveikindaleyfi sem rekja má
til mikils andlegs og líkamlegs álags
um margra mánaða skeið.
Svo þekkir þú til jafnaldra barns-
ins þíns sem fékk vistun í leikskóla
þar sem allir starfsmenn eru útlærð-
ir leikskólakennarar, þar eru einnig
ríkir möguleikar á ráðgjöf inni á gólfi
eins og sagt er, þ.e. að utanaðkom-
andi ráðgjafi starfar um tíma inni í
leikskólanum og veitir snemmítæka
skimun og getur mælt með viðeig-
andi úrræðum sem þá eru virkjuð
innan tveggja sólarhringa frá mati.
Er jafnræði með þessum tveimur
börnum til kennslu og náms? Hvað
finnst þér? Væntanlega þykir þér
það ekki.
Hliðstætt dæmi gæti átt við um
börn sem sækja kennslu og nám í
grunnskólum borgarinnar.
Hver er staðan?
14. ágúst síðastliðinn átti enn eftir
að ráða starfsfólk í um 119 stöðugildi
í leikskólum borgarinnar og hafði sú
tala þá lækkað um 13 stöðugildi frá
því vikunni áður. Á sama tíma, 14.
ágúst 2017, átti enn eftir að ráða í 58
stöðugildi í grunnskóla borgarinnar
og hafði þá náðst að ráða í 15 stöður
frá því fjórða ágúst. Um miðjan
ágúst átti enn eftir að ráða í rúmlega
135 stöðugildi á frístundaheimilum/
sértækum félagsmiðstöðvum.
Það er ekki undarlegt þótt for-
eldrar velti því fyrir sér hvort stefni í
að loka þurfi einstaka deildum leik-
skóla vegna skorts á starfsfólki eða
hvort ekki verði hægt að taka inn ný
börn á leikskóladeildir sem þó eru
starfandi.
Hvernig fer ef hvorki næst að
manna fulla kennslu með kennara
eða leiðbeinanda í einhverjum skól-
anum?
Stefnir í skerta starfsemi frí-
stundaheimila borgarinnar við upp-
haf skólaárs vegna skorts á starfs-
fólki?
Forgangsröðum fjármunum
í þágu menntunar barnanna
Öll börnin í borginni eiga rétt á því
að fá þá bestu umönnun, kennslu,
örvun og menntun sem völ er á. Til
þess þarf að ríkja öryggi um metn-
aðarfulla starfsemi menntastofnana
borgarinnar; leikskóla, grunnskóla
og frístundaheimilin. Greinilega þarf
að forgangsraða fjármunum borg-
arinnar í þágu skólamála mun betur
en gert hefur verið.
Kennaraskortur – er jafnræði til kennslu og náms?
Eftir Jónu Björg
Sætran »Nú við upphaf skóla-
árs er enn óráðið í
allmargar stöður kenn-
ara í grunnskólum og
leikskólum í Reykjavík.
Jóna Björg Sætran
Höfundur er kennari og varaborg-
arfulltrúi Framsóknar og flugvall-
arvina. Situr í skóla- og frí-
stundaráði.
jona.bjorg.saetran@reykjavik.is
Frá því að ég fór að
muna eftir mér hefur
öllum ráðum verið
beitt til að markaðs-
setja kindakjöt hér
heima sem á erlend-
um mörkuðum.
Frægasta dæmið
og makalausasta er
markaðssetning Bald-
vins Jónssonar í henni
stóru Ameríku. Í
fjöldamörg ár hafði hann milljónir í
vasanum til að halda kynningar-
veislur þar. Oft komu fréttir í fjöl-
miðlum um flottu smakkveislurnar
hans á kjötinu því arna. Og til þess
að halda smakkveislur þurfti mikið
kjöt sem var keypt fyrir markaðs-
setningarpeningana frá Íslandi. Og
vínið maður! Það var sko ekki gefið,
eða hvað? Það þurfti jú vín til að
koma kjötinu niður. Og þar sem
fólk elskar ókeypis mat leggur það
á sig mörg hundruð kílómetra ferð
til að „smakka“. Og gestir fóru
glaðir heim úr hverri veislu. Það
hélt Baldvin að þýddi að þeir kæmu
aftur til að kaupa kjötið. En nei,
þeir komu bara í smakk á kjöti og
víni, því það var ókeypis. En þrátt
fyrir það voru „stóru viðskipta-
samningarnir“ alltaf rétt handan
við hornið!
Markaðsráð kindakjöts, undir
stjórn Svavars Halldórssonar, er
nýlegt dæmi um mislukkaða mark-
aðsherferð á kjötinu. Þar nota
menn til og með forláta merki þar
sem á stendur að rollan hafi ráfað
frjáls um landið frá landnámi. Þetta
svokallaða frelsi rollunnar hefur
reyndar leitt til þess að landið okk-
ar er stærsta manngerða eyðimörk
í Evrópu og þótt víðar væri leitað.
Veitingahús eru neydd til að taka
þátt í þessu átaki með því að setja
þetta merki upp á áberandi stað og
ota þar kindakjötinu að útlend-
ingum sem frekar vilja
smakka hvalkjöt. Helst
á ættarsaga rollunnar
að fylgja með steikinni.
Jæja. Og nú eru
bændur enn og aftur
farnir að fara fram á
það að ríkið reiði fram
peninga til að mark-
aðssetja kjötið í út-
löndum, því ekki selst
það hér á landi. Og
ekki hafa fyrri mark-
aðssetningar skilað
árangri. Bætur fyrir sölubrest
koma líka til greina. Í allt sumar
(eins og fyrri sumur) höfum við
þurft að hlusta á harmakvein sauð-
fjárbænda. Ekki var það kal í ár,
ekki sligaðar girðingar, ekki rign-
ingarsumar, ekki grillin, ekki skort-
ur á plasti eða áburði. Nei, ekkert
af þessu. Nú eru það „helvítis
Rússarnir“ sem eyðileggja allt. Það
er nefnilega alltaf hægt að finna af-
sökun fyrir offramleiðslunni. Hún
er aldrei bændum að kenna. Nei,
alltaf einhverjum öðrum. En hverj-
um? Svari nú hver fyrir sig. En ég
hef fyrir löngu fengið mig fullsadda
á því að borga með þessari fram-
leiðslu og svo borga skaðabætur
þegar eitthvað bjátar á. Það þarf að
fækka fé í landinu, svo einfalt er
það. Ekki bara vegna peninganna,
heldur miklu heldur vegna gróðurs-
ins. Best væri að fækka sauð-
fjárbændum með því að bjóða þeim
störf í landgræðslu eða skógrækt.
Þar mundum við öll græða, ekki
síst móðir jörð.
Markaðssetning
kindakjöts
Eftir Margréti
Jónsdóttur
Margrét Jónsdóttir
»Mótmæli gegn aukn-
um fjárútlátum til
sauðfjárbænda vegna
sölubrests á kindakjöti.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
melteigur@simnet.is
Í nýlegri rannsókn
sem birt var í banda-
ríska vísindaritinu
PNAS er niðurstaðan
sú að „sjötta fjöldaút-
rýming dýrategunda
jarðar sé hafin“.
Segir þar, að stað-
an sé mun verri, en
talið var. Vísinda-
menn skoðuðu bæði
algengar dýrateg-
undir og sjaldgæfar. Er nið-
urstaðan að fækkun dýranna hafi
verið gríðarleg um alla jörð.
Mun harðar er tekið til orða í
þessari skýrslu en venja er í vís-
indalegum rannsóknarniður-
stöðum, og talað um „líffræðilega
tortímingu“.
Við getum spurt okkur, hvers
konar heim við ætlum að skilja
eftir fyrir afkomendur okkar.
Íslendingar ekki
barnanna beztir
Mér varð við þennan lestur
fyrst hugsað til blessaðrar fallegu
og friðsömu rjúpunnar okkar, sem
prýtt hefur og auðgað íslenzkt líf-
ríki og náttúru í gegnum ár og
aldir, þó minna og minna, mest
vegna ágangs, ofsóknar og útrým-
ingar manna.
Samkvæmt vefsíðu Nátt-
úrufræðistofnunar, sem ásamt
með Umhverfisstofnun og um-
hverfis- og auðlindaráðherra ber
ábyrgð á lífi og velferð rjúpunnar,
var rjúpnastofninn 3 til 5 milljónir
fugla á framanverðri síðustu öld.
Síðasta haust var hann kominn
niður í 100 þúsund fugla!
Enn ekki nóg komið
Og enn er veitt og drepið.
Hvergi má slaka á í því.
Í september 2016 viðurkennir
Ólafur K. Nielsen hjá Nátt-
úrufræðistofnun, í viðtali við
Morgunblaðið, að „viðkoma rjúpna
hafi verið slakari frá árinu 2005 en
hún var í 25 ár þar á undan“. Eins
segir hann „að þrátt fyrir gott
veður í sumar hafi afkoma rjúp-
unnar ekki verið sérlega góð“. Og
hann bætir við „Það
er lítið af rjúpu
núna…“.
Auðvitað blasir
þetta allt við, án út-
listana vistfræðings-
ins;
Fuglarnir voru
komnir úr allt að 5
milljónum niður í 100
þúsund.
Torskilinn doktor
Þá segir Ólafur
þessi ágætu en reynd-
ar lítt skiljanlegu orð, í ljósi þess,
sem síðar varð: „Fuglinn á að
njóta vafans í öllum ákvörðunum
manna.“
Leyft var svo að drepa 40 þús-
und fugla, og eru þeir fuglar þá
ótaldir, sem lentu í hagléli veiði-
manna, meiddust, limlestust og
særðust, en komust undan, til
þess eins, að kveljast til dauða.
Ólafur er titlaður doktor og á
þann titil eflaust skilinn, en skyn-
samlegt samhengi í þessum orðum
og gjörðum sé ég ekki. Lái mér,
hver sem vill.
Náttúrufræðistofnun vildi 12
veiðidaga í þetta dráp, en Um-
hverfisstofnun vildi bæta um bet-
ur og auka í 18.
Ég trúi ekki á dónaskap og
biðst velvirðingar á þessum orðum
fyrirfram, en, eru þessir menn
ekki með öllum mjalla!?
Standast þessi orð
og athafnir lög?
Það voru sett ný lög um velferð
dýra, nr. 55/2013, Guði sé lof, sem
tóku gildi 1. janúar 2014.
Það virðist því miður vera, að
þessi lög hafi farið meira eða
minna fram hjá Náttúru-
fræðistofnun, Umhverfisstofnun
og umhverfisráðherra sjálfum.
Í 21. gr. laganna segir „Dýr
skulu aflífuð með skjótum og sárs-
aukalausum hætti…“. Dettur ein-
hverjum í huga, að aflífun rjúpna
fari fram með slíkum hætti? Meira
að segja Náttúrufræðistofnun við-
urkennir, að allt að 40%, tugir
þúsunda fugla, hafi komizt særðir
undan veiðimönnum og drepist
svo. Eru þetta kölluð „afföll“. Fínt
orð það yfir níðdráp.
Í sömu grein segir „Aflífun dýra
er ekki heimil sem skemmtiatriði“.
Nú kunna menn að skilja
„skemmtiatriði“ á ýmsa vegu, en
mín rannsókn á notkun og merk-
ingu orðsins sýnir, að það þýðir
bæði að skemmta öðrum og sjálf-
um sér.
Á vefsíðu Náttúrufræðistofn-
unar segir: „Rjúpan er eftirsótt
veiðibráð og hefur verið nýtt frá
landnámi. Fyrst til sjálfsþurftar,
til tekjuöflunar frá miðri síðustu
öld, en síðustu árin eingöngu til
sportveiða“.
Á vefsíðu Wikipedia segir:
„Rjúpnaveiðar eru vinsælt tóm-
stundagaman…“.
Skotvís sendi þessa kveðju til
veiðimanna síðasta haust: „Góða
skemmtun“.
Er mál til komið, að láta reyna
á, hvort Náttúrufræðistofnun,
Umhverfisstofnun og umhverfis-
og auðlindaráðherra séu hér að
brjóta landslög með heimildum
sínum, veiðileyfum og öðru atferli.
Búið að útrýma 97%
af rjúpnastofninum
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Eru Náttúrufræði-
stofnun, Umhverf-
isstofnun og umhverfis-
og auðlindaráðherra að
brjóta landslög með
heimildum sínum, veiði-
leyfum og öðru atferli?
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Viðskipti