Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Þann 1. október 2016
sigldi létta herflutn-
ingaskipið HSV-2 Swift
inn á Bab-el-Mandeb-
sund sem tengir
Rauðahafið og Aden-
flóa. Áfangastaður
skipsins var hern-
aðarleyndarmál, farm-
ur og fjöldi farþega
var og er enn hern-
aðarleyndarmál. Það
var gott í sjóinn og áhöfnin átti
ekki von á neinum uppákomum
enda búin að sigla margar ferðir
milli Sádi-Arabíu og Jemen frá því
að stríðið gegn Hútum hófst.
Skyndilega varð mikil sprenging
fremst í skipinu. Krafturinn í
sprengingunni var svo mikill að
framþilfar skipsins lyftist um rúm-
an metra og mörg göt rifnuðu á
byrðinginn. Skipið varð alelda á
örfáum mínútum og þeir sem eftir
lifðu af áhöfninni yfirgáfu það.
HSV-2 Swift var sjósett 15.
ágúst 2003. Það var 5.936 brúttó-
tonn að stærð auk 627 tonna farm-
þunga. Skipið var 98 metrar að
lengd, 27 metra breitt og risti ekki
nema 3,4 metra. Það var tvíbytna
og gat náð 30 hnúta ferð full-
hlaðið. Það var pantað af banda-
ríska flotanum sem sá fyrir sér að
hægt væri að nota létt og hrað-
skreið flutningaskip sem bæki-
stöðvar fyrir sérsveitir flotans eins
og hina frægu SEAL-sveit sem
meðal annars sá um árásina á höf-
uðstöðvar Bins Laden í Pakistan
2011. Skipið var því með stórt
þyrluþilfar, flugskýli og svefnpláss
fyrir rúmlega 100 menn auk 35
manna áhafnar.
Bandaríski flotinn notaði skipið
reglulega til að flytja þyrlur og
flugmenn á hamfarasvæði til að
aðstoða við dreifingu neyð-
araðstoðar. Árið 2005 var skipið
notað til að flytja neyðaraðstoð frá
Pensacola í Flórída til New Or-
leans eftir að fellibylurinn Katrina
skall á borginni. Skipið var líka
notað í upprunalegum tilgangi sín-
um og flutti líklega bandaríska
sérsveitarmenn um víða veröld en
slíkir flutningar voru skiljanlega
leynilegir.
Árið 2013 ákvað
bandaríski flotinn að
taka ný skip í notkun
og Swift var selt til
Sameinuðu arabísku
furstadæmanna. Eft-
ir að borgarastríðið í
Jemen braust út
gerðust Sameinuðu
arabísku furstadæm-
in hluti af bandalagi
Sádi-Arabíu gegn
Hútum og Saleh for-
seta. Swift var notað
til að flytja hermenn,
vistir og hergögn til Aden og
Mokha til að aðstoða Hadi forseta
en fylgismenn hans halda suður-
strönd Jemen með hjálp erlends
herliðs.
Árásin
Fyrsta október 2016 sigldi Swift
inn á Bab-el-Mandeb-sund. Sundið
er ekki nema 25 kílómetra breitt
og því hafði eldflaugasveit upp-
reisnarmanna valið þann stað til
að prófa nýtt vopn sem smyglað
hafði verið til þeirra frá Íran.
Þessir uppreisnarmenn voru fyrr-
um meðlimir í lífvarðasveitum Sa-
leh forseta áður en honum var
steypt af stóli og börðust nú með
honum og ættbálkum Húta gegn
Hadi, nýja forsetanum, sem Sádar
og bandamenn þeirra styðja.
Vopnið var kínverskt flugskeyti
sem NATO kallar CSS-N-8 Sac-
cade en er líka kallað C-802. Líkt
og Exocet-flugskeytið, sem frægt
varð í Falklandseyjastríðinu, er
flugskeytið sérstaklega hannað til
að granda skipum. Hægt er að
skjóta því úr skotpöllum á skipum,
kafbátum og flugvélum en útgáf-
unni sem Íranir smygluðu til Jem-
en er skotið af landi.
Uppreisnarmenn áttu von á her-
skipum frá Sádum og bandamönn-
um þeirra og því fór lítill bátur út
á sundið um miðja nótt. Mennirnir
í honum komu auga á Swift, sáu
að það var herskip og létu félaga
sína í landi vita í gegnum talstöð.
Félagar þeirra sáu Swift á radar
og skutu flugskeytinu á loft.
Fyrripartinn af fluginu var flug-
skeytinu stjórnað frá landi en þeg-
ar nær dró sleit það sambandi við
land og kveikti á sínum eigin rad-
ar. Á sama tíma lækkaði það flug-
ið svo það flaug ekki nema þrjá
metra yfir yfirborði sjávar. Áhöfn-
in á Swift varð líklega ekki vör við
flugskeytið fyrr en það lenti fram-
an á stafni skipsins.
Flugskeytið er hannað til að
fara í gegnum brynvörn en til að
gera skipið sem léttast var Swift
ekki brynvarið þar sem meginvörn
skipsins átti að felast í hraða þess.
Flugskeytið fór því auðveldlega í
gegnum hlið skipsins og 165 kg
sprengioddur þess sprakk undir
framþilfarinu. Sprengingin var
nægilega öflug til að sprengja stór
göt á skipsskrokkinn á stjórn- og
bakborða, lyfta framþilfarinu og
kveikja í nær öllum framhluta
skipsins. Eldflaugin lenti fyrir of-
an sjónlínu og því kom enginn leki
að skipinu. Það bjargaði skipinu
þó ekki því á örskammri stundu
logaði það stafna á milli.
Herskip Sáda á sundinu komu
Swift til bjargar en ekki varð ráð-
ið við eldinn og þeir sem eftir lifðu
af áhöfninni yfirgáfu skipið. Það
var tekið í tog og flutt til hafnar
þar sem það var dæmt gerónýtt
og selt í brotajárn. Sameinuðu ar-
abísku furstadæmin reyndu fyrst
að þagga atvikið niður og sögðu
skipið hafa lent í óhappi og orðið
fyrir óverulegu tjóni. Þeir drógu
þá yfirlýsingu síðan til baka og
sögðu skipið hafa verið að flytja
mannúðaraðstoð til Jemen.
Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem
hefur umsjón með mannúðarstarfi
á svæðinu kannaðist þó ekki við að
skipið hefði tekið þátt í neinum
mannúðarverkefnum og því er enn
á huldu í hvaða erindagjörðum það
var. Það hversu margir létust
raunverulega í árásinni hefur einn-
ig aldrei verið gert opinbert. Það
er því enn margt á huldu um
hinstu ferð HSV-2-Swift.
Hinsta ferð HSV-2 Swift
Eftir Elvar
Ingimundarson » Örlög HSV-2 Swift
eru dæmi um það
hversu viðkvæm nú-
tímaherskip geta verið
fyrir eldflaugaárásum.
Elvar Ingimundarson
Höfundur er mag. theol.
og kennari.
hafðu það notalegt
handklæðaofnum
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidjan.is - sími 577 5177
Eigum úrval af