Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 8

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Íslenskir stjórnmálaflokkar hafakomið sér í þá stöðu að vera að verulegu leyti háðir framlagi frá ríkisvaldinu til starfsemi sinnar. Þetta er afar óheppileg og óeðli- leg staða fyrir stjórnmálaflokka og full ástæða væri til að draga úr rík- isframlagi til flokk- anna.    Þessu háa fram-lagi hefur fylgt að stjórnmálaflokkunum er gert að fylgja ströngum reglum um styrki frá einkaaðilum og mega almennt ekki þiggja nema 400 þúsund krónur frá hverjum, að meðtöldum þeim sem tengdir eru. Af einhverjum ástæðum er svo gert ráð fyrir tvöföldu há- marksframlagi, 800 þúsund krón- um, við stofnun flokks.    Hvort sem mönnum líkar betureða verr eru þetta reglurnar. Nú hefur verið greint frá því að Viðreisn hafi notið margfalt hærri framlaga frá tilteknum fjárfesti og tengdum aðilum.    Augljóst er að þar var um aðræða aðila sem kosta kapps um að koma Íslandi inn í ESB og hafa meðal annars rekið sjón- varpsstöð í þeim tilgangi.    Þessar upplýsingar sem framhafa komið fela vitaskuld í sér alvarlega gagnrýni á starfsemi Viðreisnar og leitaði mbl.is út- skýringa hjá formanni flokksins.    Svo vill til að formaður flokks-ins er jafnframt fjár- málaráðherra og hefur því tvö- falda skyldu til að svara.    Hann kaus að gera það ekki. Erþað forsvaranleg afstaða? Benedikt Jóhannesson Þarf hann ekkert að útskýra? STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 léttskýjað Bolungarvík 12 léttskýjað Akureyri 12 léttskýjað Nuuk 7 skúrir Þórshöfn 12 heiðskírt Ósló 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Helsinki 18 skúrir Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 23 léttskýjað Dublin 18 skúrir Glasgow 19 skýjað London 21 skýjað París 26 heiðskírt Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 17 heiðskírt Vín 22 heiðskírt Moskva 25 heiðskírt Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 léttskýjað Barcelona 29 heiðskírt Mallorca 29 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Aþena 25 skýjað Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 22 þrumuveður New York 27 þoka Chicago 22 skýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:45 21:17 ÍSAFJÖRÐUR 5:40 21:32 SIGLUFJÖRÐUR 5:22 21:15 DJÚPIVOGUR 5:12 20:49 Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is „Það var töluvert minna um sektir í ár en verið hefur. Fólk virðist aðeins vera byrjað að læra,“ sagði Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Aðeins voru 50 ökumenn sektaðir eftir Menningarnótt þetta árið en voru 266 árið áður. „Það var helst verið að sekta við Ægisgötu og Flókagötu,“ sagði Kolbrún. Hún telur að mjög hafi munað um að fólki hafi verið leyft að leggja við svæðið hjá BSÍ en það hefur ekki mátt áður á Menningarnótt. „Þetta var að okkar mati mjög vel heppnuð há- tíð. Við auglýstum mjög vel allar þær lokanir sem voru settar upp svo fólk gat séð út frá því hvar best væri að leggja. Sektin fyrir að leggja ólöglega hljóðar upp á 10 þúsund krónur svo það munar um fyrir budduna,“ segir Kolbrún. Lokað var fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti. Umtalsvert færri sektaðir í ár  50 ökumenn lögðu ólög- lega á Menningarnótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýning Menningarnótt þótti heppnast afar vel í ár að mati talsmanns Bílastæðasjóðs. Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Tilboð Gröfu og grjóts var að upphæð krónur 178.985.000. Er til- boðið 63% af kostnaðaráætlun sem var 283,5 milljónir króna. Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið voru D. Ing-verk sem bauð 187,8 millj- ónir, Bjössi ehf. sem bauð 247,7 milljónir og Lóðaþjónustan ehf. sem bauð 298,3 milljónir. Vogabyggð 2 er nýtt hverfi sem mun rísa við Elliðaárvog. Iðn- aðarstarfsemi víkur fyrir bland- aðri byggð íbúða, atvinnu, skrif- stofu, verslana og þjónustu. sisi@mbl.is Lág tilboð í gatnagerð Vogabyggð Við Elliðaárvog verður fjölmenn íbúðarbyggð í framtíðinni. FRÍSKANDI BRAGÐ OG FULLT AF HOLLUSTU LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI Lýsi með myntu- og sítrónubragði er ný vara frá Lýsi sem innheldur omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA og er þar að auki auðugt af A-, D- og E-vítamínum. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR NÝ F E R S K T O M Y N T U- OG SÍTRÓN U B R A G Ð V E R T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.