Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til samúðar gagnvart fólki í fjarlægum heimshluta. Ef þú hins vegar ert reikull í ráði þá fer margt úrskeiðis. 20. apríl - 20. maí  Naut Hafðu öll þín samskipti á tæru svo að ekki komi til misskilnings sem getur spillt fyr- ir. Vandamál þín virðast viðráðanleg og ekki eins ógnandi og áður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vandamál sem hefur íþyngt þér um hríð virðist skyndilega ofureinfalt. Vertu op- in/n fyrir breytingum sem tengjast börn- unum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín málefni. Reyndu að setja þér skýr markmið og stefna svo ótrauður að þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Verkefni liggur fyrir og eini tíminn til þess að hrinda því í framkvæmd er núna. Nú er ekki rétti tíminn til þess að breyta – það myndi bara rugla þig í ríminu og raska jafn- væginu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að söðla um og finna orku þinni heppilegasta farveginn, að öðrum kosti áttu á hættu að vinna allt fyrir gýg. Talaðu sem minnst um þitt starf, en hlustaðu þeim mun betur á aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjálfsagi þinn og skipulagning vekja að- dáun annarra. Leiðbeindu fólki frekar með því að miðla af eigin reynslu. Segðu frekar nei. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gættu þess að gefa ekki svo mikinn gaum að öðrum að þú gleymir sjálfum þér. Ekki er víst að allir skilji það, en það skiptir engu máli. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Undanfarið virðist bara ann- aðhvort einkalífið eða vinnan geta virkað. Eyddu því tímanum ekki í volæði, heldur brettu strax upp ermarnar og skipuleggðu allt upp á nýtt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að vegur vináttunnar er ekki einstefna heldur þurfa báðir að leggja sitt af mörkum til að viðhalda henni. En eng- an leikaraskap; þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fólk skilur ekki enn þinn krist- altæra stíl. En vertu þolinmóður því sannleik- urinn stendur nær þér en þú heldur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Enginn er eyland, því ræður sam- skiptahæfni miklu um hvernig gengur í lífinu. Skipuleggðu mannfagnaði svo þú getir farið að hlakka til. Áfimmtudaginn birtist hér íVísnahorni hæka eftir karlinn á Laugaveginum, – hann leit ská- hallt upp á mig og var glampi í aug- unum: Já, það er haustið! Ég skokka upp á holtið til kellu minnar. Og hljóp við fót upp Skólavörðu- stíginn án þess að kveðja. Eins og við var að búast fór þetta ekki fram hjá kerlingunni á Skóla- vörðuholtinu, – hún brást vel við og lýsti „sinni hlið“, – undir hæku-lagi auðvitað: Glaðnar nú heldur. Kemur með glas í vasa Karlinn minn væni. Másandi og móður sest hann við síðu mína. Dregur frá sólu. Heilsar með virktum. Bjart kveiknar bros í auga, teygir úr skönkum. Eindrægni ríkir, veigar í munni velta. Sumarblóm ilma. Hrafn krunkar nærri. Seytlar um krankan kroppinn. ylurinn ljúfi. Þoli nú betur þruglandi ferðalanga. Skítt með það hyski. Sitjum tvö saman meðan að dagsljós dugar. Mál var til komið. Ég hitti karlinn á sunnudaginn á sama stað og síðast fyrir utan tugt- húsið og hann var heldur en ekki gleiðbrosandi þegar hann fór með hækur kerlingar fyrir mig, – hall- aði síðan höfðinu aftur og til vinstri eins og hans er vandi og sagði: Það var lóðið, lasm! Allt er þetta rétt og satt hjá kerlu minni, Og var þotinn. Björgvin Guðmundsson tónskáld hafði oft við orð, að ef þú sæir mann míga upp í vindinn væri það verk- fræðingur. Tímarit verkfræðinga heitir „Upp í vindinn“ og á dög- unum rifjaði Ólafur Stefánsson upp á Leirnum þessa stöku eftir Egil Jónasson: Upp á lærdóms efsta tindi, utan í sína tíu fingur, sjáirðu mann á móti vindi, míga, – það er verkfræðingur! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af kerlingu, karli og verkfræðingum DÓRA HAFÐI AUGA FYRIR SMÁATRIÐUM. HINU VAR ALVEG SAMA. „AF HVERJU ERTU SVONA MIKIL SUBBA? Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kúra. MYNDAVÉLIN Í ÞESSU VIRKAR EKKI GREY HANN TIL SÖLU HRÓLFUR, KAUPTU EITTHVAÐ AF AUMINGJANS MANNINUM HVAÐ ERTU AÐ SELJA? HEILLAGRIPI! Víkverji er þeirrar hyggju að nóghafi verið fjallað um tapleikinn fræga gegn Dönum og er um leið svo mótsagnakenndur að hann get- ur ekki stillt sig um að minnast leiksins. Tilefnið er að í dag eru lið- in 50 ár upp á dag frá því að Ísland mætti Danmörku á Idrætsparken í Kaupmannahöfn og tapaði með tveimur mörkum gegn 14. x x x Mikið hefur verið fjallað um leik-inn og rætt við flesta þá sem nálægt honum komu. Víkverji man þó ekki eftir að hafa séð viðtal við manninn sem sá um stigatöfluna. Hann þurfti að klifra upp stiga með tréspjald til að setja upp nýja tölu í hvert skipti sem boltinn hafnaði í netinu. Sagt er að hann hafi verið örmagna þegar flautað var til leiks- loka. x x x Í dönsku blaði var eftir leikinnsagt frá tveimur félögum sem studdu danska liðið dyggilega og mættu alltaf á völlinn til að sjá það spila. Félagarnir höfðu fyrir reglu að fá sér einn bjór eftir hvert skor- að mark. Fyrir leikinn hafði um nokkurt skeið verið markaþurrð hjá danska liðinu þannig að þeir ákváðu að nú skyldu þeir bæta um betur og fá sér tvo bjóra í hvert skipti sem yrði skorað. Að sögn blaðsins voru mennirnir orðnir nokkuð slompaðir þegar þeir gengu af velli. x x x Margt var skrifað um leikinn, enenginn fór þó í skó Alfreðs Þorsteinssonar sem fjallaði um hann í Tímanum daginn eftir. „Versti dagurinn í sögu íslenzkrar knattspyrnu fyrr og síðar var í gær á Idrætsparken,“ skrifaði Alfreð. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við að segja „fyrr og síðar“, en vart var liðinn sólarhringur frá því að leikn- um lauk og því hafði lítið gerst „síðar“ í íslenskri knattspyrnu. x x x Hitt er svo annað mál að aldreisíðar hefur íslenska landsliðið verið tekið jafn rækilega í gegn og fyrir fimmtíu árum. vikverji@mbl.is Víkverji Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða (Matt. 5:7) TWIN LIGHT GARDÍNUM Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.