Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ræðu semDonaldTrump
Bandaríkjaforseti
flutti um Afganist-
an á mánudags-
kvöldið var beðið með eftir-
væntingu og óvissu. Trump
hafði ítrekað í kosningabaráttu
sinni þá skoðun sína, að best
færi á því að Bandaríkin
drægju sig alfarið í hlé í þeim
átökum sem þar hafa geisað
síðustu ár.
Sú skoðun hefur eflaust að
einhverju leyti mótast af þeirri
staðreynd, að stríðið í Afgan-
istan er nú þegar orðið að
lengstu hernaðarátökum í sögu
Bandaríkjanna og enn hefur
ekki náðst að vinna fullnaðar-
sigur á talíbönum eða öðrum
glundroðaöflum, sem kasta
vilja skugga sínum á landið.
Það er því að vissu leyti eðlilegt
að stríðsþreytu hafi gætt í
Bandaríkjunum og virðist hún
hafa haft áhrif á sumar af
ákvörðunum forvera Trumps,
Obama.
Trump tilkynnti hins vegar í
ræðu sinni nú, að hann hefði
ákveðið að frekar væri ástæða
til þess að bæta í herlið Banda-
ríkjanna í Afganistan en að
draga úr, og kvað jafnframt
upp úr um það, að markmiðið
hlyti að vera að tryggja fulln-
aðarsigur á þeim sem þar hefðu
barist gegn stjórnvöldum í
landinu. Kemur sú stefnu-
breyting nokkuð á óvart, en
verður að teljast við hæfi.
Nokkuð ljóst er að ef Banda-
ríkjamenn yfirgæfu Afganistan
nú myndu öfgamenn af ýmsum
toga ná völdum, en þeir hafa
sótt mjög í sig
veðrið á síðustu ár-
um eftir því sem
Bandaríkjamenn
hafa dregið úr um-
svifum sínum.
Næðu þeir aftur völdum í land-
inu mætti eflaust eiga von á því
að það yrði fljótlega aftur orðið
að bækistöð trúarofstækis og
hryðjuverka, líkt og það var á
árunum fyrir árásirnar á New
York og Washington árið 2001.
Athygli vekur að Trump
veigraði sér ekki við að gagn-
rýna það hvernig stjórnvöld í
nágrannaríkinu Pakistan hafa
haldið á málum gagnvart öfga-
öflunum. Sagði Trump það
mjög skýrum stöfum, að Pak-
istanar yrðu að láta af stuðn-
ingi sínum við öfgamenn, en
þeir hafa hingað til þótt mjög
ótryggur bandamaður í barátt-
unni við hryðjuverkamenn.
Hefur sú afstaða að ein-
hverju leyti miðað við að halda
öfgamönnunum „góðum“,
þannig að þeir beittu sér frekar
í Afganistan en í Pakistan, og
hafa stjórnvöld í Afganistan
jafnvel sakað Pakistana um að
blása lífi í glæðurnar frekar en
hitt.
Ljóst er af orðum Trumps,
að þolinmæði Bandaríkjanna
gagnvart Pakistan er á þrotum.
Hvort það muni fela í sér ein-
hverjar afleiðingar fyrir Pak-
istana er óljósara. Hitt er þó
víst að Trump hefur nú markað
sér stöðu með afgerandi hætti
og lagt mikið undir. Stefnu-
breytingin er áfall fyrir öfga-
öflin í Afganistan, en þau hafa
reynst lífseig og munu án efa
halda uppi baráttu lengi enn.
Trump mun ekki
draga úr herstyrkn-
um í Afganistan}
Stefnubreyting við hæfi
Það bar til tíð-inda um síð-
ustu helgi í Vene-
súela að hið
nýkjörna stjórn-
lagaþing ákvað
upp á eigin spýtur að það
myndi hér eftir fara með lög-
gjafarvaldið í landinu, í stað
þjóðþingsins, þar sem and-
stæðingar Nicolás Maduro,
forseta landsins, ráða ríkjum.
Það er auðvitað sérkenni-
legt að samkunda sem að orð-
inu til er kjörin til þess að
semja nýja stjórnarskrá skuli
ákveða að hlutverk sitt sé að
svipta einn anga ríkisvaldsins
völdum, og þá þann eina sem
ekki er þóknanlegur fram-
kvæmdavaldinu. Þarna er án
efa kominn fram raunveruleg-
ur tilgangur stjórnlagaþings-
ins, enda verður ekki sagt að
háværar kröfur hafi verið uppi
um að breyta þyrfti stjórn-
arskrá landsins.
Enn verri verð-
ur þessi ákvörðun
þegar hugað er að
því að sterkar vís-
bendingar eru um
að stjórnvöld í Venesúela hafi
haft rangt við þegar kosið var
til stjórnlagaþingsins.
Vert er að hafa í huga að
þetta er önnur tilraun stjórn-
valda í landinu til þess að ræna
völdum frá þjóðþinginu. Fyrr í
vor reyndi hæstiréttur lands-
ins hið sama, sem aftur leiddi
beint til fjöldamótmæla á göt-
um úti gegn óstjórn sósíalist-
ans Maduros. Um 130 manns
hafa látið lífið í mótmælunum,
þar sem stjórnvöld hafa geng-
ið hart fram við að bæla niður
alla mótspyrnu gegn sér.
Líklegt er að sú tala muni
hækka á næstu vikum, enda er
valdaránið um helgina ekki til
þess fallið að lægja öldurnar.
Ólögmætt stjórn-
lagaþing Maduros
sýnir á spilin}
Valdarán í Venesúela
Í
samtali sem ég átti við bandaríska rit-
höfundinn Katherine Zoepf í vor
ræddum við meðal annars þráhyggju
Vesturlandabúa gagnvart hijab, slæð-
unni sem margar konur sem aðhyllast
islam bera. Hún nefndi það í spjallinu, sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir rúmum mánuði,
að þessi mikli hijab-áhugi snerist ekki um
slæður „heldur er þetta miklu frekar birting-
armynd af þeirri tilhneigingu að stýra því
hverju konur klæðast og slíkt er til í öllum
samfélögum“.
Í öllum samfélögum sagði Zoepf og hafi
menn efast um að það ætti líka við í okkar
upplýsta íslenska samfélagi þá sannaðist það
rækilega í gær þegar vefmiðill birti athuga-
semd um það að saksóknari, sem er kona,
hefði verið í of flegnum bol undir embættis-
skikkju sinni.
Allt frá því að karlar slógu eign sinni á konur, hófu að
líta á þær eins og hvert annað húsdýr, hafa þeir skipt sér
af því hvernig þær klæðast og hvernig þær haga sér.
Snar þáttur í því er náttúrlega að þeir eru að verja eigur
sínar, passa upp á að aðrir séu ekki að kássast upp á
þeirra jússur, en svo er það líka liður í því að tryggja
undirgefni, að passa upp á að þær séu ekki að trana sér
fram, koma sér fyrir þar sem karlar eru fyrir á fleti, sem
birtist einkar skýrt í því að (fjölmiðla)menn úti í bæ eru
að skipta sér af því hvernig ókunnugar konur klæða sig.
Afskipti af því hvernig konur eru búnar eru jafn gömul
sögunni, eins og ég nefndi, og nægir að nefna
til að mynda að fyrir tæpum fimm þúsund ár-
um settu menn suður við Miðjarðarhaf reglur
um það að giftar konur skyldu bera slæður til
að hylja hár sitt. Seinna komu aðrar strang-
ari reglur á þeim slóðum og sér stað í þrenn-
um eingyðistrúarbrögðum, islam, gyðing-
dómi og kristni, sem sprottin eru öll af sama
blettinum og tilbiðja sama guðinn. Þannig
gilda til að mynda strangar reglur um klæða-
burð kvenna í sumum ríkjum þar sem islam
er ríkistrú, en líka meðal heittrúaðra gyðinga
og var reyndar líka, og eimir af sumstaðar,
meðal kristinna (hefur þú séð mynd af Maríu
mey þar sem hún er ekki með slæðu?)
Þar suður frá er yfirvarpið reyndar að ekki
sé verið að kúga konur, heldur að vernda
þær, að koma í veg fyrir að karlar missi
stjórn á sér sökum samræðisfýsnar ef þeir sjá slegið
kvenmannshár, lostfagran ökkla eða íðilfagran úlnlið.
Nærtækt dæmi er og tilmæli til stúlkna um hvernig
þær skuli klæða sig í skólum og á skólaskemmtunum eru
hér á landi. Nefni sem dæmi það þegar þess var getið
sérstaklega í reglum Samfés vegna „Samfestingsins“
2013 að stúlkur mættu ekki vera berleggjaðar og ekki
„sýna brjóstaskoru, eða neitt þess háttar“. Vissulega
voru og eru líka settar reglur um klæðaburð piltanna, en
þær voru mun einfaldari, hugsanlega vegna þess að að-
standendur töldu minni líkur á að stúlkurnar myndu
missa stjórn á sér af eðlunarfýsn. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Bannaðar brjóstaskorur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ungu bændurnir
færu fyrstir í þrot
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sauðfjárbændur sem eruskuldlausir og reka hóf-lega stór bú geta þraukaðnokkur ár þótt afurða-
verðið hrynji niður úr öllu valdi.
En í fyllingu tímans fara allir í
þrot og fyrst ungt fólk, sem er að
byrja búskap og hefur steypt sér
út í miklar skuldir,“ segir Torfi
Halldórsson, bóndi á Broddadalsá
í Strandasýslu.
Váboði víða um land
Á Ströndum er sauðfjár-
búskapur undirstaða og að fáu
öðru að hverfa. Boðuð lækkun á
afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust
um allt að 35%, til viðbótar við tí-
undarlækkun í fyrra, er því váboði
fyrir bændur víða um landið.
Hugsanleg uppkaup á ærgildum í
því skyni að fækka sauðfé um 20%
og draga úr framleiðslu eru meðal
tillagna til lausn-
ar á vanda
bænda sem Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdóttir
landbúnaðar-
ráðherra kynnti
í vikunni. Þessar
hugmyndir eru
nú komnar til
umræðu meðal
bænda og fleiri.
„Boðuð
lækkun á verði til sauðfjárbænda
hefur gífurleg áhrif á afkomu
margra heimila,“ segir í ályktun
sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps
sem send hefur verið fjölmiðlum.
Orsökin á vanda sauðfjár-
bænda nú liggur m.a. í því að sala
á dilkakjöti hefur dregist mikið
saman á undanförnum árum í eft-
irgjöf fyrir framleiðslu svína- og
kjúklingaframleiðenda. Þá hefur
dregið úr útflutningi, sem auk-
inheldur er ekki jafn ábatasamur
og var vegna styrkingar krón-
unnar. Hvað sem annars líður að-
gerðum í þágu bænda má ljóst
vera að skellurinn vegna sölu-
tregðu nú verður talsverður, svo
sem í Dölum og Ströndum, á
Norðurlandi vestra og í Þingeyj-
arsýslum þar sem sauðfjárbúskap-
ur er í aðalhlutverki.
Kaupmenn vilja sitt
„Við höfum hopað kurteislega
og í staðinn hafa sláturleyfishafar
farið í útflutning á dilkakjötinu
sem hefur sáralitlu skilað,“ segir
Torfi. „Því er sókn á innanlands-
markað, þar sem bestu við-
skiptavinir okkar sauðfjárbænda
eru, nauðsynleg með vöruþróun og
nýjum áherslum í sölu. Hins vegar
þætti mér áhugavert að vita hvort
lægra verð til bænda komi fram í
hinu sama hjá versluninni. Ég
efast um sú verði raunin – því
kaupmenn vilja alltaf sitt.“
Torfi bendir líka á þann
napra veruleika að í öllum við-
skiptum sé bændum skammtaður
kostur; bæði af hálfu þeirra sem
selja þeim aðföng og kaupa afurð-
irnar. „Flutningskostnaðurinn er
svo í öllum tilvikum greiddur af
okkur bændum, sem erum með
þessu í furðulegri stöðu.“
Útlendingar eignast jarðir
Fari svo að bændur reki í
þrot má ætla að lánardrottnar
leysi til sín jarðir þeirra. Geti þá
gert núverandi ábúendur að leigu-
liðum ellegar selt til dæmis út-
lendingum, eins og Torfi ber kvíð-
boga gagnvart því að geti gerst.
„Ef bændur fara á hausinn verður
byggðaröskun og hvað verður um
eignarhaldið? Menn ættu að velta
þeim möguleika fyrir sér. Annars
hef ég til lengri tíma litið ekki
stórar áhyggur af íslenskum
bændum, harðduglegu fólki sem
bjargar sér alltaf þótt staðan sé
þröng. Hins vegar gætu íslenskir
neytendur lent í vondum málum ef
þeir þurfa í enn ríkari mæli að
treysta á innflutta matvöru sem
nálgast ekki íslenska framleiðslu
að gæðum,“ segir Torfi á Brodda-
dalsá.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Landbúnaður Ær með lamb sitt á fallegum sauðburðardegi að vori.
Torfi
Halldórsson
Fjöldi sauðfjár
Fjöldi
Skagafjörður 42.108
Borgarfjörður 35.389
Hérað 33.400
Rangárvallasýsla 31.505
Húnaþing vestra 30.855
Dalasýsla 30.149
Húnavatnshreppur 30.024
Strandir 20.463
Þingeyjarsveit 17.952
Hornafjörður 17.897
Norðurþing 16.323
Samtals á landinu öllu 475.892