Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 14
Ingileif Friðriksdóttir Skúli Halldórsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Fredrik Møller Olsen hélt áfram í gær og voru tuttugu vitni leidd fyrir dóminn. Ákærði mætti ekki til þinghalda í gærmorgun og verjandi hans Páll Rúnar M. Kristjánsson, sat þing- höldin fyrir hans hönd. Við þinghöldin sagði Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, útilokað að Niko- laj Wilhelm Herluf Olsen, skipverji á Polar Nanoq, geti hafa verið gerandi í málinu, en á fyrsta degi aðal- meðferðarinnar breytti Thomas framburði sínum og sagði Nikolaj hafa verið einan með Birnu í nokkra stund. Nikolaj fór ekki úr skipinu Snorri Örn Árnason, sérfræðing- ur lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, vann úr símagögnum og stað- setti síma Birnu, Thomasar, Nikolajs og annarra. Sagði hann ekkert benda til þess að Nikoilaj hefði farið frá borði Polar Nanoq eft- ir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. jan- úar sl. Verjandi benti á að lík Birnu hefði fundist á mjög fáförnu svæði, um veginn þangað hefði tuttugu bílum verið ekið. Spurði hann Snorra hvort hægt væri að sjá hvaða bílar þetta hefðu verið, að því gefnu að bíl- stjórar þeirra hefðu haft síma með- ferðis. Snorri sagði að hundruð eða þúsundir íbúa á svæðinu með kveikt á símum sínum gætu villt fyrir. Verjandi spurði þá hvort það væri flóknara og erfiðara að miða út far- síma við Suðurstrandarveg heldur en farsíma á höfuðborgarsvæðinu og í miðbæ Reykjavíkur. Sagðist Snorri ekki geta tjáð sig meira um það. Blóð var um alla bifreiðina Blóð úr Birnu Brjánsdóttur var að finna um alla Kia Rio-bifreiðina sem Thomas og Nikolaj höfðu á leigu. Í máli Björgvins Sigurðssonar, sér- fræðings hjá tæknideild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, kom fram að blóðblettir fundust í aftur- sæti bílsins, í lofti, á hraðamæli, á sólskyggni og á hurð hans. Telur hann ljóst að Birna hafi fengið minnst tvö aðskilin högg og hafi blætt við það. Reynt hafi verið að þrífa bílinn en það ekki tekist vel. Á skóm Birnu sem fundust við Hafnarfjarðarhöfn, voru þekju- frumur af bæði Birnu og Thomasi. Á úlpu Inuk Kristiansen, skipverja á skipinu, fannst blóðkám auk þess sem blóðblettir voru í peysu og bol sem fannst í þvottavél í skipinu. Á úlpu sem talin er hafa verið í eigu Thomasar, var blóðkám og var blóð- ið úr Birnu. Björgvin sagðist ekki geta sagt til um hvernig blóðið hefði komist í úlpuna. Fingrafar Thomasar var á beygl- uðu ökuskírteini Birnu sem fannst við leit lögreglu í togaranum Polar Nanoq. Glæpadeild norsku lögregl- unnar Kripos komst að þessari nið- urstöðu í kjölfar þess að tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði metið öll fingraför á skírtein- inu ónothæf. Klórför mögulega eftir mótspyrnu Urs Oliver Wiesbrock, þýskur réttarmeinafræðingur, sagði í fram- burði sínum að ekki væru vísbend- ingar um að vopni hefði verið beitt. Áverkar Birnu væru um mitt höfuð, við nef og munn en þó einkum hægra megin. Sagði hann að miðað við um- merki í bílnum mætti ætla að Birna hefði setið eða legið hægra megin á aftursætisbekk bifreiðarinnar á meðan höggin dundu á henni. Þegar horft væri til áverkanna væru þeir einkum á hægri hlið höfuðsins og hefðu því að öllum líkindum orðið til fyrir tilstilli vinstri hnefa. Ekki væri þó hægt að segja til um hvort brota- maðurinn væri örvhentur eða rétt- hentur með óyggjandi hætti. Við læknisskoðun á Thomasi komu í ljós klórför á bringu hans. Wiesbrock sagði að þau gætu hafa verið merki um mótspyrnu við árás. Wiesbrock sagði áverka á vinstri hönd Nikolaj líklega hafa verið yngri en fimm daga, en rannsóknin fór fram í kjölfar handtöku, fimm dög- um eftir að umrædd atburðarásin í bílnum mun hafa átt sér stað. Útiloka Nikolaj sem geranda  Tuttugu vitni voru leidd fyrir dóminn í gær  Fingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu  Talið að Nikolaj hafi ekki farið úr skipinu  Áverkar á bringu Thomasar mögulega eftir mótspyrnu Framvinda í máli Birnu Brjánsdóttur Föstudagur 13. janúar Birna fer ásamt vinkonu sinni í miðbæ Reykjavíkur um kvöldið. Þriðjudagur 17. janúar Skór Birnu finnast við birgðastöð Atlantsolíu við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt þriðju- dagsins 17. janúar. Þriðjudagur 17. janúar Allsherjarútkall björgunarsveita gefið út og Birnu leitað úr lofti, á láði og legi, aðallega í Hafnarfirði og Urriðaholti. Rauð Kia-bifreið, sem lögreglan leitaði að, finnst í Hlíðasmára í Kópavogi. Þriðjudagur 17. janúar Að kvöldi 17. janúar er bíllinn tengdur við skipverja á grænlenska togaranum Polar Nanoq, sem fór frá Hafnar- fjarðarhöfn að kvöldi laugardags. Lögreglan og danska varðskipið HDMSTriton hefja eftirför og fjórir íslenskir lögreglumenn farameð þyrlu Landhelgisgæslunnar um borð í Triton. Polar Nanoq fær fyrirmæli um að snúa við og sigla aftur til Íslands. Bænastund haldin í Hallgrímskirkju. Laugardagur 14. janúar Vinnustaður Birnu hefur samband við foreldra hennar þegar hún mætti ekki til vinnu ummorgun- inn. Lögreglu gert viðvart. Miðvikudagur 18. janúar Polar Nanoq kemur að landi í Hafnarfirði um kl. 23 og hinir handteknu færðir til yfirheyrslu. Sunnudagur 15. janúar Móðir Birnu, aðrir ættingjar og vinir ganga á milli húsa við Flatahraun í Hafnarfirði. Mánudagur 16. janúar Lögreglan og fjölmennt lið björgunarsveita leita Birnu í 300m radíus frá Laugavegi 31, í Urriðaholti, við Flatahraun og í Heiðmörk. Lögreglan boðar til blaðamannafundar. Miðvikudagur 18. janúar Sérsveit ríkislögreglustjóra sígur um borð í Polar Nanoq, tekur yfir stjórn skipsins og handtekur þrjá skipverja. Áfram er leitað að Birnu í Hafnar- firði, á Strandarheiði og við Hvaleyrarvatn. Fimmtudagur 19. janúar Tveir menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu, en þriðja skipverjanum er sleppt. Fjórði maðurinn handtekinn eftir að um 20 kg af fíkniefnum finnast um borð í Polar Nanoq. Enn er leitað að Birnu,m.a. á Strandarheiði. Laugardagur 14. janúar Hún yfirgefur skemmti- staðinn Húrra ein síns liðs um kl. 5 aðfaranótt laugardags og hverfur sjónum við Laugaveg 31 um kl. 5.25. Sunnudagur 15. janúar Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lýsir eftir Birnu að- faranótt 15. janúar. Sunnudagur 22. janúar Birna finnst látin í fjörunni við Selvogs- vita á Reykjanesi. 725 björgunar- sveitarmenn höfðu komið að leitinni dagana á undan. Fimmtudagur 2. febrúar Öðrum sakborningi, Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, sleppt úr haldi. Thomas Møller Olsen er úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Fimmtudagur 30. mars Ákæra gefin út á hendur Thomasi Møller Olsen í mál- inu. Héraðsdómur fékk málið sama dag og þingfesting var viku síðar. Þriðjudagur 18. júlí Þinghald hefst í málinu í héraðs- dómi. Skýrslur teknar af sjö skipverjum græn- lenska togarans Polar Nanoq. Mánudagur 21. ágúst Aðalmeðferð hefst í málinu. Thomas Møller Olsen gefur skýrslu fyrir dómi og er framburður hans gjörbreyttur frá skýrslutökum hjá lögreglu. Hann virðist varpa sök á Nikolaj félaga sinn og ber við að lögregla hafi komið illa fram við sig og því hafi hann sagt ósatt á sínum tíma. Þriðjudagur 22. ágúst Fjölmargir bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar, lög- reglumenn, skipverjar af Polar Nanoq auk réttarmeinafræðings og bæklunarlæknis. Föstudagur 1. september Aðalmeðferð í málinu lýkur. Þá er ráðgert að Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, og Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknar- innar, gefi skýrslu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalmeðferð Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Wiesbrock, túlkur hans og Sveinn Magnússon læknir, við réttarhöldin í gær. Aðalmeðferð í máli Birnu Brjánsdóttur14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Helgi Gunnlaugsson, pró- fessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segist hafa orðið var við mikinn áhuga hjá erlendum fræði- mönnum og fjölmiðlafólki víða að úr heiminum á mál- inu. „Frá því að málið kom upp í janúar hefur verið haft samband við mig bæði frá evrópskum og bandarískum fjölmiðlum,“ segir Helgi. „Það er ekki algengt að svo mikill áhugi sé á íslenskum saka- málum. Þetta mál hefur farið mjög víða.“ Spurður um skýringar á þessu segir Helgi þær líklega vera margvíslegar. Ein þeirra gæti verið að með auknum fjölda ferðamanna sem hingað komi rati það sem gerist hér á landi í auknum mæli í fréttir erlendra fjölmiðla. „En svo er það málið sjálft og sagan í því. Þarna er ung kona sem er ein á gangi og hún hverfur sjónum okkar. Þetta er sammannlegt, þetta snertir svo marga.“ „Það er enn mikill áhugi á málinu hér nú þegar réttarhöldin eru hafin. Fréttir okkar af málinu eru með þeim mest lesnu á vefnum,“ segir Walter Turnowsky, blaðamaður á grænlenska dagblaðinu Sermitsiaq. Walter fylgdist með máli Birnu Brjánsdóttur frá upphafi. „Viðbrögðin hér voru aðallega samúð með fjölskyldu Birnu og íslensku þjóðinni. En það var líka áfall að Grænlendingur gæti gert svona nokkuð. Glæpatíðni er há á Grænlandi, bæði ofbeldi og kynferðisleg misnotkun, en það er óvenjulegt að gerendur þekki ekki fórnarlömbin. Það var auðvitað mikill áhugi þegar Nikolaj var sleppt. Samfélagið á Grænlandi er lítið svo það þekkja hann margir.“ Mál Birnu snertir marga ÁHUGI Á MÁLINU ERLENDIS Fjölmiðlar Mikill áhugi hefur verið á máli Birnu Brjánsdóttur í erlendum miðlum. Mynd/Skjáskot af TV2.dk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.