Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Jón Elvar fæddistí Reykjavík enólst upp í Stykkishólmi til níu ára aldurs. Þaðan fluttist hann til Þórs- hafnar við Þistilfjörð og var þar til 18 ára aldurs, fluttist svo til Akureyrar en hefur búið í Kópavogi sl. 19 ár en þar ku vera gott að búa eins og frægt er orðið. Jón Elvar er þekktastur fyrir að hafa verið gítarleikari á ár- unum 1988-1991 í hljómsveitinni Stjórninni og spila með henni á tón- leikum og sveitaböll- um. Jón Elvar kenndi námskeið hjá ýmsum tónlistarskólum, bæði samspil og einkatíma á gítar. Árið 2001 söðlaði hann um og fór í matreiðslunám í Perlunni, útskrif- aðist 2006 og vann fyrst í Perlunni en hefur matreitt fyrir Veritas Kapital í Kópavoginum sl. 11 ár. Jóni Elvari finnst skemmtilegast að elda nautasteik, önd eða humar. Hann spilar þó enn með Björg- vini Halldórssyni og við ýmis önnur tækifæri. Á afmælinu ætlar Jón Elvar að „henda upp einni eldhúsinnréttingu og parketleggja“ en fara síðan á hljómsveitaræfingu með nokkrum Mosfellssveit- ungum til að æfa fyrir hátíðina „Í túninu heima“ sem haldin verður í Mosfellsbæ nk. laugardag. Jón Elvar er kvæntur Jóhönnu Ósk Eiríksdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau börnin Kristínu Ingu 27 ára, Aðalheiði Ágústu 21 árs og Hafstein Rúnar 19 ára. Einnig á hann golden retriever- hundinn Tuma sem á afmæli sama dag, hann verður sjö ára sem telst vera fimmtugur í mannsárum. Þeir félagarnir ætla að halda upp á stórafmælin í faðmi nánustu fjölskyldu og vina á föstudaginn og mun Jón Elvar elda góðgæti handa gestunum. Afmælisprinsarnir Strákarnir tóku lagið í góða veðrinu á dögunum. Jón Elvar og hund- urinn Tumi fagna Jón Elvar Hafsteinsson fimmtugur í dag Ú lfar Eysteinsson fædd- ist á loftinu yfir Prentsmiðju Hafn- arfjarðar 23.8. 1947 og ólst þar upp: „Ég er því Gaflari í húð og hár en það fær enginn að kalla sig Gaflara nema hann hafi fæðst þar í heimahúsi eða búið þar í 20 ár.“ Hvernig voru æskuslóðirnar í Firðinum fríða? „Þetta voru fyrsta flokks bernsku- slóðir, rétt fyrir ofan þar sem nú er Fjörukráin. Bakaríið var í næsta húsi, Ásmundarbakarí, og þar sníkt- um við strákarnir vínarbrauðsenda. Svo fylgdum við guttarnir her- trukkunum sem þurftu að aka upp Illubrekku í fyrsta gír á meðan her- mennirnir hentu til okkar tyggjó- pökkum. Auk þess var maður auðvitað að veiða á bryggjunni. Við veiddum meira að segja í heimagert net, mok- öfluðum, fórum svo með aflann í Ís & möl og fengum krónu fyrir kílóið. Þá vissu Íslendingar ennþá að þeir væru fiskimannaþjóð. Ég var líka í sveit í þrjú sumur á Reykjum á Reykjaströnd í Skaga- firði, hjá Ingibjörgu, dóttur séra Árna Þórarinssonar, og afabróður mínum, Gunnari Guðmundssyni.“ Úlfar var í Lækjarskóla og Flens- borg: „Þar var Laddi með mér í bekk. Hann var flottur en hann vant- aði einbeitinguna. Í lokaprófi í kristnifræði kunni hann ekkert, kóp- Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari – 70 ára Skytturnar Hér eru þrír fiskmeistarakokkar á Fiskideginum mikla á Dalvík, en Úlfar fann upp nafnið á hátíðina. Gaflari í húð og hár og frumkvöðull í fiskréttum Fjölskyldan á Þremur frökkum Úlfar og börnin hans, Stefán og Guðný. Reykjanesbær Steinunn Mía Arnórsdóttir fæddist á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja 10. febrúar 2017 kl. 10.27 árdegis. Hún vó 3.620 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Irmý Ósk Róbertsdóttir og Arnór Björnsson. Nýr borgarI Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is gerðu tónlist á makkann þinn Duet 2 stúdíógæði í lófastærð One fyrir einfaldar upptökur MiC hágæða upptökur Jam alvöru gítarsánd Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.