Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 27
eraði mín svör en presturinn hélt að
ég hefði svindlað, ekki Laddi. Hann
fékk 9,5 en ég 4,5.
Í Flensborg lærði fjöldi drengja
matreiðslu, ólíkt öðrum skólum, svo
þegar ég var að útskrifast, 1967,
voru 80 prósent þeirra sem útskrif-
uðust frá Hótel- og veitingaskóla Ís-
lands úr Hafnarfirði.“
Úlfar hóf nám í matreiðslu í Leik-
húskjallaranum og á Hótel Holti
1963 og útskrifaðist frá Hótel- og
veitingaskólanum árið 1967. Úlfar
starfaði á Hótel Loftleiðum og í flug-
eldhúsi Flugleiða á Keflavíkur-
flugvelli til ársins 1978 en á veit-
ingastaðnum Laugaási 1978-81.
Árið 1982 stofnaði Úlfar, ásamt
Sigurði Sumarliðasyni og Tómasi
Tómassyni, veitingastaðinn Pottinn
og pönnuna og ráku þeir hann til
1985. Síðar stofnaði Úlfar með Tóm-
asi veitingastaðinn Sprengisand
1985 og Úlfar og ljón 1986 sem hann
starfrækti til 1988. Hann stofnaði
síðan veitingahúsið Þrjá frakka sem
hann opnaði á bjórdaginn, 1. mars
1989, og hefur starfrækt hann með
börnum sínum en nú er Stefán sonur
hans tekinn við. Úlfar mætir þó á
staðinn, stingur putta í sósuna, vill fá
aðeins meira sérrí í hana og segir
skemmtisögur.
Úlfar hefur verið frumkvöðull í
fiskréttum. Hann.var í stjórn Félags
matreiðslumanna og varaformaður
þar, síðar formaður Lionsklúbbsins
Njarðar 1995-96, gjaldkeri Sjó-
stangaveiðifélagsins og í stjórn og
gjaldkeri EFSA.
Úlfar er mikill áhugamaður um
bridge. Hann keppti í aksturs-
íþróttum í 25 ár, hér heima og er-
lendis, og stundaði sjóstangaveiði í
jafnlangan tíma.“
Fjölskylda
Eiginkona Úlfars er Ingibjörg
Ólöf Magnúsdóttir, f. 8.7. 1971,
tækniteiknari hjá Naustmarin.
Fyrri kona Úlfars var Sigríður
Jónsdóttir, f. 9.9. 1947, d. 20.7. 1997.
Þau skildu árið 1986.
Börn Úlfars og Sigríðar eru 1)
Stefán Úlfarsson, f. 20.7. 1967, mat-
reiðslumeistari í Reykjavík en kona
hans er Bjarklind D. Guðlaugsdóttir
húsfreyja og eiga þau börnin Úlfar
Bjarka, f. 1988, Birgi Þór, f. 1991, og
Eyrúnu Ósk, f. 1995, og 2) Guðný
Hrönn Úlfarsdóttir, f. 8.4. 1972,
snyrtifræðingur í Reykjavík en
hennar maður er Heimir Helgason
flugstjóri hjá Icelandair og er dóttir
Guðnýjar Hrannar Sara Arnars-
dóttir en börn Guðnýjar og Heimis
eru Perla, f. 2003, og Alexander Nói,
f. 2005.
Systkini Úlfars eru Björn Stefán
Eysteinsson, f. 9.12. 1948, viðskipta-
fræðingur og fyrrv. útibússtjóri og
fyrrv. heimsmeistari í bridge, bú-
settur í Hafnarfirði; Bryndís Ey-
steinsdóttir, f. 17.10. 1951, skrif-
stofumaður, búsett í Hafnarfirði;
Hildur Eysteinsdóttir, f. 11.1. 1958,
skrifstofumaður, búsett á Álftanesi,
og Ólöf Edda Eysteinsdóttir, f. 5.4.
1968, skrifstofumaður á Álftanesi.
Foreldrar Úlfars voru Eysteinn
Óskar Einarsson, f. 18.5. 1923, d. 1.2.
2011, bókbindari í Hafnarfirði, og
k.h., Þórunn Björnsdóttir, f. 1.9.
1924, d. 29.7. 1972, hárgreiðsludama.
Seinni kona Eysteins er Sigríður
Sörensen.
Úlfar
Eysteinsson
Sigurbjörg Jónsdóttir
húsfr. í Rvík
Ólafur
Jónsson
steinsmiður
og sjóm. í
Hlíðarhúsum
og í Brekku-
koti í Rvík
Evlalía Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Björn Guðmundsson
bifreiðastj. í Rvík
Þórunn Björnsdóttir
húsfr. í Hafnarfirði
Ingibjörg
Björnsdóttir
húsfr. á
Brenni-
stöðum
Guðmundur Guðnason
b. í Brenniborg og víðar í Skagafirði
Hildur Eysteinsdóttir
skrifstofum. á Áltanesi
Björn Stefán Eysteins-
son viðskiptafr. og
fyrrv. útibússtj.
Ólöf Jóna Björnsdóttir hárgreiðslum. í Rvík
Þórir Sigurbjörnsson kaupm. í Vísi
Sverrir Friðþjófs-
son starfsm.
Reykjavíkurborgar
Hrafnhildur
Björnsdóttir
óperusöngkona
Gunnar Guðmundsson b. á Reykjum á Reykja-
strönd í Skagafirði (þar semÚlfar var í sveit)
Bryndís Eysteinsdóttir
lífeindafr. í Hafnarfirði
Sigurbjörn Björnsson
kaupm. í Vísi við Laugaveg
Friðþjófur
Björnsson lengst
af starfsm.
Reykjavíkur-
borgar
SelmaBjörns-
dóttir söngkona,
leikari og leikstj.
GuðfinnaBjörns-
dóttir dansari
Ingvar Sverrisson
almannatengill
Birna Björns-
dóttir dansari og
danskennari
Ólöf Edda Eysteinsdótt-
ir viðskiptafr. á Álftanesi
Stella
Björns-
dóttir
húsfr. í
Rvík
Eggert Lárusson jarðfr.og kennari
Heimir Lárusson mjólkurfr.
í Búðardal og kaupm. í Rvík
Björn Lárusson húsgagnasmið-
ur og fyrrv. varaform. KR og
Íslandsmeistari í kraftlyftingum
Björn Friðþjófsson
húsasmíðameist-
ari í Garðabæ
Sverrir Sverris-
son (Sveppi) dag-
skrárgerðarm. og
leikari
Halldóra Jónsdóttir
húsfr. á Berghyl
Þorlákur Anton Filippus Jónsson
b. á Berghyl og víðar í Fljótum
Ólöf Þorláksdóttir
húsfr. á Bakka,
síðar á Siglufirði
Einar Ásgrímsson
beykir og verkam. á Siglufirði
Margrét Sigurðardóttir
húsfr. á Nefsstöðum
Ásgrímur Guðmundur Ásgrímsson
b. á Nefsstöðum í Stíflu
Úr frændgarði Úlfars Eysteinssonar
Eysteinn Óskar
Einarsson
bókbindari í Hafnarfirði
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Ásbjörn Ólafsson stórkaup-maður fæddist í Keflavík23.8. 1903. Foreldrar hans
voru Ólafur Ásbjörnsson, kaupmaður
frá Innri-Njarðvík, og Vigdís Ketils-
dóttir frá Kotvogi í Höfnum. Ásbjörn
var næstyngstur sex systkina.
Árið 1935 kvæntist hann Gunn-
laugu Jóhannsdóttur frá Skúfi I í A-
Húnavatnssýslu. Þau eignuðust tvær
dætur, Ólafíu og Unni Grétu. Ólafía
giftist Birni Guðmundssyni forstjóra
og eignuðust þau fimm börn. Unnur
Gréta átti einn son, Ólaf. Í seinni tíð
bjó Ásbjörn með Dagbjörtu Eyjólfs-
dóttur.
Ásbjörn lagði stund á verzlunar-
fræði í Samvinnuskólanum. Tungu-
mál lágu létt fyrir honum, sem átti
eftir að koma sér vel síðar á ævinni
þegar umsvif kaupmannsins jukust.
Eftir námið flutti hann út fyrir
landsteinana og bjó í Noregi og síðar
í Kanada og sagði jafnframt að dvöl
sín þar hefði verið ákaflega dýrmæt.
Þegar heim var komið, 1930, starf-
aði hann hjá smjörlíkisgerðinni Svan
um nokkurt skeið og stofnaði heild-
verslunina Ásbjörn Ólafsson sem
hann rak allt til dauðadags.
Halldór Kiljan Laxnes kemst svo
að orði í einu verka sinna að þjóðar-
réttur Íslendinga sé kóka kóla og
Prins póló. Hið síðarnefnda pólska
súkkulaðikex gerði Ásbjörn einn af
ríkustu mönnum landsins og kom
traustum fótum undir fyrirtækið.
Ásbjörn var mikill unnandi fagur-
bókmennta, viðlesinn og hafsjór af
fróðleik. Vinur hans og æskufélagi
var Valur, sonur Einars Benedikts-
sonar skálds, en Ásbjörn dáði Einar
skáld mest allra manna.
Ásbjörn var stórbrotinn persónu-
leiki og fór ekki troðnar slóðir, hvorki
í verslunarháttum né mannlegum
samskiptum. Hann var kunnur fyrir
að gefa rausnarlegar peningagjafir
til ýmiss konar líknar- og menningar-
mála. Hann stofnaði sjóð í minningu
um foreldra sína til að styrkja lækna-
nema til náms.
Ásbjörn lést 20.12. 1977.
Merkir Íslendingar
Ásbjörn
Ólafsson
95 ára
Meinert Jóhannes Nilssen
Sigurrós Eyjólfsdóttir
90 ára
Kristín Helgadóttir
85 ára
Ásbjörg Kemp Helgadóttir
Garðar Víðir Guðjónsson
Guðrún Jósafatsdóttir
80 ára
Arnheiður Árnadóttir
Eygló Ingvadóttir
Helgi Sæmundur Ólafsson
Þorlákur Sigurðsson
75 ára
Dagfinnur Ólafsson
Hannes G. Haraldsson
Hrafnhildur Lúthersdóttir
Ingi Guðbrandsson
Ingveldur Sigurðardóttir
Kristín Helga Hákonardóttir
Magnús B. Magnússon
Sigurbjörn Árnason
Védís Elsa Kristjánsdóttir
70 ára
Birna Björnsdóttir
Brandur Danielsen
Guðmundur Gunnlaugsson
Júlíana S. Gunnarsdóttir
Oddný Guðmundsdóttir
Pálmi B. Aðalbergsson
Ragnar Jónsson
Sigrún L. Baldvinsdóttir
Svanur Kristjánsson
Úlfar Eysteinsson
60 ára
Brynja Hrönn Bjarnadóttir
Elín María Hilmarsdóttir
Gunnhildur Hauksdóttir
Hörður Reimar Óttarsson
Jónína Kristjánsdóttir
Kathy June Clark
Pétur Haukur Helgason
Steinn Bjarki Björnsson
Valur Höskuldsson
Þorsteinn Þ. Baldvinsson
Þórarinn Jóhannesson
50 ára
Ásta Sigríður Ólafsdóttir
Bjarney Friðriksdóttir
Erna Sverrisdóttir
Guðlaug Þóra Reynisdóttir
Helga Helgadóttir
Hildur Kristín Helgadóttir
Hlér Guðjónsson
Hulda Gísladóttir
Kolbrún Einarsdóttir
Linda Björk Richter
Magnús H. Magnússon
Ólöf Helga Sigurðardóttir
Páll Friðriksson
Sigrún Finnsdóttir
Þorsteinn Hlynur Jónsson
40 ára
Anna V. Kristmundsdóttir
Einar Sigurðsson
Elín Gyða Hjörvarsdóttir
Elín Sandra Skúladóttir
Eva Björg F. Torfadóttir
Gísli Guðmundsson
Grétar Örn Sigurðsson
Ólafur Erlingur Ólafsson
Ólafur Hjörtur Matthíasson
Pavels Versinins
Rósenberg Hólmgrímsson
Sigurvin R. Sigurðsson
30 ára
Agata Teresa Adamczyk
Geir Evert Grímsson
Jón Ólafur Eiríksson
Marek Maciejewski
Monika Pawezka
Sara Elísabet Haynes
Tessa Rosemary Eckerman
Til hamingju með daginn
30 ára Irmý ólst upp í
Keflavík, býr í Reykja-
nesbæ, lauk stúdents-
prófi frá FS og er flug-
freyja hjá Wow air.
Maki: Arnór Björnsson, f.
1991, flugþjónn hjá Wow
air.
Dóttir: Steinunn Mía
Arnórsdóttir, f. 2017.
Foreldrar: Róbert Þór
Guðbjörnsson, f. 1956, og
Guðbjörg Irmý Jónsdóttir,
f. 1956. Þau búa í Reykja-
nesbæ.
Irmý Ósk
Róbertsdóttir
30 ára Hrafnhildur ólst
upp í Reykjavík og hefur
verið þar búsett alla tíð.
Hún lauk BS-prófi í við-
skiptafræði við HR og
stundar nú söngnám við
Söngskóla Sigurðar
Demetz.
Maki: Hjalti Andrés
Sigurbjörnsson, f. 1987,
vélvirki og forstjóri.
Foreldrar: Margrét Odd-
geirsdóttir, f. 1958, og
Guðmundur Pálsson, f.
1953.
Hrafnhildur Eva
Guðmundsdóttir
30 ára Brynjólfur ólst
upp í Ólafsvík og Reykja-
vík, býr þar, hefur starfað
við forritun og hönnun og
starfar nú hjá Sendi-
ráðinu.
Bróðir: Marteinn Einar
Gunnarsson, f. 1982,
kaupmaður á Sauðár-
króki.
Foreldrar: Gunnar Björn
Gíslason, f. 1963, og
Ragnheiður Steinsdóttir,
f. 1964. Þau eru kaup-
menn á Sauðárkróki.
Brynjólfur
Gunnarsson
Magnaður prentari
fyrir heimili og smærri skrifstofur
Fyrirferðarlítill og hraðvirkur fjölnota prentari, sem prentar
allt að 20 síður í svörtu eða lit. Prentar báðum megin á
pappírinn. Innbyggður skanni með sjálfvirkum 35 síðna
arkamatara. Skanni getur unnið sem faxtæki og lit-
ljósritunarvél. Wi-Fi þráðlaus nettenging og býður uppá
prentun beint úr síma (með sérstöku appi).
WorkForce ProWF-4720DWF Helstu kostir:
• Hraðvirk hágæða prentun
Allt að 20 síður á mínútu í svörtu eða lit.
• Prentar, skannar, ljósritar og faxar.
4 tæki í 1 með og prentar beggja megin.
• Miklir tengimöguleikar
Þráðlaust net, WiFi Direct og venjul. nettenging.
• Prentun beint úr síma
Ókeypis app til að prenta beint úr síma.
ÞÓR FH
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Tölvuverslun - Reykjavík:
Ármúla 11
108 Reykjavík
Sími 568-1581
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is