Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Raðauglýsingar Atvinnuhúsnæði Stórar innkeyrsludyr og mjög mikil lofthæð. Stærð 131 fm og teikningar fylgja fyrir 70 fm millilofti. Verð 34,5 millj. Get tekið bíl upp í sem hluta af greiðslu. Jón Egilsson, 896-3677 – 568-3737. Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarmelur 12, 116 Reykjavík til sölu Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Ljósbrotið prjónaklúbbur kl. 13-16. Félagsstarfið er með opið í sumar kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, lambalifur, kl. 11.40-12.45. Kaffi- veitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Boðinn Handavinnustofa opin kl. 9-15. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Dansleikur með Vitatorgsbandinu í dag frá kl. 14-15. Það er alltaf mikið fjör og eru allir velkomnir, að dansa og syngja með eða bara að hlusta og njóta. Kaffisala er á sínum stað og er alltaf eitthvað gott með kaffinu á dansleiknum. Verið velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Morgunverður í borðsal kl. 8.15-9. Fjöliðjan í kjallara er opin frá kl. 10. Heitt á könnunni. Stólaleikfimi í innri borðsal kl. 11 með Olgu. Hádegisverður í borðsal kl. 11.30-12.30. Ganga kl. 13, eftir því sem veður og vindar leyfa. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Velkomin! Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Göngu- hópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, ný dagskrá liggur fyrir og verður kynnt fljótlega. Allir alltaf velkomnir, óháð búsetu og aldri. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, ganga kl. 10, síðdegiskaffi kl. 14.30. Hausthátíð Hæðargarðs verður haldin föstudaginn 8. september og haustferðin verður 15. september, nánari upplýsingar í Hæðargarði eða í síma 411-2790, allir velkomnir með óháð aldri og búsetu. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl.14, félagsvist kl.14, botsía, spil og leikir kl. 15.30. Bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Leir og listasmiðja á Skólabraut kl. 9. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í saln- um á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Ásta Bryndís Schram. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Smáauglýsingar Bækur Bækurnar að vestan í afmælisgjafir! Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7.500. Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7.500. Vestfirsku þjóðsögurnar allar 3 1.980. Vestfirskar konur í blíðu og stríðu allar 3 1.980. Frá Bjargtöngum að Djúpi 5 í pakka 7.500. Mannlíf og saga fyrir vestan 5 hefti í pakka 3.500. Sé tekinn allur pakkinn 25.000,- Kjarakaup! Frítt með póstinum. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456 8181 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel með farinn bíll, dráttarkrókur og vetrardekk fylgja Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 617-7330 og 437-1571 Bílar ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á  Atvinnublað alla laugardaga ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is Okkar ágæta móðir hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfiða sjúk- dómslegu, þrotin að heilsu og kröftum. Minningar hrannast upp þó langur tími sé liðinn frá upp- vaxtarárunum í Hænuvík. Það mæddi mikið á þessari ungu móður minni, sem sá um heim- ilisverk og stóran hluta búskap- ar á meðan faðir okkar stund- aði störf fjarri heimilinu. Á þessum árum var Hænuvík í þjóðbraut og ekki laust við gestagang. Jafnan uppbúið rúm í herbergi inn af stofunni í gamla bænum, sem kunnugir nýttu sér ef þeir voru seint á ferð. Þegar aðkomuskór sáust í forstofunni að morgni vissi hús- móðirin að gest hafði borið að garði um nóttina og hagaði morgunverkum eftir því. Mamma var glaðsinna og jafnan hress í viðmóti þegar gesti bar að garði, enda engir fýludallar á ferðinni, bara gleðigjafar. Hún hafði hæfileika á ýmsum sviðum, gat sett sam- an vísur, jafnvel heilu bragina ef svo bar undir, var ófeimin við að tjá sig í fjölmenni og skarpskyggn á mannlífið í kringum sig, spaugsöm vel í góðum hópi. Mér finnst hún hafi notið talsverðrar virðingar meðal sveitunga sinna án þess að hún hafi tekið sérstaklega eftir því sjálf. Hversdagurinn og heimilið voru hennar stund og staður og lítið gerði hún af því að upphefja sig á kostnað annarra. Þá var hún einkar treg til langferða, en þó ferð- uðust þau hjónin talsvert þegar leið á ævina. Á yngri árum upplifði móðir mín að missa árlega einhvern Dagbjörg Una Ólafsdóttir ✝ Dagbjörg UnaÓlafsdóttir fæddist á Sellátra- nesi í Rauðasands- hreppi 3. sept- ember 1924. Hún lést 11. ágúst 2017. Jarðarförin var gerð 19. ágúst 2017. nákominn ættingja, þar á meðal báða foreldra sína sem voru látnir þegar hún var 16 ára. Uppvaxtarárin hafa því örugglega verið erfið og ekki laust við að þess gætti í viðmóti hennar þó að sjaldnast hefði hún orð á því. Þá var henni mikið áfall að missa Ólaf son sinn um fertugt árið 2003, og árið 1981 fórst dótturson- urinn, Hrafnkell, af slysförum á barnsaldri. Þessi erfiða reynsla ásamt hvers konar amstri hversdagsins setti mark sitt á heilsu hennar á efri árum, þó hún héldi andlegri reisn og skýrri hugsun allar götur fram undir það síðasta og sjálfstætt heimili hafði hún þangað til í desember síðastliðnum þegar þrekið þraut og sjúkrahúsið á Patreksfirði varð hennar skjól síðustu mánuðina. Ber sérstak- lega að þakka starfsfólki þess góða umönnun þessa síðustu mánuði sem hún lifði. Ég hef dvalið fjarri æsku- slóðum allt frá unglingsárum en minnist uppvaxtarins með þakklæti. Það var mikil ham- ingja að alast upp á þeim fagra stað, Hænuvík, þar sem ævin- týrin og rannsóknarefnin biðu við hvert fótmál. Og þegar eitt- hvað bjátaði á var móðirin okk- ur, börnum sínum, skjöldur og skjól. Ég vil að lokum þakka systk- inum mínum fyrir alla þá um- hyggju og ræktarsemi sem þau hafa sýnt okkar látnu móður, heimsóknir mínar vestur eru röð ævintýra, sem börnin mín geyma í minningu sinni og leik- ur amman í Hænuvík oft stórt hlutverk í ferðasögum þeirra á ættarslóðirnar. Við eftirlifandi börn hennar og barnabörn kveðjum nú góða móður og ömmu og óskum henni góðrar heimkomu í Sum- arlandið, sem hún þráði svo heitt undir ævilokin. Sigurjón Bjarnason. ✝ Svandís Matt-híasdóttir fæddist á Ísafirði 13. september 1926. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Matthías Ásgeirsson skatt- stjóri og Sigríður Gísladóttir húsfreyja. Svandís var yngst þriggja systra. Þær eldri voru Guðný Maren og Ás- laug. Svandís giftist Hauki Krist- jánssyni lækni árið 1949, Hauk- ur lést árið 2001. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru Birgir, giftur Gróu Erlu Rögn- valdsdóttur, Rósa og Baldur, giftur Lilju Ingvarsson. Barnabörnin eru fjögur og barna- barnabörnin fjög- ur. Svandís útskrif- aðist gagnfræð- ingur frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar árið 1943. Hún vann á skrifstofu Sýslumanns á Ísafirði og síðar á skrifstofu Tollstjóra í Reykjavík en frá árinu 1951 sinnti hún heimili þeirra hjóna. Útför Svandísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. ágúst 2017, kl. 13. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg oggóð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þessu ljóði viljum við kveðja ömmu Svönu sem var okkur svo góð og þakka henni fyrir allar samverustundirnar. Minningin lifir. Haukur og Dagbjört Birgisbörn. Svandís Matthíasdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.