Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 23

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 ✝ SigríðurMaría Bjarn- rún Andersen (Sirrý) fæddist á Siglufirði 15. október 1943. Hún lést á líknardeild- inni í Kópavogi 16. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jónsdóttir And- ersen, f. 19. mars 1910, d. 10. ágúst 1989, og Georg Andersen, f. 20. nóv- ember 1886, d. 1. febrúar 1970. Systkini samfeðra: Jón Al- freð Andersen, f. 1910, d. 1989, Hedvig Hulda Andersen, f. 1914, d. 1991, Emil Helgi Andersen, f. 1919, d. 1971, Ingvald Olaf Andersen, f. 1923, d. 2012. ín Margrét, f. 5. júní 1961, gift Jóni Jónssyni, sonur þeirra er Bjarki Þór, og Friðrik, f. 1. desember 1963, börn hans eru Pétur Bergvin og Rósa María. Sigríður giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Rögnvaldi Bergvin Gíslasyni, f. 19. ágúst 1943, hinn 8. nóvember 1969. Eignuðust þau tvö börn saman, þau Rögnvald, f. 27. ágúst 1969, giftur Þórunni I. Einars- dóttur, börn Rögnvaldar eru Svandís Alexía, Daníel Már og Sigríður Anita, og Lilju Rós, f. 3. október 1975, sambýlism. hennar er Sigurður A. Hrafn- kelsson, dætur þeirra eru Þór- laug María og Berglind Ósk, en fyrir á Lilja einnig dótt- urina Guðfinnu Rós. Fyrir á Rögnvaldur tvö börn, þau Rósu Ágústu, f. 24. júní 1964, og Valgeir Sigurð, f. 4. júlí 1966. Útför Sigríðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 23. ágúst 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. Systkini sam- mæðra: Agnar Bjarg Jónsson, f. 1937. Alsystkini: Hertha Sylvía Andersen, f. 1939, Soffía Adda Andersen, f. 1941, d. 2016, Guðrún Inga Andersen, f. 1945, Kristín Ardís Andersen, f. 1947, og Þórður Georg Andersen, f. 1950. Sigríður ólst upp til 15 ára aldurs á Siglufirði, en flutti þá til Reykjavíkur til hjónanna Magnúsar og Ágústu, eða Manga og Gústu eins og þau voru kölluð. Sigríður giftist Valdemar Friðrikssyni árið 1961, þau skildu. Börn þeirra eru: Krist- Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar er látin. Henni var margt til lista lagt og eru þessi minningarorð engan veginn tæmandi um lífsferil hennar. Margt stendur upp úr og má þar helst nefna óbilandi styrk, þrautseigju, góðvild og reisn sem hún bar alla sína ævi. Alla tíð vildi hún sinna náunganum og tók gjarnan aðra fram yfir sjálfa sig Helstu áhugamál hennar voru ýmiss konar hannyrðir. Þar geta fáir fetað í fótspor hennar. Hún saumaði út, heklaði það sem henni datt í hug og prjónaði hvert listaverkið á eftir öðru. Það er örugglega hægt að full- yrða að hver einasti fjölskyldu- meðlimur eigi eina eða fleiri heklaða eða prjónaða flík eftir hana. Hún prjónaði einnig heil- mikið fyrir prjónaverslun og ófá heimfarasettin hefur hún prjón- að. Hún hélt fallegt heimili og gæði baksturs og eldamennsku voru henni eðlislæg. Hver man ekki ómótstæðilegu brauðtert- urnar hennar, kryddkökuna, súkkulaðikökuna og ömmu- pönnsur? Ef einhver var lasinn læknaði blómkálssúpan hennar allt, nú eða kjötsúpan sem var guðdómleg. Ferðalögin voru ófá og fór hún víða, bæði innanlands og er- lendis. Fjöldann allan af veiði- ferðum fór hún með Rögnvaldi eiginmanni sínum og standa þar upp úr margir góðir dagar þar sem þau veiddu í soðið í Laxá á Ásum, í Þingvallavatni og Elliða- vatni. Einnig lögðu þau oft land undir fót og fóru þar á meðal til Danmerkur og Spánar. Á sínum efri árum fóru þau einnig með börnum sínum og barnabörnum utan og má þar nefna Þýskaland, Spán, Afríku, Portúgal, Kanarí, Tenerife og Bandaríkin. Þú hafðir mikið dálæti á tón- list, þar stóð einna helst Elvis Presley upp úr og kannski ekki tilviljun að dánardagur ykkar beggja skyldi vera 16. ágúst. Lagið Siglufjörður með Eyþóri Inga þótti þér afar vænt um sem og bæinn. Nú mun ósk þín um að lagið verði flutt í jarðarför þinni verða að veruleika. Vitneskju þeirri sem bankaði upp á hjá okkur fjölskyldunni í vor um ólæknandi veikindi, þín elsku eiginkona og móðir, var erfitt að kyngja. Enginn trúði því að Sirrý mín og móðir okkar gæti mögulega orðin svona lasin, bara allt í einu, að eitthvað svona myndi koma fyrir þessa sterku manneskju. Næstu dagar, vikur og mán- uðir voru erfið fyrir okkur öll. Allt gerðist þetta svo hratt. En fyrir þig, sterku manneskjuna sem þú varst, reyndum við hin að halda höfði og fylgja þér og reisn þinni alla leið, allt til enda- loka þinna. Við áttum ekki von á því að missa þig svona fljótt, við vildum öll hafa þig lengur hjá okkur, héldum í rauninni að þú yrði dá- lítið lengur. Þú vissir í hvað stefndi, þú varst undirbúin og þú náðir að kveðja okkur öll með fallegum orðum og innilegu knúsi. Núna ertu farin á betri stað og finnur ekki lengur til. Við vitum að þú vakir yfir okkur. Þú munt ávallt fylgja okkur í hjörtum okkar og huga og við munum tendra ljós um minningu þína um aldur og ævi. Og mamma, þetta verður allt í lagi eins og þú sagðir sjálf stuttu áður en yfir lauk. Elsku eiginkona mín og móðir okkar. Hvíldu í friði, minning þín lif- ir. Rögnvaldur Gíslason, Kristín, Friðrik, Rögnvaldur og Lilja Rós. Ástarvakning Að elska og þrá að vakna úr dá að elska er gott þín vitund fær vott. Að missa er verra þín tár þarf að þerra vertu þinn herra, þín frú ástin er ávallt trú. Gefðu því allt já ávallt þú skalt elskaðu mig því ég elska þig. Friðrik. Kveðja til Mömmu Hvernig þú prjónaðir þig í gegnum líf þitt með mikilli list. Hvernig þú lofaðir mig og uppfylltir líf mitt ég stórt hef misst. Þinn styrkur, þín von, þín trú hjá mér, ég veit þú munt vernda ömmugullin þín þrjú. Styrkleika og þrótt þinn, mín kæra frú mátt þú láta hjá mér lenda ég þigg hann með þökkum nú. Of fljótt frá okkur varstu tekin elsku mamma, mig langar svo að segja margt ást og hlýju þú eftir þig lætur. Þú verður ávallt að verðleikum metin fallegar minningar og ómetanlegt prjónaskart ég mun alla tíð hafa á því gætur. Þú kvaddir heiminn og okkur öll með styrk og mikilli reisn með fögrum orðum líkt og drottning í höll. Þú kvaddir mig I love you ég kveð þig elsku mamma love you too. Þín Rós. Sigríður Andersen ✝ Kristín ÁgústaStefánsdóttir fæddist á Þórshöfn 22. febrúar 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 28. júlí 2017. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Ó. Bjarnardóttir og Stefán Svein- björnsson. Hún var tekin í fóstur 6 vikna göm- ul af Þórarni Guðnasyni og Kristlaugu Guðjónsdóttur til Kollavíkur í Þistilfirði. Þar ólst hún upp við mjög gott at- læti í stórum systkinahópi, fjórar systur og tveir bræður, bræðurnir létust á unga aldri. Mjög kært var alla tíð á milli þeirra systra. Samfeðra átti Kristín 9 systkini en sam- mæðra átti hún tvær systur, Ester og Dagmar Sig- urðardætur. Þann 19. maí árið 1940 giftist hún Kristni Niku- lási Ágústssyni, f. 21.1. 1915, d. 12.11. 1988, og hófu þau búskap á Raufarhöfn og bjuggu síðan sunnan heiða og norðan. Í 14 ár bjuggu þau á Kópaskeri þar sem hún vann við bæði sláturhússtörf og hótel- rekstur. Þau ættleiddu þá dóttur sína, Erlu Krist- insdóttur, f. 25.12. 1950. Erla giftist Halldóri Svavarssyni 28.12. 1975. Foreldrar hans voru Svavar Víglundsson og Guðrún Benediktsdóttir. Börn þeirra Erlu og Halldórs eru 1) Kristín Ágústa, gift Guðjóni Víðissyni og eiga þau fjögur börn, Söru Björg, Eið Örn, Ið- unni Erlu og Víði Snæ. 2) Kristinn Rúnar, giftur Maríu Árnadóttur, eiga þau þrjú börn, Tómas Ingva, Agnesi Eir og Árna Snæ. 3) Svavar Örn, börn hans eru Halldór, Thelma Rut og Andrea Ýr. 4) Halldór Heiðar, maki hans Agnes Barkardóttir og eiga þau fimm börn, Kristófer Örn, Bjarka Frey, Guðrúnu Ágústu, Kristínu Erlu og Arnar Breka. Kristín og Kristinn fluttust til Raufarhafnar árið 1961, þar sem hún vann við síms- vörun hjá Símanum þar til þau fluttu til Hafnarfjarðar árið 1971. Lengst af starfaði hún í sápugerðinni Frigg og var ávallt virkur meðlimur systrafélagsins í Víðistaða- kirkju. Kristín dvaldi á Sólvangi í tæp tvö ár eða þar til hún lést. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku besta amma lang, svo indæl, jákvæð. Hress og kát. Þú máttir ekkert aumt sjá og hugsaðir ávallt um aðra fremur en sig sjálfa. Fjölskyldan var þitt eitt og allt. Þú varst alltaf fyrst til að spyrja frétta og fá að vita af gangi mála, hvað sem það var og hver sem það var, þú mund- ir það alltaf og hringdir til að spyrja og sýna umhyggju. Það var alltaf svo yndislegt að heimsækja þig, í kjallarann á Burknabergið, í hvíldarinn- lögn á Hrafnistu eða á Sólvang, þar sem þér leið svo ofsalega vel enda með eindæmum vel hugsað um þig og starfsfólkið allt alveg yndislegt. Okkur leið svo vel af því að vita af þér þar. Þú hafðir nóg að gera þar og leiddist aldrei, ef þú varst ekki að spila við aðra íbúa, þá varstu að syngja og segja sögur af fólkinu þínu sem þú varst svo hreykin af. Elsku besta amma lang, takk fyrir allar dásamlegu samveru- stundirnar. Takk fyrir jólin, afmælin, heimsóknirnar, pönnukökurnar, símtölin, straukennsluna, um- hyggjuna, ánægjuna, gleðina og allt þakklætið sem þú einnig sýndir okkur með þinni ein- stöku umhyggju og jákvæðni. Takk fyrir að vera okkur góð fyrirmynd fyrir lífið og framtíð- ina. Sérstaklega viljum við þakka þér fyrir það hversu innilega þú bauðst okkur Bjarka minn svo velkomin í fjölskylduna þína. Nú ert þú komin á betri stað og hefur hitt hann Kidda þinn, sem þú saknaðir svo mikið. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér. Elsku besta amma lang, þín verður sárt saknað. En við huggum okkur við allar dásam- legu minningarnar sem við eig- um með þér flissandi, einlæg, brosandi og svo jákvæð. Takk fyrir allt – og allt. Hvíl í friði Halldór Heiðar, Agnes og börn. Kidda móðursystir mín hef- ur kvatt þennan heim. Hún andaðist í hárri elli að Sólvangi í Hafnarfirði þann 28. júlí. Hún var yngst þeirra Kollavíkur- systra, en mér er minnisstætt hve einstaklega fallegt þeirra systrasamband var, enda aldar upp á heimili þar sem mann- gæska og hjálpsemi voru í há- vegum höfð. Kiddu kynntist ég ekkert að ráði fyrr en ég var orðin full- orðin enda fólk ekki alltaf á ferðinni út og suður í mínu ungdæmi þótt vegalengdir væru ekki ýkja langar. Kidda var með eindæmum jákvæð og glaðsinna mann- eskja og af þeim sökum lær- dómsríkt og mannbætandi að eiga með henni samleið, jafn- aðist á við mörg námskeið í jákvæðri sálfræði! Hún kunni líka að gera grín að sjálfr sér, eins og þegar hún handleggs- brotnaði á báðum á leiðinni úr strætisvagninum, sem reynd- ar kom ekki í veg fyrir að hún bakaði hundrað pönnukökur fyrir systrafélagið í Víðistaða- kirkju fáum vikum síðar. Hún var söngvin og lagviss og það eina sem hún taldi sig geta kvartað yfir 95 ára gömul og farin að heilsu var að geta nú ekki lengur sungið. Hún talaði oft um hve hún væri heppin með fólkið sitt, tvær dásam- legar mömmur, allar systurn- ar, dóttir, öll barnabörnin og tengdason sem gæti ekki ver- ið betri. Ekki að hún væri að stæra sig heldur einfaldlega þakklát fyrir hve lífið var henni gjöfult. Eða hve blessað starfsfólkið á Sólvangi var einstakt. „Heldurðu ekki að þær láti mig í fótabað á kvöld- in bara til mér líði betur – eins og þær hafi nú ekki nóg annað að gera. Ráðamenn þjóðarinnar ættu að vinna hér eins og einn dag – það opnaði kannski augu þeirra fyrir því hve fólkið þarf að vinna mikið fyrir lítið kaup.“ Henni var tamara að gera kröfur til sjálfrar sín en annarra. Kidda hjálpaði mér þegar ég þurfti á að halda og það er geymt en ekki gleymt. Nú syngur hún vísast með sinni fallegu altrödd í kirkju- kórnum í himnaríki og gefur fólkinu þar kaffi og heimsins bestu lummur með og á næstu Þorláksmessu verða steiktar kleinur þar á bæ! Ég votta Erlu og fjölskyldu samúð við andlát hennar og þakka frænku minni samfylgd- ina. Guð blessi minningu góðrar konu. Sigríður Björnsdóttir. Kristín Ágústa Stefánsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, SIGURÐAR BJÖRNSSONAR bónda, Háteigi, Vopnafirði. Ólöf Helgadóttir Guðrún Ólafía Sigurðardóttir Benedikt Bragason Helgi Sigurðsson Margrét Sigtryggsdóttir Jónína Björg Sigurðardóttir Franco Stragiotti barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Melseli 18, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans þriðjudaginn 15. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigþór Borgar Karlsson Vignir Örn Sigþórsson Guðbjörg Birna Jónsdóttir Jökull Örn, Hrafnhildur Steinunn og Arna Guðrún Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÓLÖF GERÐUR PÁLSDÓTTIR, Sléttuvegi 7, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 13. Gunnar Albert Ottósson Árni Freyr Gunnarsson Þorbjörg Kristín Gunnarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG RAFNAR, lést á Landspítalanum 21. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Össur Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.