Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Við höfum varað við því á undan- förnum misserum að það sé fráleit staða að hið opinbera sé leiðandi í launahækkunum í landinu,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), um þá stöðu að opinberir starfsmenn leiði launaþró- un á íslenskum vinnumarkaði. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að slík launaþróun væri þvert á hið skandinavíska líkan á vinnu- markaði, þar sem útflutningsgreinar semja fyrst með hliðsjón af sam- keppnisstöðu og þær hækkanir ganga síðan til annarra hópa. „Ef við horfum á launasetninguna heilt yfir höfum við náð árangri á undan- förnum árum m.a vegna styrkingar krónunnar og hagstæðra við- skiptakjara. Tölurnar um kaupmátt- araukningu síðustu ára tala sínu máli. Það er fyrirséð að sá styrking- arfasi er búinn, þannig að launa- hækkanir umfram framleiðniaukn- ingu hagkerfisins munu leiða til verðbólgu,“ segir Halldór og bætir við að nauðsynlegt sé að standa vörð um litla verðbólgu og þá miklu kaup- máttaraukningu sem hafi náðst á síð- ustu þrem árum. „Við þurfum ekki að bakka langt aftur í hagsögubók- unum og skoða hvað gerist ef við ætl- um að fara aftur í sömu vegferð og við fórum síðast. Það mun enda með meiri verðbólgu, kaupmátturinn mun hrynja og krónan mun gefa eft- ir.“ Spurður um komandi kjara- viðræður ríkisins í haust segir Hall- dór að „samningamenn hins opinbera þurfa að standa í lappirnar og nú er mál að linni“. Hefur hvergi gefist vel Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands (ASÍ), segir að það hafi hvergi gefist vel þegar opinberir aðilar leiði launaþróun á vinnumarkaði. „Hagvöxtur og verð- mætasköpun í samfélaginu ræðst af stöðu okkur í útflutningi og sam- keppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum og þess vegna verða að- stæður í þeim greinum sem eru í samkeppni við útlönd að móta svig- rúmið.“ Hlutfallslega hafa laun fram- haldsskólakennara og lækna hækkað mest frá árinu 2014, en læknar hafa hækkað um 32% og kennarar um 34%, samkvæmt launatöflu á vef stjórnarráðsins. Gylfi segir að samn- ingar ríkisins við framhaldsskóla- kennara og lækna hafi verið grund- völlur í öðrum samningum við ríkið undanfarin ár. Spurður hvort samtök þessara hópa séu í betri stöðu en aðrir til geta þrýst á ríkið segir Gylfi að erfitt sé að átta sig á því hvar eigi að bera niður og hver hin eiginlega ástæða sé. Auðvitað séu stéttarfélög þessara hópa í stöðu til þess að þrýsta á ríkið og stjórnmálamenn hafi í kjölfarið gefið undan. Hins vegar sé lítið hægt að gera við því, þar sem ekki standi til að takmarka samningarétt þess- ara samtaka með neinum hætti. „Ég verð hins vegar að leyfa mér að hafa efasemdir um hvort þessi aðferð- arfræði skili sér í bættum kjörum til lengdar, vegna þess að efnahagslega gengur þetta módel ekki upp.“ BHM undirbýr kröfugerð Gerðardómur sem lagður var á Bandalag háskólamanna (BHM) árið 2015 og tók m.a. mið af samningum ríkisins við kennara og lækna rennur út 31. ágúst. Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, formaður BHM, segir fé- lagsmenn vera vongóða um að geta gengið til samninga við ríkið í haust. Hún segir jafnframt að aðildarfélög BHM séu ekki „hástökkvararnir“ í launaskriðinu hjá ríkinu. „Launa- skriðið hefur verið mest hjá kjar- aráði, læknum og framhalds- skólakennurum,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi verið ákvörðun annarra að miða gerðardóm við þá samninga. Aðildarfélög BHM undir- búa nú kröfugerð sína gagnvart rík- inu. Fráleit staða að hið opinbera leiði launaþróun  „Hvergi gefist vel,“ segir forseti ASÍ Morgunblaðið/Eggert Samið Þó nokkrir samningar koma inn á borð ríkissáttasemjara í haust. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Frá árinu 2010 hefur ferðamönnum sem leggja árlega leið sína í nátt- úrulaugarnar í Reykjadal fjölgað úr átta þúsund í 120 þúsund á ári, eða fimmtánfaldast. Sigurður Ósmann Jónsson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi sveitar- félagsins Ölfuss, segir svæðið löngu komið að þolmörkum og brýn nauð- syn sé á að koma upp landvörslu á staðnum. „Við höfum verið að vinna að upp- byggingu þarna síðan árið 2012, höf- um meðal annars verið að laga göngustíga og settum göngubrú til að tryggja öryggi fólks því hverirnir eru margir mjög nálægt göngustíg- unum. En fólk hefur bara verið að stytta sér leið og ekki alltaf farið eft- ir þessum göngustígum,“ segir Sig- urður. Hann segir umgengni í Reykjadal hafa versnað umtalsvert með fjölgun ferðamanna. „Fólk fer með sundföt, handklæði og fleira og skilur þetta svo bara eftir og þá lendir það á okk- ur að þrífa.“ Dalurinn orðinn eitt drullusvað Þessa miklu fjölgun má m.a. rekja til þess að Reykjadalurinn er alla jafna nefndur á nafn í ferðabækling- um og kynningarmyndböndum. Dal- urinn er í eigu ríkisins en Sigurður segist ekki vita hvort ákvörðun verði tekin á næstunni um landvörslu á svæðinu. Þá er dalurinn í landi Landbúnaðarháskóla Íslands og sagði Guðríður Helgadóttir skóla- stjóri að skólinn hefði frá árinu 2012 sótt um styrk hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bregðast við þessari skyndilegu ásókn í Reykja- dal. „Það var enginn viðbúinn þessu þannig að við ákváðum að fara að sækja um styrki til að styrkja innviði dalsins. Það er búið að endurnýja göngustíga og við höfum sett upp að- stöðu við baðstaðinn inni í dalnum, sem var orðið mikið drullusvað.“ Gjaldtaka myndi skila miklu Guðríður tekur undir orð Sigurðar um að brýn þörf sé á að landvarsla fáist í Reykjadalinn. „Það er bara spurning hver greiðir fyrir slíkt. Landbúnaðarháskólinn á ekki til fjármagn í það og sveitarfélögin búa heldur ekki yfir aukafjármagni í slíkt verkefni. Hugsanlega væri hægt að hefja gjaldtöku, 500 krónur á hvern þann sem baðar sig þarna. Þá væri hæglega hægt að skapa það fjár- magn sem til þarf.“ Morgunblaðið/RAX Náttúra Reykjadalur hefur vaxið gríðarlega í vinsældum síðustu ár. Fjármagn skortir til þess að bregðast við. Reykjadalurinn kom- inn að þolmörkum  Brýn þörf á landvörslu  Fimmtánföldun gesta frá 2010 Vefsíðan TripAdvisor er ein vin- sælasta ferðavefsíða heims. Þar deila ferðalangar upplifun sinni af ýmsum stöðum; allt frá nátt- úruperlum til veitingastaða. 82 prósent þeirra sem gefið hafa náttúrulaugunum í Reykjadal umsögn gefa þeim topp- einkunn. Umsagnirnar eru langflestar jákvæðar og segir einn notandi að ferðin í laugarnar hafi verið einn af hápunktum Íslands- dvalar sinnar. Annar segist hafa búist við mun fleira fólki en raunin hafi verið og naut við- komandi sín afar vel í laug- unum. Mælir hann með að sem flestir komi þar við. Sé tekið mið af þessum umsögnum á TripAdvisor stefnir ekki í fækk- un ferðamanna í Reykjadalinn á næstunni. Toppeinkunn á TripAdvisor REYKJADALUR Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is Fagleg & persónuleg þjónusta Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki Hagkvæmara en þú heldur! Dæmi: AULIKA TOP Frábær kaffivél fyrir meðalstór fyrirtæki Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Foreldrafélög í Breiðholti hafa skorað á yfirvöld í Reykjavík að gera skóla- gögn gjaldfrjáls fyrir grunn- skólabörnin í borginni en skólastarf grunnskólanna er að hefjast núna í vikunni. Nú hefur 41 sveitarfélag brugðist við áskorun Barnaheilla til yfirvalda um að virða réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnskólamenntunar líkt og kveðið er á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með því að út- vega grunnskólabörnum skólagögn þeim að kostnaðarlausu og 17 til við- bótar ætla að niðurgreiða þau. „Þetta mál hefur enn ekki verið tekið fyrir í skóla- og frístundaráði eða borgarráði. Þessi mál hafa verið rædd, en það var ekki framlag á áætlun ársins 2017. Ef menn ætla að gera þetta núna yrði að fá auka- fjárveitingu,“ sagði Kjartan Magn- ússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- manna, sem situr í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar. „Málið er í vinnslu hjá okkur í sambandi við fjárhagsáætlun ársins 2018. Það er pólitískur vilji fyrir gjaldfrjálsum námsgögnum fyrir grunnskólabörn hjá Reykjavíkur- borg og ég reikna með að þetta fáist í gegn. Við þurfum að vinna útfærsl- una vandlega í samvinnu við skólana, en hver og einn skóli er með mismun- andi kröfur um námsgögn, þetta er aðeins erfiðara hjá okkur en hjá minni sveitarfélögum sem eru með færri skóla. Það þarf líka tíma til að undirbúa þetta vel vegna þess að út- boðskerfi fyrir útboð vegna náms- gagna hefur ekki verið sett upp í samræmi við útboðsreglur borg- arinnar,“ segir Skúli Helgason, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar og for- maður skóla- og frístundaráðs. Skorað á borgina að gera námsgögn barna gjaldfrjáls  Ekki á fjárhags- áætlun 2017 Morgunblaðið/Eggert Skólavörur Keypt fyrir veturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.