Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 22

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 ✝ Ingvar Ragn-arsson fæddist 24. maí 1930 í Bæ, Miðdölum, Dala- sýslu. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. ágúst 2017. Foreldrar hans voru Ragnar Sig- urðsson, bóndi í Fremri-Hundadal, Dalasýslu, f. 13. ágúst 1897, d. 7. mars 1973, og Málfríður Kristjánsdóttir hús- freyja, frá Hamri í Hörðudal í Dalasýslu, f. 5. janúar 1897, d. 13. desember 1988. Systkini Ingvars voru Kristín, f. 15. október 1926, d. 27. janúar 2011, Haraldur, f. 13. júní 1928, d. 30. maí 1972, Soffía Emelía, f. 23. júní 1932, Leifur Gísli, f. 11. júní. 1935, d. 4. mars 1988, og Ólafur, f. 22. nóvember 1938. Synir Árna Haraldar eru Guð- mundur Viðar, f. 21. ágúst 1979, dóttir Guðmundar Viðars Em- ilía Sól, f. 15. febrúar 2002, og Sigurður Jóhann, f. 14. desem- ber 1982. 2) Fríða Ragna, f. 5. maí 1975. Barnsfaðir Karl Georg Klein, dóttir þeirra er Elfa Rut, f. 6. nóvember 1997. Eiginmaður Jón Guðmundsson, f. 10. janúar 1973, d. 9. október 2014. Dætur þeirra eru Katla Rut, f. 26. júní 2006, og Tinna Rut, f. 23. júní 2009. Ingvar ólst upp í Bæ í Mið- dölum en árið 1949 flutti hann ásamt foreldrum og systkinum að Fremri-Hundadal í Mið- dölum. Ingvar vann að búi for- eldra sinna þar til hann flutti al- farið til Reykjavíkur árið 1960 þegar þau hjónin hófu búskap. Hann vann sem vörubílstjóri hjá Lýsi hf. og síðan vann hann hjá Sambandinu á Kirkjusandi við ýmis verkamannastörf til ársins 1981 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Ingvar verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 23. ágúst 2017, og hefst athöfnin kl. 13. Hinn 26. júní 1962 kvæntist Ingv- ar Hönnu Björk Baldvinsdóttur frá Svarfhóli, Mið- dölum, Dalasýslu, f. 14. október 1938. Foreldrar hennar voru Baldvin Þór- arinsson, bóndi á Svarfhóli, f. 2. júní 1906, d. 16. apríl 1971, og kona hans Sigrún Jósefsdóttir húsfreyja, frá Hlíðartúni, Miðdölum, Dala- sýslu, f. 8. febrúar 1910, d. 12. júní 1993. Ingvar og Hanna Björk eignuðust tvær dætur. 1) Sigrún Elfa, f. 27. desember 1961. Sam- býlismaður Þórhallur Már Sig- mundsson, f. 8. september 1945, d. 16. september 1991. Eig- inmaður Árni Haraldur Jó- hannsson, f. 14. janúar 1953. Með þessum litlu minninga- brotum mínum úr æsku langar mig að minnast pabba. Ein fyrsta minning mín um hann var þegar hann kom heim frá Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalið þar á sjúkrahúsi í nokkr- ar vikur vegna aðgerðar á höfði. Þetta var árið 1965 og ég aðeins fjögurra ára gömul en ég man enn tilfinninguna hvað var gott að fá hann heim, sitja í fanginu á honum og knúsa hann. Ekki spillti fyrir ánægjunni að hann kom með útlenskt súkkulaði, Toblerone, sem ekki var til á Íslandi þá og ég skildi ekki hvernig hægt var að búa til súkkulaði sem leit út eins og fjallstoppar. Á þessum árum vann pabbi sem vörubílstjóri hjá Lýsi hf. og er mér sérstaklega minn- isstæð ferð sem við mamma fórum með honum upp á Akra- nes. Að fá að sitja í stóra græna Scania Vabis-vörubílnum var nú ekki svo lítið ferðalag fyrir fjögurra ára stubb eins og mig því ekki var alltaf verið að transporta út fyrir Reykjavík á þessum árum þar sem foreldrar mínir áttu ekki bíl á þessum tíma. Ég leit upp til pabba, fannst hann svo flottur á stóra vörubílnum í köflóttu skyrtunni með uppbrettar ermar. Þar sem pabbi var fæddur á Bæ í Miðdölum, Dalasýslu, og mamma fædd á Svarfhóli í sömu sveit var tengingin vestur í Dali mikil og alltaf farið þang- að á sumrin og oftar þegar tækifæri gafst til. Árið 1970, þegar Baldvin móðurafi minn lá veikur á Víf- ilsstöðum og Sigrún amma var ein með búskapinn á Svarf- hóli, fór pabbi vestur að hjálpa ömmu í sauðburðinum og tók mig með. Ég fékk að hjálpa til eins og ég gat, þá níu ára, og þar áttum við góð- an tíma saman. Það var mikil upplifun að fá að hjálpa til, taka þátt í öllu sem tilheyrði sauðburðinum og fá að vaka heilar vornætur. Árið 1974 keyptu pabbi og mamma sinn fyrsta bíl, sem var Volkswagen-bjalla, ljósblá á lit- inn með svarthvítköflóttri svuntu framan á húddinu til að verja það fyrir grjótkasti. Það var engin smá breyting að fá bíl á heimilið og pabbi þurfti ekki lengur að taka strætisvagn í vinnuna. Þegar við fórum í bíltúr á þessum árum í þýska eðalstál- inu stríddum við nú oft mömmu. Blikkuðum við pabbi hvort annað í baksýnisspeglin- um og ég sagði: „Pabbi, þú læt- ur nú ekki þennan bíl taka fram úr okkur.“ Þegar pabbi steig þyngra á bensíngjöfina heyrðist í mömmu í farþegasætinu „Ingvar“ með þungri áherslu en hann svaraði: „Hvað er þetta kona, ég er bara að taka sótið úr bílnum.“ Pabbi hafði töluverðan áhuga á hestum og átti á sínum yngri árum mjög góðan hest sem hét Jarpur. Í nokkur ár var það fastur punktur hjá okkur að við fórum á Hvítasunnukappreiðar Fáks upp í Víðidal. Í minning- unni hjá mér var alltaf hryss- ingskuldi og rok þegar við stóð- um við skeiðvöllinn, en við létum það nú ekki á okkur fá. Maður beið í spennu eftir gæð- ingaúrslitunum og hélt niðri í sér andanum eftir að hafa farið í veðbankann í von um að hafa veðjað á réttan hest Það breyttist margt í lífi okk- ar þegar pabbi hætti að vinna árið 1981 vegna bílslyss sem hann lenti í, þá aðeins 51 árs. Eftir því sem árin færðust yfir varð hann óvirkari til daglegs lífs. Hann naut alltaf ómældrar ástúðar, natni og umhyggju frá mömmu sem ég mun ávallt dást að. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Þín dóttir, Sigrún Elfa. Ingvar Ragnarsson ✝ Hafliði ArnarBjarnason fæddist á Patreks- firði 18. október 1993. Hann lést á geðdeild Landspít- alans við Hring- braut 11. ágúst 2017. Foreldrar hans eru Ólöf Henríetta Aðalsteinsdóttir, f. 1956, og Bjarni Heiðar Sigurjónsson, f. 1952. Systkini Hafliða Arnars eru Svanhvít Jóna, f. 1976, gift Christian, f. 1976; Hilmir Þór, f. 1979, giftur Karen, f. 1979; Bern- harður, f. 1988; Elías Kjartan, f. 1990, unnusta hans er Sigrún Helga, f. 1991. Systkinabörnin eru fimm: Valdís Ósk, Heiðar Páll, Matthias Kilian, Adrian Er- ik og Grétar Máni. Fjölskyldan flutt- ist búferlum til Kópavogs árið 1998 þar sem Hafliði Arnar gekk í Linda- skóla. Hann lærði bakaraiðn við Menntaskólann í Kópavogi og var á verknámssamningi hjá Guðna í Köku- horninu í Kópavogi. Sem grunnskólanemi æfði Hafliði Arnar sund með bræðr- um sínum hjá Sunddeild Breiða- bliks. Seinna æfði hann kraftlyft- ingar með mjög góðum árangri og setti meðal annars heimsmet í unglingaflokki. Útför Hafliða Arnars fer fram í Lindakirkju í Kópavogi í dag, 23. ágúst 2017, kl. 13. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Ástarkveðja, mamma og pabbi. Yndislegi Hafliði okkar, elsku Trútli minn, ég get ekki trúað því að þú sért horfinn á braut með fallega brosið þitt, stóra og góða hjartað og glampann í aug- unum. Ég var ein af þeim fyrstu sem fengu að sjá þig og halda á þér og þú hefur alltaf átt þinn afar sérstaka stað í hjarta mínu. Faðmlögin þín voru alltaf af allra bestu gerð – þétt og hlý og beint frá hjartanu. Yngstur í systkinahópnum varstu alltaf mikill gleðigjafi – alltaf brosandi, alltaf að mynda brýr. Ógleymanlegt var þegar Christian kom fyrst með í heim- sókn til Íslands og þú sem fjög- urra ára gutti bentir öllum á að honum gengi svo vel – hann kynni m.a.s. að hlæja á íslensku. Sem stóra systir þín varð ég þeirrar miklu ánægju aðnjótandi að fá að eiga mikinn tíma með þér – og hafa gaman af öllum frá- bæru sögunum þínum og heim- speki. Hlátur og skemmtun var aldrei langt undan þegar þú varst nálægt. Við erum full þakklætis yfir að hafa fengið að fylgja þér á lífs- leiðinni – sem var allt of stutt – og vonum að þú hafir fundið frið og gleði. Því hláturinn bara get- ur ekki annað en fylgt þér hvert sem þú ferð. Eftir lifa góðar minningar um yndislegan dreng og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Ekki hugsa um hann sem horfinn ferðalag hans er bara nýbyrjað, lífið hefur svo margar ásjónur og þessi jörð er aðeins ein. Sjáið fyrir ykkur að hann hvíli sig frá sorgum, eftirsjá og tárum á stað sem er hlýr og býður huggun þar sem hvorki eru ár né dagar. Hvað hann hlýtur að óska þess að við gætum þegar vitað að ekkert nema sorgin getur raunverulega horfið á braut. Sjáið hann lifa í hjörtum þeirra sem hann snerti … Því ekkert sem er elskað getur tapast og hann var elskaður – svo mjög. (Ellen Brenneman) Við elskum þig alltaf. Svanhvít, Christian, Matth- ias Kilian og Adrian Erik. Mér varð þungt fyrir brjósti og fannst heimurinn stöðvast um stund þegar ég frétti af sviplegu fráfalli hins unga vinar míns Hafliða, sem kvaddi þennan heim aðeins 23 ára. Ég vissi að hann hefði átt erf- itt undanfarið en ég hafði, eins og aðrir, vonað hið besta með hann. En svona er þetta. Sorgin gleymir víst engum. Ég ætla ekki að spekúlera hvað fór úr- skeiðis eða hefði getað farið bet- ur í lífi hans, heldur ætla ég fyrst og fremst að minnast hans ljúfs drengs og góðs íþróttamanns. Þegar ég hugsa til baka sé ég Hafliða fyrir mér grannan og vöðvastæltan 16 ára gamlan lyfta 200 kg í réttstöðulyftu á fyrsta móti sínu 2010. Þá var hann að byrja ásamt bróður sínum, Elíasi. Hvílíkur áhugi hjá þeim bræðrum – minnti á þegar ég, ungur að árum, með ofuranda, skreið inn um glugga að nóttu til á Íþróttahúsi Ármanns til að taka sönnunartoppa með vini mínum. Árið eftir áttum við nokkrum sinnum saman bæt- ingaspjall. Þótt allar greinar kraftlyftinga lægju vel fyrir Haf- liða varð það snemma ljóst að réttstöðulyftan (deddið) var hans grein umfram flesta er tóku á stáli. Haustið 2011, þegar hann var enn 17 ára, tók hann 265 kg í réttstöðu og var þannig lagður af stað í 300 kg múrinn, sem hann rústaði snemma á nýju ári 2012. Eftir mótið, sem fram fór í Jaka- bóli, sagði ég við hann að nú yrði hann að þroska sig frá þessum æfingastöðvalyftum og fara að keppa erlendis en bestu bæt- ingaráðin fengi hann samt frá „Strongest“, Magga Ver. Þá brosti Hafliði ljúfmannlega eins og hans var vandi og svaraði þannig að hann væri að koma sér upp „breiðfylkingu af anda í pávernum og til þess þyrfti hann líka að tala við Köttinn“. Í framhaldi af þessu blómstr- uðu hæfileikar Hafliða sem aldr- ei fyrr. Hann fór til keppni á Heimsmeistaramóti WPF í kraftlyftingum í Aldershot á Englandi. Þar hreif hann alla með hetjulegri frammistöðu. Ný- orðinn 19 ára setti hann heims- met í réttstöðu, 340 kg. Hann sigraði þarna bæði í samanlögðu og í heildarkeppni unglinga á stigum. Sannarlega glæsilegt og menn bjuggust við miklu af Haf- liða eftir þetta. Einhvern veginn gerðist það ekki. Áhugi hans virtist dofna og hann keppti einu sinni í vaxtar- rækt, hliðarspor sem er leyfilegt að vissu marki. Skemmtanalöng- un sem ekki var bjart yfir náði æ meira til hans og þótt Hafliða tækist síðar að bæta sig aðeins í réttstöðunni náði hann aldrei að endurvekja kraftlyftingaferilinn að ráði. Öfl sem erfitt er að hamla gegn hafa nú valdið því að þessi dáðadrengur er horfinn á braut. Saga Hafliða sýnir að það getur verið stutt á milli hetju- dáða og harmleiks. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu sam- úð. Það hrynja tár um hvarma hver andardráttur sár. Handan lífsins harma er himinninn fagurblár. (K.E.) Kári Elíson. Hafliði Arnar Bjarnason Elsku Helga. Mikið var ég hepp- in að kynnast þér og Tóta þegar ég flutti í Fellabæ. Þið voruð börnunum mínum fljótt eins amma og afi. Það var alltaf gott að koma til ykkar og ófáar stundirnar, Helga Jóhannsdóttir ✝ Helga Jóhanns-dóttir fæddist 19. febrúar 1961. Hún lést 1. ágúst 2017. Útför Helgu fór fram 9. ágúst 2017. Helga mín, sem ég og þú sátum og spjölluðum um svo margt. Okkur skorti aldrei um- ræðuefni. Búðarferðirnar okkar voru skemmtilegar, þá hlógum við mikið og skemmtum okk- ur vel. Með miklum söknuði kveð ég þig, hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Þín vinkona, Áslaug. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ ÞORGERÐUR PÁLSDÓTTIR ljósmóðir, lést 13. ágúst á hjúkrunarheimillinu Grund. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Alzheimer-samtökin, bankanr. 0515-26-24302, kt. 580690-2389. Páll Hinrik Hreggviðsson Reynir Þór Guðmundsson Greta Björg Egilsdóttir Egill Örn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.