Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 31
sálfræðidrama sem bjóði upp á
spennandi hlutverk fyrir góða leik-
ara, en í verkinu leika Steinunn Ól-
ína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær
Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir
og Sólveg Guðmundsdóttir.
Hættulegt og metnaðarfullt
Stuðmannasöngleikurinn Slá í
gegn! eftir Guðjón Davíð Karlsson
sem jafnframt leikstýrir verður
frumsýndur á Stóra sviðinu 24. febr-
úar. „Stuðmenn eru vinsælasta
dægurhljómsveit Íslands fyrr og
síðar. Okkur langar að eiga hér
gleðilega stund og sýna þessari frá-
bæru hljómsveit virðingu. Við sömd-
um við þá um aðgang að öllum
þeirra katalóg, sem er um það bil
það hættulegasta sem hægt er að
gera, því maður vill ekki klikka á
þessu verkefni, sem verður mjög
metnaðarfullt. Við munum leika
okkur með hinn ytri veruleika og
veruleika Þjóðleikhússins,“ segir
Ari. Meðal leikara eru Selma
Björnsdóttir, Hilmir Snær Guðna-
son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Örn
Árnason og Eggert Þorleifsson.
Sigrast á mótlæti
með samstöðu
Svartalogn eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur í leikgerð Melkorku
Teklu Ólafsdóttur og leikstjórn
Hilmis Snæs Guðnasonar verður
frumsýnt á Stóra sviðinu 21. apríl.
„Mér finnst mjög mikilvægt að við
segjum sögur kvenna. Við sem sitj-
um í listráði Þjóðleikhússins leit-
uðum markvisst að leikritum með
sögum kvenna, en það hallar veru-
lega á þær í leikbókmenntunum.
Þegar skáldsaga Kristínar Marju
kom út kviknaði sú hugmynd að
leikgera hana. Þetta er áhugaverð
saga konu um sextugt sem missir
vinnuna sökum aldurs. Samtímis er
sögð saga innflytjendakvenna sem
eru einangraðar og án baklands.
Þetta er falleg saga því konurnar
sigrast á mótlætinu með samstöðu,“
segir Ari og tekur fram að mikill
fengur hafi verið að því að fá tékk-
neska óskarsverðlaunahafann
Markétu Irglová, sem er búsett hér
á landi, til að semja tónlistina, sem
gegnir veigamiklu hlutverki í verk-
inu.
Talandi um hlut kvenna er ekki úr
vegi að spyrja þjóðleikhússtjóra um
kynjahlutfallið þegar leikskáld og
leikstjórar eru annars vegar. Þrjú
verk af þeim tólf sem frumsýnd
verða á komandi leikári, og hér eru
til umfjöllunar, eru eftir konur og
tvær konur eru í hópi leikstjóra.
Margs konar raddir heyrist
Aðspurður segist Ari ávallt vera
meðvitaður um mikilvægi jafnræðis
kynjanna og að auðvitað hefði verið
æskilegt að hafa fleiri konur í báð-
um hópum. „Þegar leikárið er sett
saman er að mörgu að huga og
þannig þarf t.d. að gæta þess að
leikstjórar séu af öllum kynslóðum.
Mér finnst líka mikilvægt að margs
konar raddir heyrist og að við segj-
um sögur karla jafnt sem kvenna.
Því ber ekki að leyna að konur bera
uppi margar af sýningum Þjóðleik-
hússins í vetur,“ segir Ari og bendir
á að vandasamt sé að stilla saman
leikári þar sem fullt jafnvægi sé í
öllum flokkum, hvort heldur horft er
til verkefnavals, aldurssamsetn-
ingar eða kyns. „Síðustu tvö leikár
hafa konur verið í miklum meiri-
hluta listrænna stjórnenda, þ.e. milli
60 og 70%,“ segir Ari og tekur fram
að hann vísi þar til leikstjóra, leik-
mynda- og búningahönnuða sem
ákveða konsept hverrar uppfærslu.
Stríð á Stóra sviðinu
Líkt og fram hefur komið mun
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sinfón-
íuhljómsveit Ísland setja upp óper-
una Stríð eftir Ragnar Kjartansson
og Kjartan Sveinsson á Stóra svið-
inu 16. maí. „Ragnar er stærsti nú-
tímalistamaður okkar. Það er sér-
staklega ánægjulegt að geta sett
verkið upp með fullskipaðri sinfón-
íuhljómsveit, en það var prufukeyrt
án hljómsveitar í Volksbühne í Berl-
ín „Við hlökkum til samstarfsins,
enda er þetta stórkostlegt ævintýri
fyrir þessar tvær menningarstofn-
anir,“ segir Ari og nefnir að Þjóð-
leikhúsið muni einnig fara í sam-
starf við Listaháskóla Íslands.
Ég er þjónn almennings
„Nemendaleikhúsið frumsýnir
Aðfaranótt eftir Kristján Þórð
Hrafnsson í leikstjórn Stefáns Jóns-
sonar í Kassanum í maí. Verkinu er
lýst sem áleitinni rannsókn á árás-
argirni og ofbeldi sem eigi sér ólíkar
birtingarmyndir í samskiptum fólks
og sé um leið spegill á samskipta-
mynstur samtímans. „Það er mjög
ánægjulegt að Nemendaleikhúsið
komi hingað í hús. Það er mikilvægt
að þessar stóru listastofnanir, Þjóð-
leikhúsið og LHÍ, eigi gott og gjöf-
ult samtarf.“
Frá fyrra leikári verða teknar
upp sjö sýningar; Tímaþjófurinn,
Fjarskaland, Maður sem heitir Ove,
Lofthræddi örninn Örvar, Leitin að
jólunum, og brúðusýningarnar Pét-
ur og úlfurinn og Umbreyting úr
smiðju Bernds Ogrodniks.
Ekki er hægt að sleppa þjóðleik-
hússtjóra án þess að spyrja hvað sé
skemmtilegast við starfið og mest
gefandi. „Mér finnst skemmtilegast
þegar leikararnir leika vel, þegar
sýningar ganga vel og þegar áhorf-
endur yfirgefa leikhúsið glaðir í lok
sýningar. Markmið mitt er alltaf að
gera eins gott leikhús og hægt er.
Hins vegar snýst þetta ekki um per-
sónu mína. Ég er hér aðeins þjónn
almennings. Aðalatriðið er að gera
sitt besta og geta horft sáttur yfir
dagsverkið í lok hvers dags.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Metnaður „Markmið mitt er alltaf
að gera eins gott leikhús og hægt
er,“ segir Ari Matthíasson.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Loftpressur - stórar sem smáar
samfélagi og samstarfi um umhverf-
ismál sem og að veita verkefnum,
sem skarað hafa fram úr á sviði lista
eða umhverfismála, athygli. Verð-
laununum sé einnig ætlað að vekja
athygli á norrænu samstarfi og auka
sýnileika þess. Kvikmyndaverðlaun-
in séu veitt kvikmynd sem hafi mikið
menningarlegt gildi og sé framleidd
á Norðurlöndunum, í fullri lengd og
gerð til sýningar í kvikmyndahúsum.
Myndin verður auk þess að hafa ver-
ið frumsýnd í kvikmyndahúsum á
tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní
2017.
Tvær íslenskar kvikmyndir
hafa hlotið verðlaunin
Verðlaunaupphæðin nemur 350
þúsund dönskum krónum, jafnvirði
um 5,9 milljóna króna, og skiptist
hún jafnt milli handritshöfundar,
leikstjóra og framleiðanda. Er það
sagt undirstrika að kvikmyndagerð
sem listgrein sé fyrst og fremst af-
urð náins samspils þessara þriggja
þátta. Louder Than Bombs, í leik-
stjórn Joachims Triers, hlaut verð-
launin í fyrra en íslenskar kvik-
myndir hafa tvisvar hlotið þau, Fúsi í
leikstjórn Dags Kára árið 2015 og
Hross í oss í leikstjórn Benedikts
Erlingssonar 2014.
Kvikmyndaverðlaunin voru veitt í
fyrsta sinn árið 2002, á 50 ára afmæli
Norðurlandaráðs. Í tengslum við
verðlaunin stendur Norræni kvik-
mynda- og sjónvarpssjóðurinn
(Nordisk Film og TV fond) fyrir sýn-
ingum á tilnefndum myndum í sam-
starfi við kvikmyndahús á Norð-
urlöndunum og mun Bíó Paradís
sýna allar kvikmyndirnar sem til-
nefndar eru í ár 7.-13. september.
Tilnefnd Úr kvikmyndinni Hjartasteini sem hlotið hefur fjölda verðlauna.