Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Ræðarar Félagar í Kayakklúbbnum halda í róður í grennd við aðstöðu hans við Geldinganes í blíðunni í gær. Tilgangur klúbbsins er að standa fyrir iðkun kajakróðurs, keppnum og kajakferðum.
Ófeigur
Hafi einhver efast
um trygglyndi Vinstri
grænna við sósíal-
ismann hefur efinn
örugglega horfið líkt
og dögg fyrir sólu um
liðna helgi. Boðskapur
Katrínar Jakobs-
dóttur, formanns
flokksins, á flokks-
ráðsfundi var skýr og
ágætlega meitlaður.
Hækka skal skatta og auka umsvif
ríkisins undir slagorðum réttlætis
og aukins jöfnuðar:
„Vaxandi misskipting gæðanna
sprettur beinlínis af því efnahags-
kerfi og þeim pólitísku stefnum
sem hafa verið ráðandi undanfarna
áratugi og nú er svo komið að sí-
fellt fleira fólk er farið að finna fyr-
ir því.“
Katrín Jakobsdóttir kemur
hreint fram. Hún vill bylta þjóð-
félagsgerðinni – stokka upp efna-
hagskerfið í takt við kennisetningar
sósíalista.
Mælikvarði réttlætis
og velferðar
Á flokksráðsfundinum undir-
strikaði Katrín stefnu Vinstri
grænna í skattamálum sem birtist í
tillögum hennar við afgreiðslu fjár-
laga yfirstandandi árs. Vinstri
græn voru andvíg því að fella niður
milliþrep í tekjuskatti,
sem komu fyrst og
fremst óbreyttu launa-
fólki til góða. Endur-
vekja átti eignarskatt
undir hatti auðlegð-
arskatts, sem vinstri
stjórn Samfylkingar
og Vinstri grænna
setti á tímabundið og
lagðist þungt á eldri
borgara og sjálfstæða
atvinnurekendur. Til-
lögur Vinstri grænna
fólu í sér hækkun ým-
issa annarra gjalda og skatta, sem
einstaklingar og fyrirtæki hefðu
þurft að bera.
Hugmyndafræði vinstri manna –
sósíalista – gefur ekkert fyrir þjóð-
félag frjálsra einstaklinga sem eru
fjárhagslega sjálfstæðir. Mæli-
kvarði velferðar og réttlætis mælir
umsvif ríkisins. Íslenskir vinstri
menn – líkt og skoðanabræður
þeirra í öðrum löndum – byggja á
þeirri bjargföstu trú að ríkið sé
upphaf og endir allra lífsgæða.
Aukin umsvif ríkis og annarra op-
inberra aðila er markmið í sjálfu
sér en ekki aðeins æskileg.
Öfundsverð einföld svör
Á margan hátt eru sanntrúaðir
vinstri menn öfundsverðir. Svörin
eru alltaf einföld – lausnarorðið er
ríkið. Á meðan við hægri menn leit-
um leiða til að stækka þjóðarkök-
una hafa sósíalistar engar áhyggj-
ur, aðrar en þær að tryggja að ríkið
taki stærstu sneiðina. Hlutfallsleg
stærð kökusneiðarinnar skiptir
vinstri menn meira máli en stærð
kökunnar. Í huga þeirra er mik-
ilvægara að ríkið taki 50% af 2.000
milljarða landsframleiðslu en 40%
af 3.000 milljarða köku.
Hinn sósíalíski mælikvarði vel-
ferðar er einfaldur. Í sósíalísku
þjóðskipulagi er velferðin talin
meiri ef sneið ríkisins er 50% og
1.000 milljarðar en þegar sneiðin er
„aðeins“ 40% og 1.200 milljarðar.
Með öðrum orðum: Velferð, rétt-
læti og jöfnuður er meiri eftir því
sem hlutfallsleg stærð kökusneiðar
ríkisins er stærri. Engu skiptir þótt
kakan sé minni.
Hugmyndafræði Vinstri grænna
og annarra sannfærðra sósíalista
leggur áherslu á að „jafna“ lífs-
kjörin, jafnvel þótt lífskjör allra
versni. Jöfnuður eymdarinnar er
betri en misskipting velmegunar.
Góðhjartaðir auðmenn
Velviljaðir auðmenn hafa til-
einkað sér mælikvarða sósíalista í
baráttu sinni fyrir öflugra og betra
heilbrigðiskerfi. Krafan um að 11%
af landsframleiðslu renni til heil-
brigðismála er gerð á grunni hins
sósíalíska mælikvarða.
Góðhjartaðir efnamenn hafa
sannfært sjálfa sig og marga aðra
um að heilbrigðiskerfið sé betra og
öflugra þegar til þess renna 11% af
2.000 milljarða landsframleiðslu en
8,3% af 3.000 milljarða köku. Það
virðist aukaatriði – raunar verra –
að heilbrigðiskerfið fái 30 millj-
örðum meira ef kakan er stærri og
hlutfallið lægra.
Á mælikvarða hlutfallsins skiptir
engu hvort almenningur – skatt-
greiðendur – fær betri þjónustu í
samræmi við aukna skattheimtu.
Gæði þjónustu eru aukaatriði – allt
snýst um stærð kökusneiðarinnar.
Með sama hætti skiptir litlu hvern-
ig farið er með eignir ríkisins, og
áhyggjur af því hvernig þær nýtast
landsmönnum eru taldar merki um
annarlegan tilgang.
Kannski?
Ég skal viðurkenna að ég hef og
mun líklega aldrei skilja hug-
myndafræði sósíalista. En það er
aðdáunarvert að enn sé til fólk sem
af einlægni berst fyrir þjóð-
skipulagi sósíalismans. Það er eitt-
hvað heillandi við þrautseigju og
staðfestu þeirra sem neita að horf-
ast í augu við söguna. Kannski hafa
þeir rétt fyrir sér. Kannski hefur
ekki verið staðið rétt að innleiðingu
sósíalismans fram til þessa og því
hafa lönd sem eru rík af náttúru-
auðlindum verið gerð gjaldþrota –
síðast Venesúela. Þau mistök ætla
íslenskir sósíalistar ekki að endur-
taka heldur byggja upp fyrir-
myndarríkið sem engum hefur tek-
ist.
Kaldhæðnari menn en ég gætu
auðvitað haldið því fram að allt sé
þetta innihaldslaust hjal – umbúða-
stjórnmál með safni fallegra orða
og frasa. Íslendingar fengu að
kynnast jöfnuði og réttlæti vinstri
manna árið 2009, þegar eitt fyrsta
verk hreinræktaðrar vinstri stjórn-
ar var að skerða lífeyrisgreiðslur
eldri borgara og öryrkja. Launafólk
þurfti að sætta sig við að skatt-
mann færi dýpra í vasa þeirra og
lífskjörin þannig rýrt meira en orð-
ið var. En þessari sögu er ef til vill
jafn auðvelt að afneita og sögu sósí-
alista og þjóðfélagstilrauna þeirra í
öðrum löndum. Alveg eins og
vinstri menn lifa í þeirri von að allir
séu búnir að gleyma tilraun þeirra
til að láta verkamanninn, kenn-
arann, bóndann, afgreiðslukonuna
og aðra launamenn, standa undir
skuldum einkabanka, enda verið að
„bera burt syndir heimsins, eins og
sagt var um Jesú Krist“.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hugmyndafræði
sósíalista gefur ekk-
ert fyrir þjóðfélag
frjálsra einstaklinga
sem eru fjárhagslega
sjálfstæðir. Mælikvarði
velferðar er umsvif
ríkisins.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Játning: Ég mun aldrei skilja sósíalista