Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyj-
um, Grænlandi og Noregi funda nú í
Reykjavík um ástand uppsjávar-
stofna í Norðaustur-Atlantshafi.
Fundurinn er haldinn í kjölfar ár-
legs rannsóknarleiðangurs sem far-
inn var fyrr í sumar. Reiknað er
með að fundinum ljúki á morgun.
Fimm hafrannsóknaskip frá lönd-
unum fjórum tóku þátt í leiðangr-
inum þar sem rannsakað var ástand
makríls, síldar og kolmunna. Einnig
voru rannsakaðir umhverfisþættir,
áta könnuð og fleira. Norðmenn
lögðu til tvö hafrannsóknaskip og
hin löndin eitt hvert.
Anna Heiða Ólafsdóttir fiskifræð-
ingur stýrði íslenska leiðangrinum.
Hún sagði að önnur lönd hefðu
rannsakað hluta af íslenska haf-
svæðinu, einkum fyrir austan land.
Nú er verið að vinna úr gögnunum
sem safnað var og reikna út nið-
urstöðurnar.
„Hér er fólk af öllum skipunum
og við erum að reikna út magn-
vísitölur fyrir kolmunna, síld og
makríl og kortleggja þetta,“ sagði
Anna. Hún sagði að skýrsla fund-
arins í Reykjavík yrði gerð opinber
fyrir næstu mánaðamót á árlegum
fundi vinnuhóps Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins (ICES) í Kaupmanna-
höfn. Vinnuhópurinn gerir stofnmat
fyrir uppsjávarfiska í Norðaustur-
Atlantshafi. Sá fundur hefst á mið-
vikudag í næstu viku. Í skýrslunni
verða m.a. niðurstöður útreikninga
um stofnvísitölur fyrrgreindra fiski-
stofna. Alþjóðahafrannsóknaráðið
gefur síðan út veiðiráðgjöf í október
næstkomandi.
Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson fór í „makrílleiðangurinn“ í
júlí síðastliðnum ásamt hinum haf-
rannsóknaskipunum fjórum. Þessar
sameiginlegu rannsóknir á uppsjáv-
arstofnunum í Norðaustur-Atlants-
hafi hafa verið gerðar á hverju
sumri síðan 2009.
Mikilvægt samstarf
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofn-
unar, sagði að þetta samstarf þjóð-
anna við Norðaustur-Atlantshaf um
rannsóknir væri ákaflega mikil-
vægt. Þótt vissulega væri ákveðinn
ágreiningur um skiptingu aflaheim-
ilda milli þjóðanna gætu vísinda-
mennirnir unnið saman í mesta
bróðerni að rannsóknum á fiski-
stofnunum sem synda um í efna-
hagslögsögum ríkjanna.
Reikna vísitölur fiskistofna
Íslendingar, Færeyingar, Grænlendingar og Norðmenn vinna úr makrílleið-
öngrum sumarsins í Reykjavík Gefa skýrslu til Alþjóðahafrannsóknaráðsins
Morgunblaðið/Hanna
Fiskifræði Fjórar þjóðir við Norðaustur-Atlantshaf lögðu til fimm hafrannsóknaskip sem fóru í árlegan leiðangur
og könnuðu ástand uppsjávarstofna. Nú er hópur sérfræðinga frá þjóðunum að vinna úr gögnunum í Reykjavík.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Straumhvörf
Audi A3 e-tron sameinar tvo heima
50 kílómetra drægni* á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir
en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar
er samanlögð heildardrægni Audi A3 e-tron allt að 940 km.
Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með
fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
Nú á frábæru verði frá
4.190.000 kr.
*S
kv
.N
ED
C
st
að
lin
um
Íbúar í Breiðdalsvík voru rafmagns-
lausir í sjö klukkustundir í fyrradag.
Margir íbúar eru ósáttir við að ekki
hafi verið staðið betur að úrbótum til
að koma í veg fyrir langtíma raf-
magnsleysi í bænum. Vararafstöð
sem á að þjóna svæðinu var stödd
suður í Öræfum, að því er vefmiðillinn
Austurfrétt greindi frá.
Rafmagnslaust varð klukkan 14.18
á miðvikudag og komst rafmagn ekki
aftur á fyrr en kl. 21.24, rúmum sjö
klukkustundum síðar. Orsök raf-
magnsleysisins var bilun í jarðstreng,
sem tók langan tíma að finna og gera
við.
Hákon Hansson, oddviti sveit-
arstjórnar Breiðdalshrepps, segir í
samtali við mbl.is að afleitt sé að
þurfa að óttast það að rafmagnslaust
verði tímum saman. Hann tekur und-
ir orð atvinnurekanda á Breiðdalsvík,
sem Austurfrétt ræddi við, um að
langvarandi rafmagnleysi geti haft al-
varlegar afleiðingar fyrir fyrirtæki í
bænum. Hann segir það hafa komið
mikið á óvart að vararafstöð væri
ekki til taks þegar á reyndi.
Úrbætur eru fyrirhugaðar í raf-
veitumálum Breiðdælinga og segist
Hákon vonast til þess að raforku-
öryggi bæjarbúa verði tryggt þar til
þá. „Við gerum okkur vonir um að á
næsta ári muni þetta lagast en við
munum óska eftir því að þurfa ekki að
búa við þetta óöryggi þar til þá,“ seg-
ir Hákon. athi@mbl.is
Finnst illa
staðið að
úrbótum
Rafmagnslaust í
sjö klukkustundir