Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 36

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Gantaðist með að Birna væri um borð 2. „Virðist vera að fálma í myrkri“ 3. Útilokar að Nikolaj sé gerandi 4. Blóð úr Birnu um allan bílinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýtt íslenskt leikverk, Framhjá rauða húsinu og niður stigann, og óperan Piparjúnkan og þjófurinn verða frumsýnd á Akureyri í vikunni. Framhjá rauða húsinu og niður stig- ann er fyrsta verkefni nýstofnaðs at- vinnuleikhóps, Umskiptinga, og er byggt á þremur frumsömdum ein- leikjum sem eru fléttaðir saman til að mynda sérstæða heild. Verkið verður frumsýnt á morgun í Hlöðunni og fjallar um þrjá ófullkomna einstakl- inga sem allir reyna að fóta sig í fall- völtum heimi og tekst það misvel. Leikstjóri er Margrét Sverrisdóttir. Óperan Piparjúnkan og þjófurinn verður svo frumsýnd í Samkomuhús- inu á Akureyrarvöku á laugardaginn en að henni standa menntaðir söngv- arar, óperuþjálfi og leikstjóri. Pipar- júnkan og þjófurinn er gamanópera í einum þætti eftir Gian Carlo Menotti og fjallar um slúður og leyndarmál í litlum hljóðlátum bæ. Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýrir óperunni. Ópera og nýtt leikrit frumsýnd á Akureyri  Kvikmyndaleik- stjórinn Ísold Uggadóttir hefur verið ráðin til starfa sem list- rænn stjórnandi Reykjavík Talent Lab, hæfi- leikasmiðju Al- þjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík. Hæfileikasmiðjan er árviss fjög- urra daga viðburður þar sem ungt og upprennandi kvikmyndagerðarfólk fær tækifæri til að bera saman bækur sínar, auka þekkingu og bæta tengsl- anet sitt. Þátttakendur eru um 40 ár hvert og er enn hægt að sækja um, til 25. ágúst, á riff.is. Ísold verður listrænn stjórnandi Talent Lab Á fimmtudag Austan 5-10 m/s með suðurströndinni, annars hæg breytileg átt. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars létt- skýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi, en svalast eystra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt 3-8 m/s, en austan 5-10 allra syðst. Yfirleitt léttskýjað eða bjartviðri, en víða þokuloft við strönd- ina norðan- og austanlands fram eftir degi. Hiti 8 til 18 stig. VEÐUR Hagur Þórs/KA á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu vænkaðist enn í gærkvöld þegar liðið vann 3:0-sigur á KR í 14. umferð. Nú þegar fjórar umferðir eru eftir er ljóst að Þór/KA dugar að vinna tvo leiki til að tryggja sér Íslandsmeist- aratitilinn. Auk þess er það svo að ef Breiðabliki tekst ekki að vinna þá fimm leiki sem liðið á eftir dugar Þór/KA að vinna einn. »3 Þór/KA aðeins 1-2 sigrum frá titli Ólíklegt er að Jón Arnór Stefánsson leiki með íslenska landsliðinu í vin- áttuleiknum gegn Litháum í Litháen í kvöld. Er þar um að ræða síðasta vin- áttulandsleikinn fyrir lokakeppni EM í Hels- inki. Jón hefur að- eins náð einum landsleik í sum- ar vegna nára- meiðsla en segist í sam- tali við Morg- unblaðið vera bjartsýnn á að geta verið með á EM. »1 Bjartsýnn á að ná EM þrátt fyrir nárameiðsli „Þetta er orðinn ansi góður tími. Ef þú hefðir sagt einhverjum þjálf- aranum mínum þetta þegar ég var að byrja, að ég yrði heill og myndi ekki missa af leik í nokkur ár, þá hugsa ég að menn hefðu ekki verið bjartsýnir á það,“ segir Andri Rafn Yeoman, leik- maður Breiðabliks, sem hefur leikið 67 leiki í röð með liðinu í Pepsi- deildinni. »4 Andri Rafn hefur ekki misst úr leik í þrjú ár ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Miðbærinn á Akranesi skartar nú vegglistaverki til minningar um tón- listarmanninn David Bowie. Verkið er framtak Björns Lúðvíkssonar, íbúa á Akranesi og mikils Bowie- aðdáanda. Björn fékk hugmyndina að veggnum í kjölfar andláts Bowies í ársbyrjun í fyrra. Þá er farið að gera slíka minningarveggi víða um heim en sá frægasti er í Brixton í London þar sem Bowie ólst upp. „Það hafði verið að brjótast um í mér að gera slíkan vegg á Íslandi og af því að ég er á Akranesi ákvað ég bara að hafa hann þar. Ég hafði samband við einn góðan Bowie-vin minn sem er grafískur hönnuður, Halldór Randver Lárusson, og spurði hvort hann væri til í að hjálpa mér við að útfæra þetta,“ segir Björn. Halldór útfærði myndirnar og svo byrjuðu þeir á verkinu 24. maí. „Við settum myndirnar á glæru og vörpuðum á vegginn og teiknuðum. Svo var ég að mála smá búta í allt sumar, í fríinu og á milli vakta,“ segir Björn, sem vinnur í álverinu á Grundartanga. Skreytir bæinn með steinum „Fyrir utan veggi heima hjá mér hef ég ekki málað neitt slíkt áður, þá hef ég ekki stundað veggjakrot eða annað slíkt. En ég hef verið að mála myndir á striga og steina. Ég málaði þjóðfána 35 landa á steina sem eru við Akranesvita, þá málaði ég bros- karla á steina sem ég setti hingað og þangað um bæinn. Við vitann eru líka fjórir steinar helgaðir David Bowie og einn Pink Floyd sem ég gerði að beiðni vitavarðarins.“ Minningarveggurinn um Bowie, eða Bjössa Lú-veggurinn eins og Málaði minningarvegg um Bowie  Björn Lúðvíksson lífgar upp á Akra- nes með vegglist og máluðum steinum Ljósmynd/Björn Lúðvíksson Bowie-veggurinn Björn gerir nokkrum tímabilum í lífi Davids Bowies skil á veggnum sem er til minningar um breska tónlistarmanninn. Bowie hefur verið Birni hugleik- inn frá því hann var barn. „Eldri systir mín kom mér á sporið, hún keypti Bowie-plötur á sín- um tíma og síðan hélt ég áfram,“ segir Björn sem náði að sjá tónlistarmanninn tvisvar á tónleikum. Hann heldur mest upp á svokallað Berlínartímabil Bo- wies þegar plöt- urnar Low, Heroes og The Lodger komu út. „Ætli ég geti ekki sagt að Break- ing Glass af Low sé uppáhalds- lagið mitt.“ Aðdáandi frá barnsaldri BOWIE OG BJÖRN hann er stundum kallaður í höfuðið á skapara sínum, er á gafli húss við Kirkjubraut 8 sem er í miðbæ Akra- ness og hýsti eitt sinn lögreglustöð og veitingahús. Björn segist ekki vita betur en almenn ánægja sé með uppátækið. „Það eru allir að hrósa manni fyrir þetta og segja hvað myndirnar lífgi upp á. Það hefur stundum orðið lítið úr málningar- vinnunni því það eru svo margir sem stoppa til að ræða við mig um verkið og Bowie.“ Við vegginn er lítið torg sem býð- ur upp á ýmsa möguleika, en nýverið stoppaði Björn Thoroddsen gítar- leikari þar og lék eitt lag fyrir hóp fólks. Björn sér fyrir sér að fleiri slíkar uppákomur eigi eftir að verða við vegginn. Mismunandi tímabil Bowies Minningarveggurinn skartar sjö myndum af Bowie frá mis- munandi tímabilum á tónlistar- ferli hans, en veggurinn á sína eigin facebook-síðu, Bowie Tri- bute Wall, þar sem má m.a. sjá vinnuferlið í kringum hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.