Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 12

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 12
Morgunblaðið/Hanna Þá og nú Kristbjörg og Finnur 11 ára eftir að þau spiluðu einleik á píanó á skólaskemmtun Barnaskóla Akraness og áratugum síðar í garðinum heima. Málverkið heillar Krist- björg fyrir fram- an eitt verka sinna. Hún segist heillast mest af því ósjálfráða og óvænta í málverkinu. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þegar einar dyr lokast opn-ast aðrar var vinsæll frasistrax eftir hrun. Mest not-aður til að stappa stálinu í þá sem misstu vinnuna eða fyrir- tæki sín. Kristbjörg Ólafsdóttir, sem í sautján ár hafði átt og rekið Max Mara, kvenfataverslun með ítalskan hátískufatnað, var í þeim hópi haustið 2009. Hún útskrifaðist með BA í listfræði og kynjafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í júní síðastliðnum, nokkrum dögum eftir 65 ára afmælið. Og löngu eftir að hafa í meira en ár komið að lok- uðum dyrum á vinnumarkaðnum. „Kennitalan þótti óheppileg auk þess sem ég var ekki með stúd- entspróf. Verslunarskólapróf og víð- tæk reynsla bæði sem sjálfstæður atvinnurekandi og áður skrifstofu- stjóri til margra ára hjá einu stærsta iðnfyrirtæki landsins voru einskis metin, ég var ekki einu sinni boðuð í viðtöl,“ segir Kristbjörg. „Þótt þetta væru erfiðir tímar hafði aldrei hvarflað að mér að ég yrði atvinnulaus. Smám saman fóru að renna á mig tvær grímur. Ég velti fyrir mér ríkjandi aldurs- fordómum og æskudýrkun í þjóð- félagi okkar og hvað í ósköpunum ég, fullfrísk manneskjan, ætti eigin- lega að gera. Hæfileikar fólks fara ekki eftir aldri og fáránlegt að af- skrifa fólk á þeim forsendum,“ segir Kristbjörg og heldur áfram á öðrum nótum: „Haustið 2010 heyrði ég svo í útvarpinu að Myndlistaskólinn í Reykjavík byði upp á tveggja ára nám til stúdentsprófs í nýrri sjón- listadeild. Ég fór í inntökupróf, komst inn og settist á skólabekk með ofboðslega frjóum og skapandi krökkum, flestum rúmlega tvítug- um. Margir af færustu listamönnum þjóðarinnar kenndu okkur og lögðu sig fram um að leysa úr læðingi sköpunarkraftinn sem bjó í hópnum. Við lærðum listasögu og allt mögu- legt sem tengdist listum auk þess sem við fengum tækifæri til að prófa ýmsar aðferðir með tækjum og tól- um sem skólinn hafði yfir að ráða.“ Lánsamari en margir Kristbjörg var hæstánægð í MÍR þar sem hún hafði raunar ár- um saman samhliða vinnu sótt fjölda námskeiða; m.a. í olíumálun, vatnslitun, litgreiningu og mód- elteikningu. Stúdentsprófið opnaði henni svo leið til háskólanáms. „Ég var lánsamari en margir að því leyti að maðurinn minn, Finnur Garð- arsson, var í fastri vinnu í sínu fagi sem sérfræðingur í sjávarútvegs- geiranum og við gátum lifað af hans tekjum. Rétt eins og fjölskyldan gerði á mínum launum í upphafi bú- skapar og í Noregi þar sem við bjuggum þegar hann var í fram- haldsnámi,“ segir hún. Listnám var ekki skyndileg hugdetta hjá Kristbjörgu heldur draumur hennar frá því hún var lítil stelpa á Akranesi. Á velmektarárum Max Mara kveðst hún þó hafa verið orðin sátt við að hafa listina bara sem hobbí. „Myndlist, hönnun og tíska hafa alltaf verið mín helstu áhugamál. Sem krakki var ég sí- teiknandi og málandi myndir – og er enn. Ég teiknaði bæði dúkkulísur og fötin á þær sem og föt á sjálfa mig og fékk Tótu, saumakonuna mína á Akri, svo til að sauma. Ég ætlaði að eignast tískuhús í París þegar ég yrði stór,“ rifjar hún upp. Og brosir bara þegar hún er spurð hvort sú fyrirætlan hafi kannski ráðið því að hún fór í Verslunarskólann en ekki í listnám. „Þótt listnám hafi freistað mín hef ég aldrei séð eftir að hafa farið í Versló. Tölur, stærðfræði og hag- fræði heilluðu mig líka. Eins og krakkar af Skaganum sem ætluðu sér í framhaldsnám þurftum við Finnur að flytjast suður aðeins fimmtán ára. Hann fór í Mennta- skólann í Reykjavík, var í landslið- inu í sundi og keppti á Ólympíu- leikunum 1972, sama ár og við giftum okkur.“ Æskuástir og brauðstritið Að þessu sögðu er ljóst að þau Finnur eiga sér langa sögu saman. Forvitnin er vakin. „Við vorum leik- félagar frá sex ára aldri, urðum snemma skotin hvort í öðru, skrif- uðumst á þegar við vorum tíu ára og laumuðum bréfunum í lófa hvort annars þegar enginn sá til,“ segir Kristbjörg, sem enn geymir ástar- bréfin. Bæði voru nýorðin sautján ára þegar Maren, dóttir þeirra, fæddist. Tíu árum síðar leit sonurinn Ólafur Magnús dagsins ljós. Barnabörnin eru fimm. „Þar sem við vorum í námi var Maren um skeið hjá for- eldrum mínum á Akranesi. Eða allt þar til Sementsverksmiðja ríkisins Listnámið var hennar lán í óláni Kristbjörg Ólafsdóttir var sextug þegar hún tók stúdentspróf frá sjónlistadeild Mynd- listaskólans í Reykjavík og nýorðin 65 ára þegar hún útskrifaðist með BA-gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands í vor. Brennandi áhugi á listum, hönnun og tísku hefur fylgt henni frá unga aldri, en ýmislegt – til dæmis lífið sjálft – varð til þess að hún fór ekki í listnám, heldur starfaði við viðskipti og verslun lunga starfsævinnar. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Þriggja daga tónlistar- og bæjar- hátíðin Hjarta Hafnarfjarðar verður haldin í og við Bæjarbíó frá fimmtu- deginum 24. ágúst til laugardagsins 26. ágúst. Stórskotalið íslenskrar tónlistar hefur boðað komu sína. Meðal þeirra sem koma fram eru: Valdimar, Amabadama, Björgvin Hall- dórsson, Friðrik Dór, Bjartmar Guð- laugsson, Dúkkulísur, Jón Jónsson og Kiriyama family. Húsið verður opn- að kl. 19:00 alla dagana og lofa að- standendur hátíðarinnar alvöru- stemningu fram að miðnætti. Í boði eru helgararmbönd í takmörkuðu upplagi auk dagpassa hvern dag Armböndin verða afhent í Bæjarbíói frá kl. 12-16 í dag, miðvikudag, og frá hádegi á morgun, fimmtudag. Selt verður í númeruð sæti og er miðasala hafin á tix.is. Aldurstakmark er 20 ár Allar nánari upplýsingar um dag- skrána og annað sem vert er að vita eru á facebooksíðu Bæjarbíós og Hjarta Hafnarfjarðar, sem er sam- starfsverkefni aðila sem er umhugað um menningarlíf í hjarta Hafnar- fjarðar. Þriggja daga tónlistar- og bæjarhátíð Tónlist, stemning og stuð í hjarta Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tónlist Hljómsveitin Amabadama er meðal margra sem fram koma á hátíðinni. skornirthinir.is LYTOS LE FLORIANS 4 SEASONS LE FLORIANS 4 SEASONS 100% vatnsheldir Vibram sóli 22.995 Stærðir: 36-47 6 litir Verð: VATNSHELDIR SKÓR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.