Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hófust síðastliðinn mánudag og eru nú í fullum gangi, en ráðamenn í Pjongjang segja þær ógn við öryggi Norður-Kóreu og hóta að grípa til hernaðaraðgerða vegna þeirra. Alls taka um 17.500 bandarískir hermenn þátt í æf- ingunni auk um 50.000 manna herliðs Suður- Kóreu og eru meðal annars varnir gegn gísla- töku, hryðjuverkum og efnavopnaárás æfðar. Meðfylgjandi mynd sýnir þungvopnaðan lög- reglumann við efnavopnaæfingu í neðanjarðar- lestarstöð í suðurkóresku höfuðborginni Seúl. AFP Umfangsmiklar heræfingar hafnar í Suður-Kóreu Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Helsta áhersla okkar nú er að vinna sigur á Ríki íslams innan landamæra Íraks og endurheimta fullveldi og friðhelgi landsins,“ sagði James Matt- is, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, á fundi sem haldinn var með blaðamönnum í írösku höfuðborginni Bagdad, en ráðherrann er staddur þar í landi, meðal annars til að stappa stálinu í þær hersveitir sem taka þátt í bardögum við vígamenn í borginni Tal Afar. Tal Afar er í norðurhluta Íraks og hefur borginni verið lýst sem síðasta vígi Ríkis íslams þar í landi. Búist er við hörðum átökum á komandi dögum og vikum, en tugþúsundir íraskra her- og lögreglumanna hafa nú tekið stefnuna á borgina, sem hefur verið undir stjórn vígamanna frá árinu 2014. Tal Afar tilheyrði áður sjíamús- límum og hafa langflestir þeirra flúið heimili sín. Mikið mannfall í Mosúl Íraskir hermenn og vígamenn Rík- is íslams skiptast nú á skotum við borgarmörkin. Greinir fréttaveita AFP t.a.m. frá því að stórskota- liðssveitir hafi skotið á íraska herinn er hann sótti að Tal Afar, en talið er að um 1.000 vígamenn séu þar. „Dagar Ríkis íslams eru taldir. Þessu er þó ekki enn alveg lokið, það gerist ekki alveg strax,“ sagði Mattis er hann var spurður út í orrustuna um Tal Afar. Þá vildi hann ekki spá fyrir um gang orrustunnar. Fyrr í sumar tókst íröskum her- sveitum að endurheimta stórborgina Mosúl úr klóm Ríkis íslams. Mattis segir þær hafa barist hetjulega. „Yfir 6.000 hermenn særðust í orrustunni og rúmlega 1.200 féllu,“ sagði hann. Brett McGurk, sendifulltrúi Hvíta hússins í málefnum Ríkis íslams, sagði íraskar hersveitir í mikilli sókn og að þakka mætti meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir hraða hersveitanna, en hann er sagður hafa veitt Mattis aukin völd til að ákveða hvaða aðferðir og hergögn þurfi til að sigra vígamenn í Írak. Þá mun Mattis á næstunni halda til Jórdaníu, Tyrklands og Úkraínu. Á ferðum sínum mun hann, samkvæmt AFP, leggja áherslu á að hjálpa þeim almennu borgurum sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín vegna hernaðar- aðgerða. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Það verður vafalaust erfitt fyr- ir þetta fólk að halda áfram,“ sagði Mattis varnarmálaráðherra á áður- nefndum fundi. „Dagar Ríkis íslams eru taldir“  Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hrósaði íraska hernum fyrir hugrekki sitt í orrustunni um borg- ina Mosúl  Yfir 6.000 hermenn særðust  Trump forseti sagður hafa veitt ráðherranum aukin völd AFP Á ferðinni James Mattis ræðir við blaðamenn í flugvél Hvíta hússins. Lögreglan í Kaupmannahöfn hélt áfram í gær leit sinni að vísbendingum um hvarf og andlát sænsku blaðakon- unnar Kim Wall, sem saknað hefur verið frá því 10. ágúst. Á blaðamannafundi lögreglunnar síðdegis kom fram að niðurstöður DNA-prófs ættu að liggja fyrir í dag og þá yrði hægt að staðfesta hvort búkurinn, sem fannst við Amager fyrr í vikunni, væri af Wall, en höfuð og út- limi vantaði á hann. Hins vegar útilokaði ekkert enn sem komið væri fram að svo væri. Á blaðamannafundi lögreglunnar kom einnig fram að ljóst væri að útlimir og höfuð líksins hefðu verið „vísvit- andi fjarlægð“. Danski uppfinningamaðurinn Peter Mad- sen hefur játað að Wall hafi látist um borð í kafbáti sínum og að hann hafi varpað líkinu fyrir borð. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. sgs@mbl.is Enn ekki vitað hvort líkið er af Kim Wall  Lögreglan segir útlimina „vísvitandi“ fjarlægða AFP Vísbendingar Kafarar danska hersins voru á meðal þeirra sem leituðu við Amager-eyju í gær. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), mun næstkomandi föstu- dag halda til Póllands í þeim til- gangi að heimsækja eitt herfylkja bandalagsins sem þar er staðsett, en sveitin er undir stjórn banda- ríska hersins og hefur þann tilgang helstan að styrkja landamæri NATO í austri. Þykir heimsókn hans til marks um áhyggjur yfirstjórnar NATO vegna komandi heræfingar Rússa, en ráðamenn í Moskvu tilkynntu nýverið um umfangsmiklar her- æfingar innan landamæra Hvíta- Rússlands og eiga þær að hefjast í næsta mánuði. Hefur Stoltenberg m.a. látið hafa eftir sér að sam- skiptum NATO og Rússa svipi nú nokkuð til daga kalda stríðsins. Stoltenberg mun í vikunni hitta her- fylki NATO í Póllandi Kafarar fundu í gær jarðneskar leifar sjóliða sem fórust er banda- ríski tundurspillirinn USS John S. McCain lenti í árekstri við olíu- flutningaskip austur af Singapúr. Við áreksturinn myndaðist stórt gat á síðu skipsins og tók sjór að flæða þangað inn, m.a. inn í vélar- rými og miðstöð fjarskipta. Hinir látnu fundust í rýmum sem lokað hafði verið með vatnsþéttum hurð- um, en alls var 10 sjóliða saknað. Þá hefur sjóherinn hrósað áhöfn- inni fyrir að hafa tekist að bjarga skipinu frá því að sökkva. Kafarar fundu látna sjóliða um borð Orrustuþotur bandalagssveita gerðu í síðustu viku yfir 250 loftárásir á skotmörk víga- manna í sýrlensku borginni Raqqa og nágrenni. Ryan Dillon, ofursti og talsmaður sveitanna, staðfestir þetta við AFP. „Við höfum aukið árásarferðir okkar, nú einkum þegar búið er að endurheimta Mosúl,“ sagði Dill- on. Ekki er vitað um mannfall. Yfir 250 loft- árásir á viku SÝRLAND TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.