Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 30

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 30
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það eru mjög margir þættir sem ráða samsetningunni þegar maður setur saman leikár,“ segir Ari Matt- híasson þjóðleikhússtjóri og vísar m.a. í menningarstefnu sem mörkuð er pólitískt af ráðherra í samráði við Þjóðleikhúsið. „Frá því ég tók við hef ég lagt mjög mikla áherslu á að Þjóðleikhúsið sé leikhús allra lands- manna og að við förum með leiksýn- ingar út á land,“ segir Ari og rifjar upp að í hittifyrra hafi Þjóðleikhúsið sýnt á fimm stöðum á landsbyggð- inni og í fyrra hafi þeim fjölgað í tuttugu. „Við leggjum mikla áherslu á list án aðgreiningar m.a. með tilliti til efnahags og búsetu,“ segir Ari, en í október verður barnasýningin Odd- ur og Siggi frumsýnd á Ísafirði og í framhaldinu sýnd á hátt í þrjátíu stöðum. „Mig dreymir um að senda líka fjölmennari fullorðinssýningu í leikferð um landið. Það er auðvitað flóknara í framkvæmd þar sem að- laga þarf leikmyndina og lýsinguna hverjum stað á takmörkuðum tíma. En við viljum samt gera það vegna þess að það er svo mikilvægt,“ segir Ari og tekur fram að enn sé ekki fullákveðið hvaða sýning verði fyrir valinu. „Þeim mun oftar sem við för- um út á land þeim mun staðfastari erum við í því að fara oftar, því fólk kann að meta það og skilur betur til- ganginn með Þjóðleikhúsinu. Sammannlegar spurningar Við höfum líka mjög ríkar skyldur gagnvart íslenskri leikritun og ég held að sjaldan hafi verið gert meira fyrir íslenskra leikritun en nú um mundir. Það eru fjölmargir höf- undar á launum við að skrifa fyrir Þjóðleikhúsið. Okkur ber líka að sýna klassík og ný erlend afburða- verk. Við viljum vera óhrædd við að takast á við erfið viðfangsefni. Eðli- lega líkar ekki öllum að fjallað sé um vandmeðfarin viðfangsefni og það getur kallað á miklar umræður og sterk viðbrögð,“ segir Ari og tekur fram að hann fagni umræðunni. „Því þegar fólk hefur sterkar til- finningar á því sem leikhúsið er að gera skiptir það máli. Í kjarnanum er það þannig að öll leikverk sem eru almennileg innibera stórar spurningar og mikil átök.“ Meðal áleitinna viðfangsefna á komandi leikári nefnir Ari að alzheimer- sjúkdómurinn verði til skoðunar; hvað gerist þegar einhver sé grun- aður um kynferðislega misnotkun gagnvart börnum; kvótakerfið og togstreitan milli höfuðborgar og landsbyggðar; ofbeldi gegn konum; einelti; togstreita hagsmunaafla og umhverfissinna; veikir fjölmiðlar og hversu hallir þeir eru undir auðvald- ið; mengun og náttúruvernd. „Þegar kemur að hlutverki lista- mannsins og leikhússins er alltaf spurning hversu mikið leikhúsið á að taka þátt í pólitísku umróti og hvenær og hvort leikhúsið er góður vettvangur til að takast á við það sem efst er á baugi í samfélags- umræðunni. Hins vegar eigum við alltaf að vera óhrædd að takast á við klassískar sammannlegar spurn- ingar, en við verðum að gera það af hreinleika hjartans án þess að blanda okkur inn í pólitísk deilu- mál.“ Falleg og góð sýning Fyrsta uppfærsla leikársins er endurfrumsýning á Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones í leik- stjórn Ians McElhinneys á Stóra sviðinu 31. ágúst, en þar bregða Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson sér í fjölda hlut- verka, en þeir léku verkið fyrst 2000. „Þegar ég frétti að Stefán langaði að leika aftur svo skömmu eftir erfiðan uppskurð tók ég því auðvitað fagnandi,“ segir Ari og tek- ur fram að einstaklega ánægjulegt sé að Ríkissjónvarpið sýni lokasýn- inguna, sem verður 1. október, í beinni útsendingu. „Þetta er ein- staklega falleg og góð sýning.“ Sortnar yfir vesturheimi Örlagadaginn 11. september verð- ur í Kúlunni frumsýnt leikritið Smán eftir Ayad Akhtar í leikstjórn Þorsteins Bachmanns í samstarfi við leikhópinn Elefant. „Þetta er margverðlaunað verk og spennandi þar sem til skoðunar er sjálfsmynd og sjálfsvitund okkar í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Það er merkilegt að við skulum vera að setja leikárið á sama tíma og sól sortnar yfir vesturheimi og umræð- an um hvort mismunandi magn lit- arefnis í húð fólks hafi áhrif á at- gervi þess,“ segir Ari. Meðal leikara eru Magnús Jónsson, Jónmundur Grétarsson og Salóme R. Gunn- arsdóttir. Ibsen talar sterkt til samtímans Óvinur fólksins eftir Henrik Ibsen verður frumsýndur á Stóra sviðinu 22. september í nýrri leik- gerð Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Unu Þorleifsdóttur sem jafn- framt leikstýrir. „Ég hef lengi haft augastað á þessu verki, enda er það fantagott. Þegar ég endurlas verkið síðast skynjaði ég enn betur hversu sterkt það talar til samtímans. Ibsen fjallar um sígildar spurningar á borð við hagsmuni, núning milli fjármagns og náttúruverndar, hvernig hagsmunir og smábæjar- pólitík togast á, hvernig hugsjónir þurfa stundum að víkja fyrir hags- munum, veika fjölmiðla sem eru háðir ráðandi öflum og hugsjóna- mann sem vill ekki gefa neinn af- slátt af hugsjónum sínum,“ segir Ari. Meðal leikara eru Björn Hlynur Haraldsson og Sólveig Arnarsdóttir. Nýtt barnaverk um einelti „Meirihluti leikverka ársins er nú íslensk verk og þriðjungur leiksýn- inga er fyrir börn,“ segir Ari. Fyrsta barnasýning leikársins er Oddur og Siggi sem er nýtt íslenskt leikrit eftir Björn Inga Hilmarsson, Odd Júlíusson og Sigurð Þór Ósk- arsson. „Þar er um að ræða verk fyrir 9-12 ára sem gerir einelti að umtalsefni,“ segir Ari. Björn Ingi leikstýrir einnig verkinu Ég get eft- ir Peter Engkvist í Kúlunni sem ætlað er yngstu börnunum og frum- sýnt verður 20. janúar. Einstaklega klár leikstjóri Faðirinn eftir Florian Zeller í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur verður frum- sýndur í Kass- anum 7. októ- ber. „Þetta er frábært og margverðlaunað leikrit. Höfund- urinn skilgreinir verkið sem harmrænan farsa, en það fjallar um alzheimer-sjúkdóm- inn og býður upp á spennandi efni- við fyrir góðan leikhóp,“ segir Ari, en meðal leikara eru Eggert Þor- leifsson, Edda Arnljótsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. „Ég hef lengi dáðst að Kristínu sem ég kynntist fyrst í Stúdentaleikhúsinu fyrir rúmum þrjátíu árum. Hún er einstaklega klár og kann þá list að nálgast verk ávallt á forsendum þeirra.“ Skemmtileg nálgun höfundar Risaeðlurnar eftir Ragnar Braga- son í leikstjórn höfundar verða frumsýndar á Stóra sviðinu 20. októ- ber. „Ragnar skrifar þetta verk sér- staklega fyrir Þjóðleikhúsið og leik- hópinn,“ segir Ari, en um er að ræða lokaverkið í þríleik sem hófst með Gullregni og hélt áfram í Óska- steinum. „Mér finnst efnistök Ragn- ar og nálgun hvort heldur er í kvik- myndum eða á leiksviðinu mjög skemmtileg. Hann er ótrúlega fær leikstjóri og höfundur,“ segir Ari og tekur fram að sérlega spennandi og skemmtilegt sé að sjá þá raunsæis- legu nálgun sem Ragnar hafi til- einkað sér í leikhúsinu. „Í Risaeðl- um fjallar Ragnar um yfirborðsmennskuna hvort heldur er í utanríkisþjónustunni eða í lista- heiminum,“ segir Ari. Meðal leikara eru Edda Björgvinsdóttir og Pálmi Gestsson, en tónlist semur Mugison. Fjölskyldudrama um jólin Jólasýning Þjóðleikhússins er Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar sem frumsýnt verður á Stóra svið- inu 26. desember. „Í ár eru 25 ár lið- in frá frumupp- færslu leikritsins, en Ólafur Haukur hefur uppfært verkið og breytt persónu- galleríinu. „Í grunninn er Hafið fjölskyldudrama sem minnir um margt á Lé konung eftir Shakespeare þar sem konungs- ríkinu er skipt. Auðurinn í Hafinu er afsprengi kvótakerfisins og því varðar fjölskylduuppgjörið fólkið í þorpinu. Þannig birtir verkið átök milli landsbyggðar og höfuðborgar.“ Viljum gera rétt Leikritið Efi eftir John Patrick Shanley í leikstjórn Stefáns Bald- urssonar verður frumsýnt í Kass- anum 12. janúar. „Þar er til umfjöll- unar kynferðisbrot gegn börnum og hvernig bregðast skuli við því. Við höfum enga þolinmæði gagnvart slíkum brotum og gerum sterka kröfu til þess að þessu sé útrýmt úr samfélaginu með opinni umræðu. Ef grunur um ofbeldi vaknar hvílir á okkur sú skylda að stöðva það, en um leið og það er gert er verið að sakfella þann sem er grunaður. Leikritið býður upp á áhugaverða stúdíu á þessum flóknu málum þar sem við erum mjög fljót að taka af- stöðu og dæma á grundvelli ófull- kominna upplýsinga af því við vilj- um gera rétt og vera góð,“ segir Ari og bendir á að leikritið sé frábært Af hreinleika hjartans » Við leggjum miklaáherslu á list án að- greiningar m.a. með tilliti til efnahags og búsetu.  Þjóðleikhússtjóri segir leikhúsið þurfa að vera óhrætt við að takast á við áleitin viðfangsefni  Kvótakerfið, ofbeldi gegn konum og börnum, veikir fjölmiðlar og spilling meðal viðfangsefna í ár 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Tarjei Sandvik Moe og Iman Mesk- ini, sem þekkt eru fyrir leik sinn í hinum vinsælu norsku sjónvarps- þáttum SKAM, tilkynntu í gær hvaða kvikmyndir væru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs í ár, á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Haugasundi. Kvik- myndirnar fimm sem tilnefndar eru eiga það sameiginlegt að vera fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd og auk þess eru leikstjórarnir jafn- framt handritshöfundar þeirra. Hjartasteinn í leikstjórn Guð- mundar Arnar Guðmundssonar er ein hinna tilnefndu en hún hefur hlotið lof og verðlaun víða um lönd frá því hún var frumsýnd. Hinar eru finnska kvikmyndin Tyttö nimeltä Varpu í leikstjórn Selmu Vilhunen; danska kvikmyndin Forældre eftir leikstjórann Christian Tafdrup; norska kvikmyndin Fluefangere í leikstjórn Izers Aliu og sænska kvik- myndin Sameblod eftir leikstjórann Amöndu Kernell. Tilkynnt verður um vinningshafa við hátíðlega athöfn 1. nóvember á þingi Norðurlanda- ráðs í Helsinki í Finnlandi. Í tilkynningu segir að markmið verðlauna Norðurlandaráðs sé að auka áhuga á norrænu menningar- Hjartasteinn meðal tilnefndra  Tilnefningar til Kvikmyndaverð- launa Norðurlandaráðs tilkynntar Morgunblaðið/Ásdís Verðlaunahafi Benedikt Erlingsson hlaut Kvikmyndaverðlaun Norð- urlandaráðs fyrir kvikmynd sína Hross í oss fyrir þremur árum. FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA Nutrilenk fyrir liðina GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi „NUTRILENK GOLD GAF MÉR LÍFSGLEÐINA Á NÝ“ Náttúrul egt fyrir liðin a „Ég hef stundað skíði í 60 ár, línuskauta, hjólreiðar, fjallgöngur og svo æfi ég í ræktinni daglega. Fyrir nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að ökklarnir voru algjörlega ónýtir, aðallega vegna endalausrar tognunar á skíðum. Ástandið var orðið þannig að ég gat varla gengið. Læknirinn minn sagði að annar ökklinn væri svo illa farinn að það þyrfti að stífa hann. Þessar fréttir fundust mér vera endalokin fyrir mig og mín áhugamál og ég lagðist í mikið þunglyndi. Mér var bent áNUTRILENKGOLD sem ég ákvað að prófa og það gerði kraftaverk. Í dag fer ég á fjöll og geri nánast allt semmig langar til að gera algjörlega verkjalaus. Ef ég hætti að taka Nutrilenkið minnir ökklinn fljótt á sig. Ég skora á alla þá sem eru að glíma við svipuð vandamál að prófa þetta undraefniNUTRILENKGOLD sem gaf mér lífsgleðina á ný.“ Guðfinnur S. Halldórsson, sveitarforingi skíðasveitarskáta í Reykjavík og landskunnur bílasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.