Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.08.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 23. ágúst 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 105.51 106.01 105.76 Sterlingspund 135.99 136.65 136.32 Kanadadalur 83.74 84.24 83.99 Dönsk króna 16.664 16.762 16.713 Norsk króna 13.34 13.418 13.379 Sænsk króna 13.036 13.112 13.074 Svissn. franki 109.0 109.6 109.3 Japanskt jen 0.9666 0.9722 0.9694 SDR 148.62 149.5 149.06 Evra 123.95 124.65 124.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 156.5039 Hrávöruverð Gull 1285.1 ($/únsa) Ál 2084.0 ($/tonn) LME Hráolía 53.0 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Magnús Bjarna- son, framkvæmda- stjóri fyrirtækja- ráðgjafar hjá Kviku, hefur látið af störfum hjá bankanum. Auk þess hafa sjö aðrir starfsmenn verið leystir frá störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kviku. Töluverðar breytingar hafa orðið í yfirstjórn Kviku á undanförnum mán- uðum eftir að Sigurður Atli Jónsson lét af starfi forstjóra í vor og greint var frá fyrirhugaðri sameiningu bankans við Virðingu. Í tilkynningu Kviku segir að nýr framkvæmdastjóri fyrirtækjaráð- gjafar verði kynntur fljótlega, en þang- að til muni Ármann Þorvaldsson for- stjóri stýra rekstri sviðsins. Þá kemur fram í tilkynningu bankans að markaðs- og mannauðssvið hafi ver- ið lagt niður og verkefni þess færð til. Enn frekari breytingar í yfirstjórn hjá Kviku Magnús Bjarnason STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Á tveimur dögum, föstudag og mánudag, var tilkynnt að tvö félög hefðu áhuga á skráningu á First North-hliðarmarkað Kauphallar- innar. Upplýst var á mánudag að stjórn Klappa grænna lausna, sem þróar og selur hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála, óski eftir skráningu á markaðinn og á föstu- daginn var greint frá því að stjórn Kviku hefði ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á sama mark- að. Fram að þeim tíma höfðu fáar skráningar litið dagsins ljós. Fyrir rúmlega einu ári bættist Iceland Seafood International í hópinn. En Hampiðjan og Sláturfélag Suður- lands hafa verið á markaðnum í áraraðir. Regluverkið er léttara á First North-hliðarmarkaðnum en á Aðallistanum og kostnaður er lægri. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, segir í samtali við Morgunblaðið að vonandi leiði ein skráning að annarri. „Það kæmi mér ekki á óvart að við sæjum stíg- anda í þessu. Ég á frekar von á því miðað við þau samtöl sem við höfum átt,“ segir hann. Að jafnaði lítil fyrirtæki Að hans sögn eru fyrirtækin sem skráð eru á First North á Norður- löndum, einkum í Svíþjóð, af fjöl- breyttum toga. Fjöldi starfsmanna sé allt frá 10-20 og fyrirtækin með litlar tekjur, t.d. hundrað milljónir á ári, í afar stór fyrirtæki. „En að jafnaði eru þessi fyrirtæki lítil,“ segir hann og bendir á að miðgildi markaðsvirðis fyrirtækjanna á Norðurlöndum sé 2,5 milljarðar króna og þriðjungur þeirra sé með lægra markaðsvirði en 1,5 milljarða króna. Gæti greitt fyrir samruna í ferðaþjónustu Páll segir að First North gæti meðal annars „greitt fyrir samruna og hagræðingu í ferðaþjónustu“ og hjálpað til við þann þroska sem greinin mun vafalaust taka á næstu árum. Skráð fyrirtæki gætu þá nýtt hlutafé sitt sem gjaldmiðil í slíkum viðskiptum. Hann nefnir að að und- anförnu hafi Hagar, N1 og Voda- fone nýtt skráð hlutabréf sem gjaldmiðil við samruna. „Það er dæmi um hvernig hægt er að nýta skráninguna.“ Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir í samtali við Morgun- blaðið að hugmyndin að baki skrán- ingu sé að auðvelda hluthöfum að eiga viðskipti með bréf í bankanum. „Annað slagið hefur verið talsvert um viðskipti með bréf í bankanum,“ segir hann og nefnir að fjöldi hlut- hafa sé innan við 50. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, segir að með skráningunni fáist samræmd upplýsingagjöf til hluthafa og aukinn möguleiki verði fyrir nýja fjárfesta til að koma inn í hluthafahópinn sem og selja bréfin þegar þeim henti. „Þá auðveldar skráningin fjármögnun á stórum verkefnum ef aðstæður kalla á, ým- ist með útboði á nýju hlutafé eða út- gáfu skuldabréfa,“ segir hann í til- kynningu. Klappir veltu 123 milljónum króna í fyrra og töpuðu 63 millj- ónum króna. Í árslok voru hluthaf- ar 34, samkvæmt ársreikningi 2016. Áhuginn á First North- markaðnum að glæðast Morgunblaðið/Þórður Kauphallarbjallan Forstjóri Kauphallarinnar segist eiga von á því að stígandi verði í skráningum á First North. Þrjú á markaðnum » Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur óskað eftir skráningu á First North. » Stjórn Kviku hefur ákveðið að skoða kosti þess að skrá bankann á sama markað. » Fyrir rúmlega einu ári bætt- ist Iceland Seafood Inter- national á First North. » Hampiðjan og Sláturfélag Suðurlands hafa verið á mark- aðnum í áraraðir.  Tvö félög hafa nú tilkynnt um áhuga á skráningu  Einungis þrjú fyrirtæki fyrir Hagnaður Fjarskipta, eða Vodafone á Íslandi, nam 239 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, en hann var 248 milljónir í sama fjórðungi í fyrra. Heildartekjur námu tæplega 3,4 millj- örðum króna og lækkuðu um 2% miðað við sama ársfjórðung 2016. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam 761 milljón króna en EBITDA var 751 milljón á öðrum fjórðungi síðasta árs. EBITDA- hlutfall var 22,5%. „Rekstur annars fjórðungs gekk ágætlega og hækkaði EBITDA um 1% frá síðasta ári,“ segir Stefán Sigurðs- son, forstjóri, í afkomutilkynningu til Kauphallar. „Mjög góður gangur var í rekstrinum í apríl og maí en lækkun reikitekna í júní í tengslum við innleið- ingu á Roam like Home innan EES hafði neikvæð áhrif. Ekki bætti úr skák í samanburði að júní á síðasta ári var besti reikimánuður ársins þar sem margir Íslendingar fóru til Frakklands að styðja íslenska landsliðið.“ Á móti kom vöxtur í tekjum af sjónvarpsstarf- semi og mikill árangur í lækkun rekstrarkostnaðar. „Rekstrarkostnað- ur fyrstu 6 mánuði ársins lækkar um 8% frá sama tímabili í fyrra sem sýnir að hagræðingaraðgerðir sem félagið fór í fyrir um ári eru að skila sér.“ Stefán segir áhrif afnáms reikis í Evrópu muni hafa þau áhrif að þriðji ársfjórðungur, sem hefur verið stærsti fjórðungur félagsins, verði með minni árstíðarsveiflu og þannig svipaðari öðr- um fjórðungum. Hagnaður Fjarskipta á fyrri helm- ingi ársins nam samtals 440 milljónum króna, sem er 5 milljónum minni hagn- aður en fyrstu sex mánuðina í fyrra. EBITDA á árshelmingnum var 1.480 milljónir króna og jókst um 60 milljónir á milli ára. Morgunblaðið/Kristinn Fjarskipti Stefán segir afnám reikis í Evrópu draga úr árstíðasveiflum. Hagnaður Voda- fone 239 milljónir  Minni reiki- tekjur hafa áhrif á ársfjórðunginn Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.