Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 32

Morgunblaðið - 23.08.2017, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2017 Jussi Adler-Olsen kann sittfag og hann bregst ekki meðspennusögunni Afætum.Ekki er aðeins um frábæra glæpasögu að ræða, þar sem konur eru í aðalhlutverkum með Carl Mørck og sveit hans í deild Q, heldur er frásögnin öll hin skemmtilegasta af- lestrar. Háðið er ekki að- eins yfirborðslegt hjal sam- starfsmanna heldur ristir djúpt og kaldhæðnin segir sína sögu. Sagan gengur út á ofbeldi, hvort sem um stríðsglæpi fortíðar er að ræða eða baráttu gengja nútíðar, ást og hatur. Vettvangurinn er Kaup- mannahöfn í maí í fyrra og Birna Sigurðardóttir, pönkari frá Íslandi, á hlut að máli. Frásögnin snýst ekki eingöngu um líf afbrotafólks heldur líka um tilvistarbaráttu deildar Q innan dönsku lögreglunnar. Carl Mørck er því ekki aðeins í stríði við glæpa- menn heldur í stöðugri baráttu við yfirmenn sína. Höfundur lýsir vel lífi helstu per- sóna og vandamálum, sem tilteknir hópar samfélagsins eiga við að etja, og þeim hvötum sem liggja að baki afbrotum. Eftir að hafa kynnt ger- endur til leiks skiptir sagan um gír og hraðinn eykst eft- ir því sem líður á frásögn- ina. Líkfundur verður til þess að hjólin fara að snúast og tengingum við önnur mál fjölgar jafnt og þétt. Það sem vekur ekki síst athygli er að „það er andskotann ekkert betra en hefnd“ (bls. 336), hvort sem er í heimi afbrota- manna eða innan lögreglunnar. Spennusagan Afætur er enn ein rós í hnappagat höfundar. Raunsæ lýsing á mönnum og málefnum. Morgunblaðið/Kristinn Rós Afætur er enn ein rós í hnappagat Jussis Adler-Olsens, að mati rýnis. Kaldrifjuð og kaldhæðin í senn Glæpasaga Afætur bbbbn Eftir Jussi Adler-Olsen. Jón St. Kristjánsson þýddi. Vaka-Helgafell, 2017. Kilja, 482 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Leiksýningin How to become Ice- landic in 60 minutes verður sýnd í 500. skipti í Hörpu í kvöld og hafa nú um 60 þúsund manns séð hana frá frumsýningu í maí 2012, að því er fram kemur í tilkynningu. Sýningin er einleikur með ensku tali, samin og framleidd af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sig- urði Sigurjónssyni. Bjarni Haukur flutti fyrstur einleikinn en auk hans hafa þeir Karl Ágúst Úlfsson, Kjart- an Darri Kristjánsson og Örn Árna- son spreytt sig á honum. Örn mun leika í kvöld á 500. sýningunni. „Við erum ákaflega ánægð og stolt með hversu vel sýningin hefur gengið. Það er frábært að hafa náð 500 sýningum og fengið 60 þúsund áhorfendur til að sjá hana í Hörpu. Þetta er Íslandsmet því það hefur engin íslensk leiksýning verið sýnd svona oft. Nokkrar sýningar hafa verið settar upp mjög oft eins og t.d. Dýrin í Hálsaskógi en þá er um að ræða margar mismunandi uppfærsl- ur á verkinu. Við höfum fengið mjög góða dóma bæði hjá Íslendingum og ekki síst útlendingum en sýningin er ætluð öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Við erum hvergi nærri hætt og munum halda áfram með sýninguna eins lengi og fólk hefur ánægju af því að koma og sjá hana og vonandi verður það sem lengst,“ er haft eftir Bjarna Hauki í tilkynningu. Lék fyrir Indverja í Reynisfjöru Örn Árnason lýsir sýningunni sem blöndu af söguleikhúsi og uppistandi þar sem verið sé að reyna að lýsa því hvernig sé að vera Íslendingur. „Það er alltaf jafn gaman að leika Íslend- inginn þótt hann sé svolítið ýktur og það hafa verið góð viðbrögð hjá áhorfendum, sem er auðvitað skemmtilegt,“ er haft eftir honum. Þá segir Örn að gaman sé að sjá þær breytingar sem orðið hafa á þjóðerni sýningargesta með árunum. „Fyrstu árin voru Norðurlandabúar fjöl- mennastir en undanfarin misseri eru fleiri Bandaríkjamenn, Bretar og Asíubúar meðal áhorfenda. Þetta helst líklega í hendur við gengið,“ segir Örn en hann hefur flutt ein- leikinn hátt í 200 sinnum. Hann bætir því við að hann hafi eitt sinn flutt einleikinn í Reynis- fjöru, fyrir hóp Indverja frá einu stærsta tölvufyrirtæki Indlands, og það hafi verið „svolítið skemmtilegt og öðruvísi“. 500. sýningin í kvöld Íslenskur Bjarni Haukur Þórsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Out of thin air Myndin hefst á hinni drama- tísku sögu af hvarfi Guð- mundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 20.00 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 20.00 Sing Street Ungur drengur sem elst upp í Dublin á níunda áratugnum fer að heiman og stofnar hljómsveit. Metacritic 79/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 The Other Side of Hope Metacritic 88/100 IMDb 7,4/10 Bíó Paradís 18.00 Frantz Metacritic 73/100 IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 22.00 The Greasy Strangler Bíó Paradís 20.00 Manchester by the Sea Bíó Paradís 17.15 Mýrin Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 18.00 Emojimyndin Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji- táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Metacritic 12/100 IMDb 1,9/10 Smárabíó 15.20, 17.30 Háskólabíó 17.50 Kidnap 12 Karla er fráskilin móðir sex ára stráks, Frankies. Hún vinnur á veitingastað og er bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna. Metacritic 44/100 IMDb 6,0/10 Smárabíó 17.45, 19.30, 20.00, 22.10 Háskólabíó 21.00 Stóri dagurinn Mathias álpast út í framhjá- hald með konu að nafni Juli- ette. Þegar Alexia, kærasta hans finnur nafnspjaldið hennar misskilur hún það sem bónorð IMDb 6,4/10 Smárabíó 15.30, 17.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 The Glass Castle 12 Kvikmynd byggð á æviminn- ingum Jeannette Walls sem fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systk- inum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Metacritic 57/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 19.40, 22.30 Háskólabíó 18.00 Atomic Blonde 16 Lorraine Broughton er njósnari sem notar kyn- þokka sinn og grimmd til að lifa af. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 63/100 IMDb 7,1/10 Laugarásbíó 20.00, 22.25 Háskólabíó 20.50 The Dark Tower 12 Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.10, 21.45, 22.20 Shot Caller IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Spider-Man: Homecoming 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 73/100 IMDb 8,0/10 Smárabíó 16.30, 19.40 Fun Mom Dinner 12 Metacritic 33/100 IMDb 3,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 War for the Planet of the Apes 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 82/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.30 Wonder Woman 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 76/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 22.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Baby Driver 16 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 86/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 22.30 Háskólabíó 20.50 Ég man þig 16 Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,8/10 Háskólabíó 18.00 Bíó Paradís 22.30 Pirates of the Caribbean: Salazar’s Revenge 12 Metacritic 39/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 19.50 Valerian 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 19.50 Storkurinn Rikki Unglingsspörfuglinn Richard varð munaðarlaus við fæð- ingu og var alinn upp af storkum, og hann trúir því að hann sé einn af þeim. Metacritic 55/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Aulinn ég 3 Metacritic 55/100 IMDb 6,6/10 Laugarásbíó 18.00 Sambíóin Álfabakka 18.00 Smárabíó 15.10 Bílar 3 Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Heiða Laugarásbíó 17.30 Besti lífvörður í heimi fær nýjan viðskiptavin, leigu- morðingja sem þarf að bera vitni hjá alþjóða glæpa- dómstólnum. Þeir þurfa að leggja ágreiningsmál sín til hliðar rétt á meðan, og vinna saman til að þeir nái í réttarhöldin áður en það verður um seinan. Metacritic 55/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 The Hitman’s Bodyguard 16 Annabelle: Creation 16 Nokkrum árum eftir dauða dóttur sinnar skjóta brúðugerðarmaður og kona hans skjólshúsi yfir nunnu og nokkrar stúlkur frá nálægu mun- aðarleysingjahæli. Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Dunkirk 12 Myndin fjallar um Operation Dynamo árið 1940, þegar 340 þúsund hermenn bandamanna voru frelsaðir úr sjálfheldu. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 96/100 IMDb 9,2/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 21.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.